Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Side 21

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Side 21
LANDSSPÍTALINN FRAMHLID JV- • Teikning Guðjóns Samúelssonar af Landspítalanum sem hann gerði í desember árið 1922. Samkvæmt þessari teikningu átti Landspítalinn að vera mun stærri en úr varð. Myndin er i eigu Ijósmyndastofu Landspítalans. anum var spítali í burstastíl þar sem fimm burstir vissu fram og miðburst gnæfði yfir þakbrún. Mun Guðjón hafa horfið frá þessari teikningu og teiknaði hann síðan fjögurra hæða stórhýsi með tvennum svölum á framhlið og risi, háum kúpli á hvorum enda og turnspíru á miðju hússins á framhlið yfir aðaldyrum (Gunnar M. Magnúss, 1981). Ekki varð þessi teikning Guðjóns til frambúðar og gekk hann frá endanlegri teikningu Landspítalans árið 1925 (Gunnar M. Magnúss, 1981). Fyrir þennan tíma hafði „Landspítalanefndin" sent skýrslu til Alþingis og gert grein fyrir störfum nefndarinnar. Þó að endanleg teikning af spítalanum væri ekki tilbúin hafði nefndin ákveðnar hugmyndir um húsakynni spítal- ans. Á fyrstu hæð spítalans átti að vera deild fyrir 38 sjúklinga með innvortissjúkdóma, þ.e. lyflækningadeild. Á annarri hæð var 40 sjúkrarúma deild fyrir sjúklinga með útvortissjúkdóma, þ.e. handlækningadeild, og á þriðju hæðinni sérstök 10 sjúkrarúma deild fyrir sængurkonur. Á sömu hæð og handlækningadeildin skyldi vera skurðstofa. í áætlun nefndarinnar um fjölda starfsfólks var gert ráð fyrir að þrjár yfirhjúkrunarkonur yrðu ráðnar við spítalann, ein á lyflækningadeildina, ein á handlækningadeildina og ein á skurðstofuna. Þá kom einnig fram að átta hjúkrunarnemar yrðu að jafnaði við nám og störf á spítalanum þannig að þar átti að fara fram kennsla hjúkrunarnema. Töldu nefndarmenn nauðsynlegt að áætla þennan fjölda hjúkrunarnema því að landið allt þyrfti á hjúkrunarkonum að halda. Af þeim sökum töldu þau eitt af nauðsynja- störfum spítalans vera kennslu hjúkrunarnema. Engar heimildir finnast um að „Landspítalanefndin" hafi á þessum tíma haft samráð við stjórn Félags íslenskra hjúkrunar- kvenna um tilhögun hjúkrunarnámsins eða annað varðandi hjúkrunarstörf á Landspítalanum (Erla Dóris Halldórsdóttir, 2000). Um miðjan október árið 1925 var gerður verksamn- ingur um gröft fyrir Landspítalanum. Skyldi honum lokið fyrir 15. febrúar árið 1926 (Þjóðskjalasafn íslands. Gögn frá embætti húsameistara ríkisins). Með þessum verk- samningi hófst bygging Landspítalans. í apríl árið 1925 var gerður samningur á milli lands- stjórnarinnar og stjórnar „Landspítalasjóðs íslands". Skuldbatt stjórn „Landspítalasjóðs íslands'1 sig til að leggja fram á þremur árum allt að 300.000 krónur til spítala- byggingarinnar. Eftir það átti sjóðurinn að leggja fram fé á meðan entist úr honum á móti ríkissjóði. Á sama tíma skuldbatt landsstjórnin sig til að Ijúka byggingu Landspítal- ans árið 1930. Fjárveitingar Alþingis til byggingarfram- kvæmda Landspítalans hófust árið 1926 (Þjóðskjalasafn íslands, Db. 8, nr. 19). Það var svo um miðjan júní árið 1926 að drottning Danmerkur og íslands, Alexandrína, lagði hornstein að Landspítalanum. Eftir það hófst vinna við spítalann af fullum krafti. íslenskar hjúkrunarkonur virðast lítið hafa komið við sögu Landspítalans í fyrstu. Búið var að ákveða Landspítalinn i byggingu. Þessi mynd er tekin einhvern tíma á árunum 1927 til 1929. Myndin er geymd i gögnum frá húsameistara ríkisins i Þjóðskjalasafni íslands. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000 261

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.