Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Síða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Síða 37
Samkomulag Bandalags háskólamanna, BSRB og Kennara- sambands íslands annars vegar og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, Reykjavíkurborgar og launanefndar sveitarfélaga hins vegar um tiltekin atriði er varða réttindi starfsmanna í ofangreindum samtökum. Samkomulagið byggist m.a. á nýjum lögum um fæð- ingarorlof. Veikindaréttur er samræmdur fyrir umrædd stéttar- félög. Greitt verður 0,41% af heildarlaunum í fjölskyldu- og styrktarsjóð sem er ígildi sjúkrasjóða á almennum vinnu- markaði. Hann greiðir einnig þann mismun sem getur orðið á milli þeirra fæðingarorlofslaga, sem taka gildi um næstu áramót, og þeirra réttinda sem reglugerð um fæðingaroriof hefur veitt fólki til þessa. Á meðan veikindaréttur stendur koma fullar greiðslur miðað við viðmiðunarlaun allan tímann, en ekki full laun fyrst og hálf laun svo eins og verið hefur. Sérstakur réttur er vegna atvinnusjúkdóma og vinnu- slysa sem nemur 13 vikum. Réttur foreldra vegna veikinda barna eykst úr 7 dögum í 10 daga. Veikindaréttur starfsmanna verður með þessum hætti: Starfstími: Fjöldi Eftir 0-3 mánuði í starfi 14 Eftir næstu 3 mánuði í starfi 35 Eftir 6 mánuði í starfi 119 Eftir 1 ár í starfi 133 Eftir 7 ár í starfi 175 Eftir 12 ár í starfi 273 Eftir 18 ár í starfi 360 Starfsmaður, sem áunnið hefur sér fleiri veikindadaga samkvæmt áður gildandi reglum, heldur þeim réttindum. Réttindin flytjast með starfsmönnum þótt þeir færist úr starfi, t.d. frá ríki til sveitarfélaga. MINNISBLAÐ UM FYRIRKOMULAG Á FÆÐINGAROR- LOFI Einstaklingur: Einstaklingur tilkynnir og semur við vinnuveitanda um töku fæðingarorlofs, hvenær það hefst og hvernig tilhögun á því verður. Einstaklingur fyllir út sérstakt eyðublað (tilkynningu) þar að lútandi í fjórriti þar sem vinnuveitandi tekur við sínu eintaki ásamt eintaki fjölskyldu- og styrktarsjóðs og fæðingar- orlofssjóðs. Einstaklingurinn heldur sínu afriti. Vinnuveitandi: Vinnuveitandi framsendir afrit til fæðingarorlofssjóðs og fjölskyldu- og styrktarsjóðs. Vinnuveitandi gerir upp sumarorlof að loknu barnsburðar- leyfi. Vinnuveitandi greiðir orlofs- og desemberuppbót í sam- ræmi við kjarasamninga. Launagreiðandi ábyrgist lífeyrisskuldbindingar vegna b- deildarfólks. Vinnuveitandi sendir fjölskyldu- og styrktarsjóði upplýs- ingar um launaforsendur m.v. núverandi réttindakerfi (ein- ungis vegna kvenna). Vinnuveitandi hefur fullnægt greiðslum í samningsbundna sjóði stéttarfélaganna með framlagi sínu í fjölskyldu-, og styrktarsjóð. Fæðingarorlofssjóður: Fæðingarorlofssjóður reiknar út þá upphæð sem greiða á viðkomandi einstaklingi í fæðingarorlofi og greiðir laun samkvæmt iögum um fæðingarorlof. Fæðingarorlofssjóður dregur af staðgreiðslu og önnur lög- boðin gjöld og stendur skil á þeim, heldur eftir framlagi í lífeyrissjóð og stendur skil á því til viðkomandi sjóðs ásamt mótframlagi. Fæðingarorlofssjóður dregur af stéttarfélagsgjald og stendur skil á því til viðkomandi stéttarfélags. Fæðingarorlofssjóður sendir fjölskyldu- og styrktarsjóði upplýsingar um greiðslur til einstaklinga (kvenna) í fæð- ingarorlofi. Fræðiritnefnd Undanfarna mánuði og ár hefur mjög fjölgað innsend- um greinum sem höfundar óska að verði ritrýndar. Til að styrkja fræðilega stöðu blaðsins og flýta vinnslu greinanna ákvað stjórn féiagsins á fundi sínum 11. september að skipa tvo hjúkrunarfræðinga í hliðarrit- nefnd sem fjalla skal um ritrýndu greinarnar. í fræðirit- nefndinni eiga sæti dr. Kristín Björnsdóttir, dósent, og Helga Lára Helgadóttir, lektor, báðar við hjúkrunar- fræðideild Háskóla íslands. Varamaður er dr. Sigríður Halldórsdóttir, prófessor í hjúkrunarfræði við Háskól- ann á Akureyri. [ tengslum við þessar breytingar hafa ritstjórnarstefna og leiðbeiningar til höfunda fræði- greina verið endurskoðaðar og eru þær birtar í heild sinni annars staðar í þessu tölublaði. Að þeim unnu auk ritstjóra, Valgerðar Katrínar Jónsdóttur, þær Helga Lára Helgadóttir, lektor, og dr. Helga Jónsdóttir, dósent. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000 277

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.