Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Síða 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Síða 8
Kristín Björnsdóttir, dósent, hjúkrunarfræðideild Háskóla íslands, kristbj@hi.is HVERNIG KOMA HJÚKRUNARFRÆÐINGAR ÞEKKINGU SINNI OG REYNSLU Á FRAMFÆRI? Erindi haldið í tilefni 80 ára afmælis Tímarits hjúkrunarfræðinga - á Grand hóteli 25. nóvember 2005 Mig langar til að hefja umfjöllunina um það hvernig hjúkrunarfræðingar koma þekkingu sinni og reynslu á framfæri á því að vísa til rítstjórnarpistils í fyrsta tölublaði Tímarits Félags íslenskra hjúkrunar- kvenna. í honum lýsti Guðný Jónsdóttir, sem varfyrsti ritstjóri tímaritsins, ástæðum þess að tekin var ákvörðun um að hefja útgáfu fagtímarits hjúkrunarkvenna á íslandi árið 1925. Fram kemur að hvatinn að útgáfu tímaritsins var sá að gefa hjúkrunarkonum, sem áttu þess ekki kost að mæta á félagsfundi, tækifæri til að fylgjast með og halda áhugamálum sínum vakandi. Þar segir orðrétt: Þetta úrræði okkar hefur þann kost, að það er algjörlega undir okkur sjálfum komið að hverju iiði það verður okkur. Tímaritið okkar kemur til ykkar núna fáskrúðugt og fátæklegt frá hendi okkar, sem falið var að sjá um það, það kemur aðeins sem tilkynning til ykkar um það, hér er opin leið til þess að koma boðum og hugsunum hver til annarrar... Við eigum að skrifa það allar. Við eigum að leggja í það hið bezta af þekkingu okkar og reynslu, af trú á málstað okkar og framsóknarhug. Undir því er líf þess komið. Þegar það kemur til þín fátæklegt, þá áttu að minnast fyrst að þú hefur sjálf brugðist (Guðný Jónsdóttir, 1925, bls. 1). Þessar setningar vöktu þegar athygli mína er ég las þær í fyrsta sinn fyrir tæpum tuttugu árum og þær hafa fylgt mér æ síðan. Mér finnst þær eiga alveg jafn vel við núna og fyrir 80 árum. Ég tel að hverri starfsgrein sé nauðsynlegt að skrifa um viðfangsefni sín. Við verðum að líta á tímaritið okkar sem fjöregg stéttarinnar. Líkt og höfundur fyrstu ritstjórnargreinarinnar lýsir hér að ofan þá er tímaritið vettvangur til að miðla af þekkingu okkar og reynslu. Á síðum þess gefst okkur tækifæri til að skipast á skoðunum um stefnur í menntunarmálum í hjúkrun, uppbyggingu hjúkrunarþjónustu og mótun heilbrigðisþjónustunnar í landinu. Til að svara þeirri spurningu, sem ritstjórn lagði fyrir mig og fram kemur í titli greinarinnar, mun ég hefja umfjöllun mína á að greina frá hvernig hjúkrunarfræðingar tileinka sér nýja þekkingu. Síðan mun ég vfkja að því hvaða kröfur verða gerðar til hjúkrunarfræðinga um notkun þekkingar á komandi árum og að lokum mun ég ræða framtíð tímaritsins okkar í örfáum orðum. Hvernig nálgast hjúkrunar- fræðingar þekkingu? Á liðnum árum hafa fjölmargar rannsóknir beinst að því hvernig hjúkrunarfræðingar nálgast þekkíngu og nýtaí starfi. Um árabil gengu þessar rannsóknir undir heitinu notkun þekkingar í hjúkrun (e. knowledge utilization in nursing) en á síðustu árum varð hugtakið yfirfærsla þekkingar (e. knowledge translation) verið notað um ieiðir til að koma þekkingu á framfæri við hjúkrunarfræðinga. Þessar rannsóknir hafa beinst að því að finna leiðir til að auka þátt vísindalegra rannsóknaoghagnýtingu rannsóknaniðurstaðna í hjúkrun. Við University of Alberta í Kanada hefur um árabil hópur hjúkrunarfræðinga unnið að slíkum rannsóknum undir forystu Carole Estabrooks. í nýlegri grein eftir hana og samstarfskonur hennar birtist samantekt um það hvernig hjúkrunarfræðingar á 7 skurðdeildum á 4 ólíkum sjúkrahúsum í Kanada lýsa því hvernig þeir tileinka sér nýja þekkingu (Estabrooks o.fl., 2005). Fram kom að yfirgnæfandi meírihluti þeirra hjúkrunarfræðinga, sem tóku þátt í rannsókninni, reiðir sig á þekkingu frá sjúklingi, eigin reynslu f starfi og upplýsingar frá samstarfsfólki. Algengt var að hjúkrunarfræðingar segðust styðjast við þekkingu sem þeir höfðu tileinkað sér í hjúkrunarnámi, í fræðslu á vinnustað eða frá samstarfsfólki. FHins vegar er frekar óalgengt að tímarit væru nefnd sem mikilvæg uppspretta þekkingar. Það á þó helst við um sérhæfð 6 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.