Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Síða 53

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Síða 53
Lítil áhrif 39 28,9 Töluverð áhrif 56 41,5 Mikil áhrif 25 18,5 Áhrif vaktavinnu á andlega heilsu Engin áhrif 12 8,9 Lítil áhrif 51 37,8 Töluverð áhrif 51 37,8 Mikil áhrif 21 15,6 Áhrif vaktavinnu á líkamlega heilsu Engin áhrif 12 8,9 Lítil áhrif 51 37,8 Töluverð áhrif 50 37,0 Mikil áhrif 21 15,6 Vantar svar 1 0,7 Áhrif vaktavinnu á frammistöðu í starfi Engin áhrif 17 12,6 Lítil áhrif 70 51,9 Töluverð áhrif 38 28,1 Mikil áhrif 7 5,2 Vantar svar 3 2,2 Vinnustaðurinn Þeir þátttakendur, sem unnu á sjúkrastofnunum, voru beðnir um að svara spurningum um stærð deildar, fjölda aukarúma og breytingar á fjölda innlagna. Samkvæmt svörum við spurningunni um stærð deildar unnu 135 þátttakendur (61,6%) á sjúkradeildum. Meðal- stærð deilda var 23,0 rúm (SD=18,2) en algengasta stærð deilda var 30 rúm. Enginn þátttakandi vann á sjúkradeild af stærðinni 37 til 49 rúm en 5 unnu á deild sem var 50 rúm eða stærri. Á u.þ.b. þriðjungi deilda (34,0%) höfðu verið sett upp aukarúm vikuna áður en þátttakendur svöruðu spurningalistanum. í rúmlega 12% tilfella höfðu verið sett upp aukarúm á hverjum degi vikunnar. Tæplega helmingur þátttakenda (48,9%) telur að innlagnir á deildina hafi aukist nokkuð eða mikið á síðastliðnum tveimur árum. Rúmur þriðjungur (36,3%) taldi að legutími hefði styst á sama tíma. Langflestir þátttakendur eða 189 (86,3%) hafa beina umsjón með sjúklingum. Á dagvöktum er algengast að þeir hafi umsjón með 6-10 sjúklingum, á kvöldvöktum er algengast að þeir hafi umsjón með 11-15 sjúklingum og á næturvöktum 16-25 sjúklingum. Mikil fjölbreytni var í stærð þeirra vinnustaða sem þátt- takendur unnu á. Að sögn þátttakenda voru hjúkrunar- fræðingar fjölmennasti starfshópurinn eða 51,2%, sjúkra- liðar voru 27,4%, ófaglært starfsfólk 20,8% og meðferðar- fulltrúar 0,6%. 143 þátttakendur (65,3%) töldu undirmannað á deild sinni eða vinnustöð en 59 (26,9%) töldu svo ekki vera. Einungis tveir þátttakenda (0,9%) töldu yfirmannað á sínum vinnustað. Spurt var að því hvort þátttakendur teldu fullmannað í stöður hjúkrunarfræðinga á deildinni eða vinnustöð þeirra. Fjórðungur þeirra (24,7%) taldi svo vera en 34,2% taldi að manna þyrfti 1 til 3 stöðugildi. 10% töldu að manna þyrfti 6 eða fleiri stöðugildi hjúkrunarfræðinga. Undanfarna tólf mánuði áður en könnunin var gerð hættu að meðaltali 2,4 (SD=2,4) hjúkrunarfræðingar á deildum eða vinnustöðvum þátttakenda. Á tæpum fjórð- ungi (22,8%) deildanna eða vinnustöðvanna hætti enginn hjúkrunarfræðingur, en á tæpum 40% hætti 1 til 3 hjúkrunarfræðingar. Aðspurðir um ástæðurnar fyrir því að hjúkrunarfræðingarnir hefðu hætt nefndu 36,1% að þeir hefðu hætt til að vinna á öðru sjúkrahúsi eða stofnun. Fjórðungur þátttakenda nefndi óánægju með laun og jafnmargir að þeir hefðu hætt vegna þess að þeir fengu betur launaða vinnu. 51 (23,3%) nefndu barneignir, 22,4% vinnuálag og 21 % nefndu þá ástæðu að þeir hefðu hætt til að fara að vinna á annarri deild á sömu stofnun. Færri, eða 13,2%, sögðust hafa hætt til að vinna við önnur störf en hjúkrun en 12,8% höfðu farið til vinnu erlendis. Nokkrir (11,9%) nefndu starfsleiða, 10,5% fjölskylduástæður og 6,8% stöðuhækkun. 10 (4,6%) nefndu veikindi og ein- ungis 2,7% höfðu farið á eftirlaun. Flafa ber í huga við túlkun þessara hlutfallstalna að í mörgum tilfellum nefnir sami þátttakandinn fleiri en eina ástæðu. Samantekt og umræða Fullyrða má að þeir sem svöruðu spurningalistanum gefi raunsanna mynd af íslenskum hjúkrunarfræðingum hvað varðar aldur, kyn og menntun að því undanskildu að svörun hjúkrunarfræðinga, sem lokið hafa sérskipulögðu B.S. námi fyrir starfandi hjúkrunarfræðinga, var mun meiri en svörun annarra hjúkrunarfræðinga. Þar sem um er að ræða fremur lítinn hóp hjúkrunarfræðinga er þó ólíklegt að þessi munur skekki heildarmyndina til muna. Starfshlutfall hefur áhrif á svörun á þann hátt að því hærra starfshlutfall sem hjúkrunarfræðingar unnu þeim mun líklegri voru þeir til að taka þátt í rannsókninni. Það má því álykta að könn- unin gefi raunsannari mynd af þeim hjúkrunarfræðingum sem vinna fullt starf eða nærri fullt starf við hjúkrun en þeim hjúkrunarfræðingum sem hafa hjúkrun að hlutastarfi. Mikilvægt er að hafa í huga að samanburðurinn á þátttak- endum í rannsókninni og þeim hjúkrunarfræðingum sem þátttakendunum er ætlað að vera fulltrúar fyrir nær ekki til þeirra breyta sem rannsóknin beinist að. Með öðrum orðum, ekki er hægt að fullyrða með algerri vissu að þátt- takendur í rannsókninni gefi nákvæma mynd af vinnuálagi og starfsánægju íslenskra hjúkrunarfræðinga þótt hinar lýðfræðilegu upplýsingar bendi til þess. Niðurstöðurnar eru um margt mjög athyglisverðar. Þær staðfesta ýmsar vísbendingar sem fram hafa komið á undanförnum árum um að hjúkrunarfræðingar finni til mikils vinnuálags í starfi. Fjórðungur þátttakenda komst 293 Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.