Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Qupperneq 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Qupperneq 7
20. öldin kvödd Þó heilmikið hafi verið rætt um það um síðustu áramót hvort nýja árið eða árið 2000 tilheyrði nýrri öld eða hinni gömlu, þá tilheyrir árið sem nú er innan seilingar óumdeilanlega 21. öldinni. Hið svo kallaða aldamótaár, sem var nokkurs konar málamiðlun milli þessara ólíku viðhorfa, er senn á enda. Við sérhver áramót stíga menn gjarnan á stokk, líta yfir árið og gera upp lífsbókhaldið, gleði ársins og sorgir og gera alls kyns áramótaheit. Við næstu áramót er ekki bara eitt ár kvatt heldur heil öld og „aldrei hún kemur til baka". Við erum á hraðri leið inn í framtíðina sem enginn veit hvað ber í skauti sínu. í þessu tölublaði er því við hæfi að líta yfir farinn veg og skyggnast örlítið fram á veginn, en hugleiðingar um framtíðina bíða þó að mestu fyrsta tölublaðs 2001. Erla Dóris Halldórsdóttir, hjúkrunarfræðingur og sagnfræðingur, hefur tekið saman yfirlit um sögu Landspítala og fjallar þar m.a. um þátt kvenna í stofnun spítalans, þessa merka áfanga í heilbrigðisþjónustu hér á landi. Hertha W. Jónsdóttir rekur sögu barnahjúkrunar en hún er nýhætt störfum sem hjúkrunarframkvæmdastjóri og hefur frá mörgu að segja eftir 30 ára starf á Barnaspítala Hringsins og hefur gefið út rit um þróun hjúkrunar þar. Á árinu var stofnuð hjúkrunarfræði- deild við Háskóla ísland sem líta má á sem viðurkenningu á umfangsmiklu og margháttuðu starfi námsbrautarinnar og staðfestingu á að hún hafi náð að uppfylla allar starfskyldur háskólakennara. Marga Thome er fyrsti deildarforseti hinnar nýju deildar og segir okkur frá helstu verkefnum sem fyrirhuguð eru á næstu árum. Reykingar valda mestu heilsuvandamálum samtímans og hefur Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, m.a. hvatt aðildaríki sín til að berjast gegn þeim. Þær Dagmar Jónsdóttir og Helga Jónsdóttir segja frá reykleysismeðferð en reykingar heyra ef til vill sögunni til á 21. öldinni. Þá er sagt frá nýafstöðnu hjúkrunar- þingi og ráðstefnu um upplýsingatækni og hjúkrun sem var svo vel sótt að færri komust að en vildu. Niðurstöður könnunar á vinnuálagi og starfsánægju hjúkrunarfræðinga eru kynntar en Rannsóknarstofnun í hjúkrunarfræði var falið að gera könnunina á fulltrúaþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í maí 1997. Sífellt fleiri hjúkrunarfræðingar ráða sig til starfa á almenna vinnumarkaðnum og fjallar hagfræðingur félagsins um ráðningarsamning á almenna vinnumarkaðnum, ný lög um foreldra og fæðingarorlof og stöðuna í kjaramálum. Framundan eru jólin, ein mesta hátíð kristinna manna. Og í tilefni þeirra fjallar Arnfríður Guðmundsdóttir guðfræðingur um þjáninguna og merkingu krossins, endalok Krists sem fæddist á jólunum, en krossinn hefur reynst kristnu fólki erfiður allt frá fystu tíð því erfitt var fyrir þá sem höfðu fylgt Jesú að verða vitni að þjáningu hans og dauða. Hildur Helgadóttir er með jólahugvekjuna. Ýmislegt fleira má finna á síðum þessa tölublaðs, vonandi við flestra hæfi. Gleðileg jól og njótið farsældar á 21. öldinni! HARTMANN Vernd fyrir viðkvæma húð BEDCO & MATHIESEN EHF Bæjarhrauni 10 sími 565 1000 • fax: 565 1001 Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 4. tbl. 76. árg. 2000 247
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.