Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Síða 54

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Síða 54
ekki í matarhlé í vinnunni, á rúmlega þriðjungi deilda höfðu verið sett upp aukarúm vikuna áður en þátttakendur svör- uðu spurningalistanum og í 12% tilvika á hverjum degi vikunnar. Þátttakendur töldu innlögnum hafa fjölgað, legu- tíma hafa styst, að undirmannað væri á þeirra vinnustað og nokkuð vantaði á að stöðugildi hjúkrunarfræðinga væru fullsetin. Það er líka athyglisvert að hjúkrunarfræðingar hætta frekar í starfi á deildum þar sem álag er mikið, þar sem þeir verða oft fyrir ónæði í frítíma, komast ekki á réttum tíma úr vinnunni og komast ekki í matarhlé í vinn- unni. Þetta bendir til þess að hjúkrunarfræðingar sæki meira í störf sem eru minna krefjandi, með reglubundnum vinnutíma eins og heilsugæslustörf og störf sem ekki eru bundin við þrískiptar vaktir. Rúm 70% þátttakendanna vinna 80-100% starf. í vinnumarkaðskönnun Hagstofu Islands' fyrir árið 1999 kemur fram að 72,1% kvenna, sem starfa í fullu starfi, vinna 35 til 45 stundir á viku, 15,3% 46 - 50 stundir og 12,6% 51 stund eða meira. Samtals 27,9% sem vinna 46 stundir eða meira. Ekki kemur fram hversu stór hluti kvenna vinnur 35 - 39 stundir á viku í fullu starfi en Ijóst er að allir hjúkrunarfræðingar í fullu starfi vinna 40 stundir á viku. Þegar fjöldi hjúkrunarfræðinga, sem vann 35 stundir eða fleiri á viku, er borinn saman við ofangreindar tölur Hagstofunnar kemur í Ijós að svo virðist sem stærri hluti hjúkrunarfræðinga vinni fleiri stundir en aðrar konur. En 36,9% þátttakenda í könnuninni sagðist hafa unnir 46 stundir eða fleiri á viku síðustu þrjá mánuði áður en könnunin fór fram. Þetta styrkir enn fremur að hjúkrunar- fræðingar búa við mikið vinnuálag. Þess ber og að geta að eðli starfa stórs hóps hjúkrunarfræðinga, þeirra sem vinna vaktavinnu, er þannig háttað að erfitt er að fá að fara úr vinnu á vinnutíma. Þannig er Ijóst að hjúkrunarfræðingar í vaktavinnu sinna störfum sem tengjast heimilishaldi og rekstri fjölskyldunnar þegar þeir eru í vaktafríi. Heimsóknir til lækna, tannlækna, fjármálafyrirtækja, í skóla er allt skipulagt út frá vöktum. Að auki er ómældur tími sem þessi hópur þarf til að koma sér í vinnufatnað og á vinnustað (deild), en sá tími getur verið allt uppí 2 1/2 stundir á viku hjá hjúkrunarfræðingum í fullu starfi. Niðurstöður benda til að hjúkrunarstarfið sé ekki fjöl- skylduvænt. Fimmtungur þátttakenda fékk ekki sumarleyfi á sínum óskatíma, helmingur er stundum eða oft kallaður út til vinnu á frídögum, um 15% verður fyrir fyrirvaralausum breytingum á vöktum og 60% þátttakenda komast stundum eða oft ekki úr vinnunni á réttum tíma vegna álags. Það kemur einnig fram að 86,7% hjúkrunarfræð- inga, sem vinna vaktavinnu, segja hana hafa töluverð eða mikil áhrif á fjölskyldulífið. í skýrslu Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga um manneklu í hjúkrun frá því í mars 19992 kemur fram að frá því að rekstur leikskóla sjúkrahúsanna var lagður niður koma hjúkrunarfræðingar með ung börn síður, seinna og í minna starfshlutfall en áður til starfa 294 vegna erfiðleika við barnapössun. í áliti nefndar á vegum heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneytisins3 á heilsufari kvenna kemur fram að ein af tillögum nefndarinnar er að samfélagið njóti starfskrafta kvenna. Til að svo verði þurfi samfélagið að taka þátt í að axla ábyrgð á störfum þeirra innan fjölskyldunnar. Niðurstöður þessarar könnunar á vinnuálagi hjúkrunarfræðinga sýna að margir þeirra þátta, sem móta starf og vinnuaðstæður hjúkrunarfræðinga, vinna á móti því að starf hjúkrunarfræðinga sé fjölskyldu- vænt. Það er Ijóst að mikilvægt er að stofnanir móti sér fjölskylduvæna starfsmannastefnu og búi þannig í haginn fyrir hjúkrunarfræðinga með fjölskyldur að þeim sé unnt að sinna starfi sínu. Jafnframt benda niðurstöður til þess að þörf sé á að greina störf hjúkrunarfræðinga nákvæmlega og finna hvort verið sé að nota starfskrafta þeirra til starfa sem ekki krefjast hjúkrunarmennturnar. í framhaldi af því er mikil- vægt að tilfærsla verði á störfum til annars starfsfólks svo sem lyfjatækna, ritara og annarra þeirra sem störfin geta unnið. í heildina gefa niðurstöður til kynna að mikið verk sé óunnið í að leita úrræða til að koma til móts við það vinnu- álag sem hjúkrunarfræðingar búa við. Á meðan ekki verður á markvissan hátt leitað leiða til að mæta því er hætt við að hjúkrunarfræðingar brenni út í starfi og að vöntun á þeim til starfa eigi eftir að aukast. [ þessari grein var fjallað um hluta þeirra niðurstaða sem lúta að vinnutíma, vinnuaðstæðum og vinnustað. Gerð verður frekari grein fyrir öðrum niðurstöðum í Tímariti hjúkrunarfræðinga á næstunni. Skýrsla rannsóknarinnar í heild sinni er til á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga og er hægt að leita upplýsinga um frekari niðurstöður þar. 1. Hagstofa íslands http//wvwv.hagstofa.is. 2. Steinunn Sigurðardóttir, Aðalbjörg Finnbogadóttir, Ásta Möller, Erna Einarsdóttir, Eygló Ingadóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Ingibjörg Svein- björnsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir og Þóra Ákadóttir (1999). Mannekla í hjúkrun. Reykjavík: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. 3. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið (2000). Heilsufar kvenna. Álit og tillögur nefndar um heilsufar kvenna. Reykjavík: Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. Páll Biering er sérfræðingur við Rannsóknastofnun í hjúkr- unarfræði, Fláskóla íslands. Herdís Sveinsdótfir er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, dósent við Háskóla íslands og situr í stjórn Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði. Hjúkrunarfræðingum, sem þátt tóku í rannsókninni, er þakkað fyrir að hafa gefið sér tíma til að svara spurningalistanum. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.