Tímarit hjúkrunarfræðinga


Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Page 62

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.2000, Page 62
Þankastrik Þankastrík er fastur dálkur í blaðinu og höfundur hvers pistils stingur upp á þeim næsta. í Þankastriki gefst hjúkrunarfræðingum færi á að tjá sig um ýmisiegt sem varðar hjúkrun og er þeim hjartfólgið. Þistlarnir geta fjallað um ákveðin málefni, sögur af kynnum við sjúklinga eða starfsfólk, eitthvað sem hefur orðið höfundum til hugljómunar eða hvaðeina annað sem tengist starfinu og hugmyndafræði þess. Sigríður Halldórsdóttir, sem skrífaði Þankastrik síðasta biaðs, skoraði á Lauru Sch. Thorsteinsson sem tekur hér upp þráðinn. þörfuM sjúklÍK^A sidii'fc? Laura Sch. Thorsteinsson Gæði hjúkrunarþjónustu og heilbrigðisþjónustu almennt eru mér mjög hugleikin. Að leita sífeilt leiða til að auka gæði hjúkrunar er í rauninni það sem hjúkrun snýst um. Óteljandi þættir geta varðað gæði hjúkrunar og iðulega er haft á orði að hjúkrunarfræðingum sé ekkert mannlegt óviðkomandi. Eitt af því sem ég hef velt fyrir mér er hvernig trúar- legum þörfum sjúklinga á sjúkrahúsum væri sinnt, ekki síst eftir að ég tók að mér að kenna um þetta efni í hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands. Samkvæmt lögum um réttindi sjúklinga eiga þeir rétt á að njóta andlegs, félagslegs og trúarlegs stuðnings. Ber heilbrigðisstarfs- mönnum því skylda til að veita slíkan stuðning. í grein, sem ég las nýverið, var sagt frá rannsókn um hvernig trúarlegum þörfum sjúklinga á sjúkrahúsi einu í Banda- ríkjunum væri sinnt. Rannsóknin var gerð að frumkvæði gæðaráðs viðkomandi sjúkrahúss. í Ijós kom að ýmislegt mátti betur fara í þeim efnum og voru niðurstöður m.a. notaðar sem þekkingargrunnur varðandi kennslu til starfs- fólks um hvernig það gæti betur sinnt trúarlegum þörfum. Sagt er að trúarþörfin sé jafngömul mannkyni og hof, fórnarstaðir og musteri, sem greint er frá í mannkyns- sögunni, bera því vitni. Þessi þörf er þó missýnileg hjá fólki. Maðurinn leitar einhvers æðra afls en hann hefur yfir að ráða, ekki síst þegar á bjátar, heilsan biiar eða sorg knýr dyra. Slíkar aðstæður koma einatt upp á sjúkra- húsum. Sjúkrahúsprestar og djáknar starfa þar og sinna trúarlegum þörfum og er það vel. Hins vegar geta slíkar þarfir auðveldlega vaknað þegar þessara starfsmanna nýtur ekki við. Þarf þá annað starfsfólk að grípa inn í og kemur þar oft til kasta hjúkrunarfræðinga. Hvernig skyldu þeir vera í stakk búnir til að sinna þess háttar verkefnum? Eitt af því sem hjúkrunarfræðingar eru stundum beðnir um er að biðja fyrir eða með sínum sjúklingum eða aðstandendum. Margir tala um bæn sem hluta af hjúkr- unarmeðferð og á nýafstöðnu hjúkrunarþingi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var fjallað um bæn sem mikil- vægan þátt í hjúkrun. Bæn er talin eitt elsta form lækninga 302 (healing therapies) og víst er að í Biblíunni erum við hvött til að biðja. Eðli máls samkvæmt er iðulega erfitt að sýna fram á með mannlegum (ófullkomnum) rannsóknar- aðferðum að bænir séu áhrifaríkar. Þó hafa verið gerðar rannsóknir þar sem slíkt hefur komið í Ijós. Vafalaust eru til milljónir manna sem staðhæfa að bænir séu áhrifaríkar, bæði hvað varðar bænheyrslu og til slökunar og vellíðunar, og byggja þá staðhæfingu á reynslu sinni. Það er vandasamt að sinna trúarlegum þörfum sjúkl- inga því um mjög persónulegt og viðkvæmt málefni er að ræða og margir hjúkrunarfræðingar vilja að sjúklingar hafi allt frumkvæði í þessum efnum. Miklu skiptir að sýna nærfærni og virðingu og raun- verulega umhyggju fyrir þörfum sjúklinga. Brýnt er að meta trúarþarfir og einnig meta eigin trú og íhuga hvernig bregðast ætti við ef sjúklingur bæði um að beðið yrði fyrir sér eða með sér. Einnig er nauðsynlegt að hafa í huga hve margbreyti- leiki sjúklingahóps er orðinn mikill hér á landi og því þörf á að taka tillit til mismunandi trúarsiða og venja sjúklinga og koma til móts við breytilegar þarfir á þeirra forsendum. Ég hef rætt við ýmsa hjúkrunarfræðinga og hjúkrunar- nema um þessi mál og sumir þeirra, sem sögðust ekki trúa á Guð, voru samt tilbúnir til að biðja með sjúklingi ef til þess kæmi. Samkvæmt erlendum rannsóknum vill meiri- hluti hjúkrunarfræðinga gjarnan sinna þessari þörf en finnst sig stundum skorta til þess færni. Hjúkrunarfræð- ingar margir hverjir biðja með sjúklingum sínum og fyrir þeim og einnig biðja hjúkrunarfræðingar um styrk í starfi sínu og að verk þeirra nái fram að ganga. Áhugi hjúkrunarfræðinga á þessu máli virðist mér vera meiri nú en oft áður sem og áhugi á ýmsum leiðum sem styrkja hjúkrun og víkka svið hennar. Ég tel mikilvægt að koma til móts við þann áhuga í þeirri von að trúarlegum þörfum sjúklinga verði sinnt eins og best verður á kosið enda er það hluti af því að auka gæði hjúkrunar. Ég skora á Christer Magnusson að skrifa næsta Þankastrik. Tímarit hjúkrunarfræðinga • 5. tbl. 76. árg. 2000

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.