Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Side 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Side 42
kennslu í hjúkrun er hún var á síðasta námsári sínu í Hjúkrunarskóla íslands og aflaði sér síðar menntunar í uppeldis- og kennslufræðum við Kennaraháskóla íslands. „Það var tilviljun að ég fór að kenna. Ég þurfti að jafna mig eftir veikindi og gat ekki stundað verklegt nám og þá bauð skólastjórinn mér að aðstoða við verklega kennslu í skóla- stofu og það varð til þess að ég fór að kenna barna- hjúkrun með starfi eftir útskrift og kenndi síðan í fjölmörg ár. Barnahjúkrun varð síðan aðal kennslugrein mín og var ég kennslustjóri í þeirri grein þar til ég tók við stöðu hjúkr- unarframkvæmdastjóra við Barnaspítala Hringsins." Framtíðarverkefni barnahjúkrunarfræðinga Hvaða verkefni sér hún í framtíðinni fyrir barnahjúkrunar- fræðinga? Hún segir þau fjölmörg. „Það eru mörg óunnin verkefni varðandi unga foreldra með ung börn, þeir þurfa oft mun meiri aðstoð nú en áður. Unga fólkið stendur oft eitt með börn sín og vantar aðila sem getur leiðbeint um ýmsa þætti í fyrstu meðferð og umönnun barnsins. Ungir foreldrar þurfa einnig að geta leitað sér ráðgjafar vegna uppeldis barna sinna, börn þurfa t.d. aga í uppeldi jafnframt hlýju og ástúð, börn þurfa að búa við ákveðnar reglur til að þeim líði vel. Það þarf líka að vinna að því að vernda börn gegn ofbeldi í fjöl- miðlum, láta börn t.d. ekki horfa ein á sjónvarp eða mynd- bönd, jafnvel ekki fréttir í sjónvarpinu." Talið berst að vaxandi ofbeldi í samfélaginu, klámsíðum á netinu og fleiru í þeim dúr. Hertha segir ofbeldi gegn börnum einhvern mesta glæp sem til sé og það þurfi að bregðast við því í auknum mæli. Hún nefnir einnig að mikið vanti á varðandi þjónustu við unglinga. Þó víða sé vel unnið geti hjúkrunarfræðingar unnið mikilvæg forvarnarstörf í meira mæli en nú er, svo sem að veita fræðslu um skaðsemi reykinga, áfengis og vímuefna og leiðbeina fólki varðandi heilbrigða lífshætti, næringu og hreyfingu. „Sú þróun, sem verið hefur undanfarin ár, mun eflaust halda áfram, þ.e. að færri sjúklingar verða á sjúkrahúsum og þeir sem þar eru verða veikari en áður. Áherslan verður áfram lögð á fjölskylduhjúkrun. Heimahjúkrun og göngu- deildarþjónusta mun halda áfram að aukast og þjónustan færast inn á heimilin en henni verður þá stýrt frá sjúkrahúsi eða heilsugæslustöð. Um leið og heimahjúkrun eykst og dagdeildarrýmum fjölgar gefur auga leið að einhver þarf að vera heima til að sinna sjúklingnum. Allt útlit er fyrir að alls konar hátæknibúnaður verði notaður við hjúkrun heima og að flókinni hjúkrunarmeðferð verði sinnt utan sjúkrahúsa. Ég legg áherslu á að það þurfi að vega og meta hverju sinni hvort það sé æskilegt miðað við aðstæður á heimil- inu og út frá öðrum fjölskyldumeðlimum en slíkt krefst sið- ferðislegra umræðna fagfólks og fjölskyldu. Ég held það sé t.d. heftandi fyrir aðra heimilismenn að hafa barn í önd- unarvél á heimilinu en það getur hins vegar verið verð- mætur tími fyrir fjölskylduna." Ég geri ráð fyrir að í framtíðinni verði meiri hjúkrun úti ( samfélaginu og áherslubreytingar verði í menntun í því sambandi þannig að nemendur kynnist betur því þjóð- félagi sem þeir vinna í og þekki þarfir þess betur." Hún bætir við að mesta breytingin muni felast í aukinni upplýsingatækni og fjarhjúkrun sem muni aukast gífurlega í allri þjónustu við sjúklinginn jafnt innan sjúkrahúsa sem utan. Með nýrri tækni aukist möguleikar á hjúkrun af ýmsu tagi, hjúkrunarfræðingar gætu t.d. þróað hlutverk sitt í símahjúkrun sem er ein af nýjungunum, en það sé hag- kvæm leið til að flokka erindi sjúklinga, stytta bið eftir þjónustu og fækka dýrum heimsóknum á læknastofur. „En eins og fram kemur í bókinni, þá er þrátt fyrir allar framfarir og þróun í barnahjúkrunarfræðinni ekki annað en hægt að vera sammála þeim sem segja að mesti styrkur barnahjúkrunarfræðinga framtíðarinnar sé mannlegi þáttur- inn, og það að vera mannlegur, en það er jafnframt mesti veikleikinn. Barnahjúkrunarfræðingar þurfa að velja vandlega og hafna af kostgæfni aðferðum og leiðum til að glata ekki þeirri þekkingu í barnahjúkrun sem áunnist hefur hingað til, heldur halda áfram að eflast og styrkjast í mannkærleika." Hertha nefnir í bók sinni að hún hafi áhyggjur af vaxandi fátækt í velmegunarþjóðfélagi okkar, en þar kemur fram að samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar sé líklegt að um 10% fjölskyldna séu undir fátæktarmörkum. Þessi hópur eigi erfitt með að taka fullan þátt í samfélaginu og veita börnum sínum þokkaleg uppeldisskilyrði, ástandið er oft erfiðast hjá einstæðum foreldrum af báðum kynjum og hjá foreldrum sem eiga við veikindi að stríða, enn fremur hjá þeim sem hafa litla menntun og lélega atvinnumöguleika. „Velferðar- þjóðfélagið má ekki loka augunum fyrir fátækt sem er vaxandi vandamál í heiminum öllum og konur og börn eru verst settu hóparnir. Það þarf markvissar aðgerðir til að aðstoða fólk undir slíkum kringumstæðum. Ég tel að það megi greina ýmis vandamál betur í heilsu- gæslunni og auka aðstoð við fjölskyldur á þeim vettvangi. Við þurfum að skapa betri aðstæður til að aðstoða fólk, tengja t.d. heilsugæsluna og samfélagshjúkrun. Skólahjúkr- un þarf að auka og skólahjúkrunarfræðingar þurfa að vera í fullu starfi í hverjum skóla að framhaldsskólum meðtöldum." Þó Hertha hafi sérhæft sig á sviði barnahjúkrunar gerði hún hlé á störfum sínum er hún vann við uppbyggingu hjúkr- unar á Leitarstöð kvenna hjá Krabbameinsfélaginu 1964- 1965. Hún tók einnig þátt í uppbyggingu Umhyggju og stóð ásamt fleiri hjúkrunarkennurum að könnun á kynhegðun unglinga 1987. Hún hefur einnig tekið þátt í ýmsum félags- störfum, verið í stjórn og forseti Landssambands Delta, Kappa, Gamma á íslandi, félagi kvenna í fræðslustörfum. Hertha segist standa á tímamótum nú þar sem hún hætti störfum sem hjúkrunarframkvæmdastjóri og svið- stjóri hjúkrunar á barnalækningasviði 1. júní sl. Hún segir í lokin að hún hafi alltaf haft háleitar hugsjónir varðandi hjúkrun og viljað sjá veg hjúkrunar og barnahjúkrunar sem mestan. En nú sé kominn tími til að söðla um og snúa sér að öðru, ef til vill einhverju sem tengist hjúkrun, eða kanna ný lönd og ef til vill leitar hún á önnur mið. -vkj. 282 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.