Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Page 38
Mikill áhugi var á ráðstefnunni og komust færri að en vildu.
Ráðstefna um upplýsingatækni og hjúkrun var haldin 21.
september sl. á Grand hóteli í Reykjavík. Ráðstefnan var
haldin á vegum hjúkrunarfræðideildar Háskóla íslands.
Mikið fjölmenni var á ráðstefnunni og komust færri að en
vildu. Ásta Thoroddsen, lektor við hjúkrunarfræðideildina,
setti ráðstefnuna. Fyrir kaffihlé var fjallað um nýjar sam-
skiptaleiðir og internetið í hjúkrun. Eygló Ingadóttir ræddi
um fjarkennslu og notkun netsins við kennslu. Hanna
Karen Kristjánsdóttir sagði
frá því hvernig unnt er að
meta heilbrigðisupplýsingar
á netinu, Anna Ólafía
Sigurðardóttir sagði frá
internetinu sem upplýs-
ingamiðli og hvernig unnt
er að nota það til að fræða
skjólstæðinga. Reynsla af
vefsíðugerð: InterRAI var
yfirskrift fyrirlestrar Júlíönu
Sigurveigar Guðjónsdóttur.
Guðrún Jónsdóttir fjallaði
um gerð heimasíðu á netinu fyrir þá sem vilja hætta að
reykja og Ingibjörg Þórhallsdóttir frá (slenskri erfðagrein-
ingu sagði frá gagnagrunni á heilbrigðissviði og hjúkrun.
Að loknu kaffihléi var dagskránni haldið áfram og þá
var yfirskrift fyrirlestranna: Lágmarksskráning hjúkrunar
(LSH) og notkun gagnasafna um hjúkrun. Erla Björk
Sverrisdóttir fjallaði um hvað væri skráð hjúkrun nú um
stundir. Elísabet Guðmundsdóttir sagði frá tengslum
gagnasafna um hjúkrun við ákvarðanatöku og gæði hjúkr-
unar. Lágmarksskráning hjúkrunar á Islandi; hjúkrunar-
skráning - NANDA, NIC og NOC - og þýðing hennar fyrir
rannsóknir, stjórnun og skipulag hjúkrunar hét fyrirlestur
Sigríðar Magnúsdóttur. Hlíf Guðmundsdóttir sagði frá raf-
rænni skráningu á RAI (Resident Addersment Instrument)
á öldrunarstofnunum á íslandi.
Þá var komið að lið sem nefndist rafræn skráning
hjúkrunar og upplýsingakerfi. Þar fjallaði Arna Skúladóttir
um þróun skráningar á göngudeild barna með svefn-
vandamál. Ólafía Ása Jóhannesdóttir sagði frá upplýsinga-
kerfi fyrir svefnrannsóknir, að hverju skyldi huga í því
sambandi. Anna Sigríður Vernharðsdóttir sagði frá verkefni
sínu og Eddu Jónu Jónasdóttur um tillögu að skráningu
mæðraverndar í SÖGU. Guðrún Bragadóttir og Ingibjörg
Eyþórsdóttir fjölluðu um viðhorf hjúkrunarfræðinga til
tölvuvæðingar. Fundarstjóri var Lilja Þorsteinsdóttir.
-vkj
278
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000