Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Page 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Page 31
Helga Birna Ingimundardóttir hagfræðingur Ráðningarsamningar k a[mtviiAA Hjúkrunarfræðingar hafa um árabil starfað að stórum hluta til í hinum svokallaða opinbera geira, þ.e. hjá ríki og sveitarfélögum. Síðustu ár hefur orðið veruleg breyting í þá átt að hjúkrunarfræðingar færi sig yfir á hinn almenna vinnumarkað. Má þar m.a. nefna heildverslanir með hjúkr- unarvörur, lyfjafyrirtæki og fyrirtæki sem starfa á rannsóknasviði af ýmsum toga. Er svo komið að í fagdeild hjúkrunarfræðinga, sem starfa á almenna markaðnum, eru um og yfir 50 hjúkrunarfræðingar. Er það trú mín að hjúkrunarfræðingar eigi í framtíðinni eftir að sækja í enn meira mæli inn á þennan markað og hætta sem opinberir starfsmenn. Það er margt sem getur komið til: / í fyrsta lagi má nefna meira framboð en verið hefur af störfum fyrir hjúkrunarfræðinga á almenna markaðnum. / í öðru lagi geta þau störf talist eftirsóknarverðari fyrir hjúkrunarfræðinga heldur en þau störf sem verið hafa í boði fyrir hjúkrunarfræðinga inni á spítölum eða stofnunum. / Launakjör geta í mörgum tilfellum verið betri en á opinbera markaðnum. / í flestum tilfellum er um að ræða störf sem unnin eru á dagvinnutíma. Þrátt fyrir hina mörgu kosti, sem störf á almenna mark- aðnum geta talist hafa umfram störf á opinbera markaðn- um, eru réttindi og skyldur starfsmanna á almenna markaðnum ekki í eins föstum skorðum og hjá starfs- mönnum er starfa í opinbera geiranum. Má þar m.a. nefna réttindi er varða barnsburðar- og veikindaleyfi, orlofsrétt- indi, lífeyrismál ásamt öðrum atriðum í kjarasamningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Af þessum sökum hefur það verið mikið kappsmál hjá fagdeild hjúkrunar- fræðinga á almenna markaðnum að gera kjarasamning við sína atvinnurekendur þar sem jöfnun réttinda ásamt öðrum atriðum myndi verða höfð að leiðarljósi. ( þessu tilfelli myndi vera gerður kjarasamningur við Samtök verslunarinnar, áður Félag íslenskra stórkaupmanna, þar sem fyrirtæki þau, sem um ræðir hér, eru innan vébanda samtakanna. Með bréfi í október 1999 óskaði Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga eftir því að hafinn yrði undirbúningur að gerð samkomulags milli félagsins og samtakanna. Svar barst frá Samtökum verslunarinnar í september 2000 eftir að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga var búið að ítreka ósk um svar. í svari samtakanna kemur fram að Samtök verslunarinnar hafni þeirri tillögu félagsins að gera sérstak- an kjarasamning vegna hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá fyrirtækjum sem aðild eiga að samtökunum. Þá er það mat samtakanna að þau störf, sem hjúkrunarfræðingar inna af hendi hjá fyrirtækjunum, séu verslunar- og sölustörf en ekki hjúkrunar- eða aðhlynningarstörf og því ekki ástæða til þess að gera sérstakan kjarasamning vegna þeirra. Það er því Ijóst að þau fyrirtæki, sem eru innan vébanda Samtaka verslunarinnar, telja störf hjúkrunar- fræðinga ekki vera hjúkrunarstörf og telja sig því ekki þurfa að gera kjarasamning við Félag íslenskra hjúkrunarfræð- inga. Þrátt yfir þessa afstöðu fyrirtækjanna þá er í flestum tilfellum auglýst sérstaklega eftir hjúkrunarfræðingum. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er mjög ósátt við afstöðu Samtaka verslunarinnar fyrir hönd sinna félags- manna og ætlar að halda áfram að leita leiða til þess að kjör og réttindi þessa hóps megi verða sem best tryggð. Ein leið til þess er að vera hjúkrunarfræðingum, sem huga að störfum á þessum markaði, innan handar um sín kjara- og réttindamál áður en skrifað er undir ráðningarsamning. Óformlegur vinnuhópur innan Bandalags háskóla- manna var starfandi í sumar og hafði það að markmiði að útbúa ráðningarsamning fyrir háskólafólk sem starfar eða hyggst starfa á almenna vinnumarkaðnum. Afrakstur þeirrar vinnu er fullbúinn ráðningarsamningur sem háskólafóik getur tekið mið af eða haft í huga þau atriði sem þar koma fram þegar það ræður sig til starfa. Ráðningarsamningurinn er birtur í heild sinni á heima- síðunni www.hjukrun.is og einnig er unnt að nálgast hann á skrifstofunni og er það von félagsins að hann komi þeim hjúkrunarfræðingum til góða sem huga að störfum hjá einkafyrirtækjum. Hins vegar mun Félag íslenskra hjúkr- unarfræðinga halda enn áfram að leita leiða til þess að ná fram kjarasamningum við heildarsamtök fyrirtækja þar sem hjúkrunarfræðingar starfa. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000 271

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.