Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Síða 49
Tafla 4. Vinnustundafjöldi
Meðaltal SD Fjöldi svara Svar vantar
Fjöldi vinnustunda á viku 38,5 9,7 202 17(7,7%)
Almennir hjúkrunar- fræðingar 35,0 9,8 96 10 ( 9,4%)
Aðstoðardeildarstjóri 40,1 9,3 30 1 ( 3,3%)
Deildarstjóri 43,0 8,1 41 1 ( 2,3%)
Aðrir stjórnendur 42,0 7,6 25 2 ( 7,5%)
Fjöldi yfirvinnustunda á viku 5,8 5,5 196 23 (10,5%)
Fjöldi stunda á dag við beina umönnun 4,7 2,4 172 47 (21,5%)
Fjöldi bakvakta á viku 1,9 1,3 43 12(21,8%)
Fjöldi yfirvinnustunda fór hækkandi með auknu starfs-
hlutfalli. Þannig unnu þeir sem voru í 75% starfi eða minna
fjórar yfirvinnustundir en þeir sem unnu fullt starf við
hjúkrun unnu að meðaltali 7,5 yfirvinnustundir á viku.
Þessar niðurstöður sýna að meðalvinnuvika þeirra sem eru
í fullu starfi er 47,5 stundir. Mismunur á meðalfjölda yfir-
vinnustunda eftir starfshlutfalli er marktækur (einhliða
dreifigreining; F=4,63; df=3/188; p<0,01).
128 þátttakendur töldu undirmannað á sínum vinnu-
stað og 55 álitu svo ekki vera. Sterk fylgni reyndist vera á
milli þessarar breytu og fjölda yfirvinnustunda (t-próf; t-gildi
3,22; p<0,01). Þannig unnu þeir, sem töldu undirmannað
á sínum vinnustað, 6,65 yfirvinnustundir á viku en þeir sem
ekki töldu undirmannað unnu 4,09 yfirvinnustundir.
Staða, fjöldi barna undir 20 ára og það hvort þátttak-
andinn var eina fyrirvinna heimilisins hafði áhrif á hversu
hátt starfshlutfall þátttakendurnir vinna. Þannig voru u.þ.b.
60% deildarstjóra í 100% starfi samanborið við rúman
fjórðung (27,4%) almennra hjúkrunarfræðinga (sjá töflu 5).
Marktækur munur var á starfshlutfalli miðað við fjölda
barna undir 20 ára aldri (einhliða dreifigreining; F=14,41;
df=3/170; p<0,001). Þátttakendur, sem voru í 100% starfi,
áttu að meðaltali 1,1 barn yngra en 20 ára en þeir sem
voru í minna en 50% starfi áttu að meðaltali 2,1 barn
yngra en 20 ára. Þeir sem voru eina fyrirvinna heimilisins
voru marktækt líklegri til að vera í 100% starfi samanborið
við þá sem voru ekki eina fyrirvinnan (72,3% á móti
33,1%; kí-kvaðratpróf; x2 = 25,9; df=3; p<0,001).
Matarhlé
Tæpur fjórðungur þátttakenda (22,8%) sagðist sjaldan eða
aldrei geta tekið sér umsamið matarhlé í vinnutímanum, en
þriðjungur (33,3%) sagðist nær alltaf geta tekið umsaminn
matartíma. Um 10% þátttakenda fara út af deildinni eða
vinnustaðnum til að taka sér matarhlé en 64,4% fara
sjaldan eða aldrei út af deildinni til að taka sér matarhlé.
Ekki er nein tölfræðileg fylgni á milli bakgrunnsbreyta og
þess hvort þátttakendur sáu sér fært að taka umsamið
matarhlé, en marktæk fylgni er á milli vinnustaðar og þess
hvort þátttakendur komust út af deildinni eða vinnustaðnum
til að taka sér matarhlé. Þeir sem starfa á sjúkrahúsum fóru
sjaldnar af deild í matarhléi heldur en þeir sem vinna á hjúkr-
unar- og dvalarheimilum og utan sjúkrahúsa (sjá töflu 6).
Mönnun deilda og fjöldi aukarúma hafði áhrif á hvort
þátttakendur sáu sér fært að taka umsamið matarhlé í
vinnutímanum (kí-kvaðratpróf, x2=14,72; p<0,05). Þar sem
ekki vantaði í neina stöðu hjúkrunarfræðings sáu tveir af
hverjum þremur (66,1%) þátttakendum sér oft eða nær
alltaf fært að taka umsamið matarhlé samanborið við
þriðjung (32,4%) á vinnustöðum þar sem vantaði í 5 til 6
stöður hjúkrunarfræðinga. Þar sem vantaði í 5 til 6 stöður
hjúkrunarfræðinga sáu 44,1% þátttakenda sér sjaldan eða
aldrei fært að taka sér umsamið matarhlé samanborið við
17,9% þar sem allar stöður hjúkrunarfræðinga voru full-
skipaðar. Á deildum þar sem þátttakendur sáu sér oft eða
nær alltaf fært að taka umsamið matarhlé í vinnutímanum
voru að meðaltali meira en helmingi færri aukarúm sett
upp vikuna áður en spurningalistanum var svarað en á
deildum þar sem þátttakendur sáu sér stundum, sjaldan
eða aldri fært að taka matarhlé. Einhliða dreifigreining sýnir
að þessi mismunur er tölfræðilega marktækur (F=3,40;
df=2/122; p<0,05).
Tafla 5. Tengsl milli stöðu og starfshlutfalls (N=204)
Starfshlutfall Almennir hjúkrunarfr. Aðstoðar- deildarstj. Deildarstj. Aðrir stjórnendur t df=9
50% starf eða minna 16 (15,1%) 2 (6,5%) 0 3(12,0%)
60% - 75% starf 28 (26,4%) 1 (3,2%) 3 (7,1%) 3 (12,0%)
80% - 90% starf 33 (31,1%) 13 (41,9%) 14 (33,3%) 7 (28,0%)
100% starf 29 (27,4%) 15 (48,4%) 25 (59,5%) 12 (48,0%) 29,16***
Samtals 106 (100%) 31 (100%) 42 (100%) 25 (100%)
***p<0,001, kí-kvaðratpróf
289
Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000