Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Síða 26

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Síða 26
„ KjAy'Uv £,kki )A-[nAuAltAW Að sÆkjA í umú kumnA konur i vím kArU“ - segir Marga Thome, fyrsti deildarforseti hjúkrunarfræðideildar Marga Thome hefur veriö kosin fyrsti deildarforseti hjúkr- unarfræðideildar viö Háskóla íslands en deildin var sem kunnugt er stofnuð í júlí sl. Ritstjóri Tímarits hjúkrunar- fræðinga sótti hana heim á skrifstofu hennar í Eirbergi til að ræða við hana um þennan merka áfanga í sögu hjúkrunar hér á landi. Greinileg ummerki fræðikonu má sjá í skrifstofu hennar því bækur og fræðirit fylla allar hillur og horn. Marga er sem stendur í rannsóknarleyfi í eitt misseri og segir hún nóg að gera, hún sé m.a. að leiðbeina meistaranemum og setja námskeið sem hún kennir á vefinn auk þess sem hún er að fara af stað með nýja rannsókn. Að auki kemur hún til með að vera gestakennari við háskólann í Vín og í Þýskalandi eins og hún hefur gert nokkrum sinnum áður. Marga Ingeborg Thome fæddist í Vadern í Saarlandi árið 1942 og lauk hjúkrunarprófi árið 1963 í Saarlandi og Ijósmæðraprófi 1965 í Sviss. Leið hennar lá til íslands þar sem hún giftist manni sínum, Erlingi Bergsteinssyni lögfræðingi, en honum kynntist hún erlendis. Þegar hún kom hingað til lands var námsbraut í hjúkrunarfræði tiltölulega nýstofnuð og Marga gerðist stundakennari þar. „Ég vissi um námsbrautina er ég kom hingað og fannst mjög gaman að fá tækifæri til að móta kennsluna hér og því má segja að námsbrautin hafi haldið mér hér á landi.“ Árið 1973 lauk hún hjúkrunarkennaraprófi í Heidelberg í Þýskalandi og 1977 lauk hún meistaraprófi í hjúkrun frá háskólanum í Manchester í Englandi. 1996 lauk hún svo doktorsprófi frá Open University og Queen Margaret College í Edinborg. Hún segir stofnun deildarinnar fyrst og fremst breytingu á stjórnfyrirkomulagi því gegnum árin hafi námsbrautin næstum því verið eins og deild. En nýtt stjórnfyrirkomulag sé viðurkenning á umfangsmiklu og margháttuðu starfi og staðfesting á því að námsbrautin hafi náð að uppfylla allar starfskyldur háskólakennara, þ.e. kennslu, rannsóknir og stjórnun að því marki sem telst nauðsynlegt fyrir deild. Deildarskipulag segir hún einnig tryggingu á sjálfstæði í innri málum og stuðli jafnframt að nýjum tækifærum. í kjölfarið eykst jafnræði milli fræðigreina heilbrigðisstétta á háskólasjúkrahúsi og á öðrum heilbrigðisstofnunum varð- andi ástundun kennslu og rannsókna. Þegar námsbrautin var stofnuð var einungis um eina 266 Á skrifstofunni i Eirbergi. námsleið að ræða, B.S. próf í hjúkrunarfræði. En með tímanum hefur starfsemin orðið umfangsmeiri og auk hinnar hefðbundnu námsleiðar eru nú fimm aðrar í boði. í fyrsta lagi sérskipulagt 45 eininga nám fyrir hjúkrunarfræð- inga sem ekki hafa lokið háskólaprófi, í öðru lagi meistara- nám í hjúkrunarfræði og í þriðja lagi viðbótar- og endur- menntun í formi námskeiða. Ljósmóðurfræðin hefur einnig bæst við, annars vegar undirbúningsnám fyrir Ijósmæður sem ekki hafa B.S. próf og hins vegar nám í Ijósmóður- fræði. Fimmta stærsta kennslueining innan háskólans Háskólaráð samþykkti að stofna deildina 25. maí sl. eftir úttekt á kennslu og rannsóknum námsbrautarinnar. Náms- braut í hjúkrunarfræði og lyfjafræði lyfsala eru fyrstu fræða- sviðin innan Háskóla íslands sem gengist hafa undir mat á starfsemi sinni áður en til deildarstofnunar kemur. Hjúkrunarfræðideildin er nú fimmta stærsta kennsluein- ingin innan háskólans. En hvaða verkefni sér Marga helst fram undan? Hún bendir á nokkur mikilvæg atriði sem þurfi að vinna að á næstu árum. „Fyrst ber að nefna hjúkrunarfræðinga- skortinn. Til að ráða bót á honum þarf að fjölga nem- Tímarit hjúkrunarfræðinga ■ 5. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.