Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Blaðsíða 29
Herdís Sveinsdóttir Það hefur færst mjög í vöxt að einstaklingar af erlendu þjóðerni sæki í störf í íslenska heilbrigðiskerfinu. Mikið er um að þeir vinni störf sem ekki krefjast fagmenntunar eins og í býtibúri og við ræstingar. Ég hef heyrt frá hjúkrunar- fræðingi sem starfar við hjúkrun aldraðra að það hafi komið fyrir að hún væri eini íslenskumælandi starfsmaður- inn á vakt. Það er þó ekki svo að útlendingar vinni ein- ungis ófaglærð störf því talsvert hefur verið um að fólk með erlend hjúkrunarleyfi starfi við hjúkrun hér. í Ijósi þeirrar umræðu, sem verið hefur að undanförnu í sam- félaginu um aðstöðu útlendinga, vildi ég kynna skilyrði fyrir því að fá hjúkrunarleyfi á íslandi og velta upp hugleið- ingum um hvernig við tökum á móti erlendum hjúkr- unarfræðingum. Ég byrja á því að gera grein fyrir hverjir fá hjúkrunarleyfi á íslandi og þar með leyfi til að kalla sig hjúkrunarfræðing. Einstaklingur, sem leggur fram staðfestingu á að hann hafi hjúkrunarleyfi í landi sem er aðili að samningnum um evrópska efnahags- svæðið, fær staðfest- ingu ráðuneytisins á því að hann sé með gilt starfsleyfi á íslandi. í Ijósi þess hefur hann rétt til að starfa sem hjúkrunarfræðingur hér. Samningurinn um evrópska efnahagssvæðið var undirritaður 2. maí 1992 og gekk í gildi 1. janúar 1994. í samningnum er fjallað um ýmis starfstengd réttindi, svo sem á sviði almannatrygginga, og einnig er meginreglan sú að veita skal gagnkvæma viðurkenningu á starfsréttindum fólks. Aðildarríki EES hafa fjallað um og samþykkt samræmingu á ákvæðum er varða starfsemi hjúkrunarfræðinga í almennri hjúkrun. Til að fá hjúkrunarleyfi í löndunum er þess krafist af aðildarríkjum að viðkomandi hafi staðist próf sem tryggja að hann hafi fengið viðunandi þekkingu á hjúkrun, á eðli og siðfræði hjúkrunarstarfsins og megin- reglum heilsu og hjúkrunar, hafi fengið ákveðna þjálfun undir leiðsögn menntaðra hjúkrunarfræðinga á viður- kenndum heilbrigðisstofnunum auk fleiri þátta er snerta lengd og innihald náms. Aðildarríki eiga þannig að tryggja að hjúkrunarfræðingar, sem fá hjúkrunarleyfi í þeirra lönd- um, uppfylli ákveðin menntunarskilyrði. Hvert aðildarríki hefur svo skuldbundið sig til að staðfesta hjúkrunarleyfi sem viðkomandi hefur fengið í öðru ríki. Umsóknir um íslenskt hjúkrunarleyfi frá einstaklingum, sem hafa hjúkrunarleyfi frá landi utan evrópska efnahags- svæðisins, eru sendar til heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins sem sendir þær til Hjúkrunarráðs. Hjúkrunar- ráð metur hvort nám umsækjanda uppfyllir þau skilyrði sem kveðið er á um í tilskipuninni um staðfestingu starfs- leyfa heilbrigðisstétta samkvæmt ákvæðum EES-samn- ingsins. Að auki er þess krafist að útlendingar utan evrópska efnahagssvæðisins, sem sækja um leyfisveitingu, skuli hafa kunn- áttu í töluðu og rituðu íslensku máli. Á undanförnum árum hafa hjúkrunarfor- stjórar, sem hug hafa á að ráða erlenda hjúkrunarfræðinga til starfa, sent umsókn til Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga um tímabundið atvinnu- leyfi þeim til handa. Hjá félaginu hefur verið lagt mat á umsóknina og skoðað hvort nám viðkom- andi standist þær kröfur sem gerðar eru hérlendis til náms hjúkrunarfræðinga. Hafi svo verið, hefur Félag íslenskra hjúkr- unarfræðinga samþykkt tímabundið atvinnu- leyfi sem veitir atvinnurekanda rétt, að fengnu leyfi félags- málaráðuneytis, til að ráða viðkomandi til starfa eitt ár í senn. Leyfi félagsmálaráðuneytis til starfa hér á landi gefur ekki leyfi til sjálfstæðra hjúkrunarstarfa. Til þess þarf hinn erlendi hjúkrunarfræðingur að hafa íslenskt hjúkrunarleyfi eða staðfestingu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis á hjúkrunarleyfi í landi sem er aðili að samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Misskilnings hefur orðið vart þess efnis að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga veiti erlendum hjúkrunarfræð- ingum tímabundið hjúkrunarleyfi. f Ijósi þessa hefur stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ákveðið að félagið láti af því að veita þessar umsagnir. Formlegur umsagnaraðili um hæfi erlendra hjúkrunarfræðinga til að fá hjúkrunarleyfi 269 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.