Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Side 12

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Side 12
ÖFLUGT DOKTORSNÁM í HJÚKRUNARFRÆÐI OG LJÓSMÓÐURFRÆÐI - ÖLLUM TIL HEILLA Ársfundur Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði við Háskóla íslands og Landspítala-háskólasjúkrahús Aðalviðfangsefnið er að styðja við og efla rannsóknir kennara hjúkrunarfræði- deildarinnar og hjúkrunarfræðinga og Ijós- mæðra á Landspítala-háskólasjúkrahúsi. Herdís sagði megináherslur stjórnar fyrir árin 2005-2007 að bæta rannsóknar- virkni sem metin er út frá fjölda rit- rýndra tímaritsgreina, bóka og erinda kennara og rannsakenda í hjúkrun og fjölga umsóknum þeirra um framlög úr innlendum sem erlendum sjóðum. Fram til þessa hefur rannsóknarvirkni hjúkrunarfræðideildar verið sambærileg við læknadeild og tannlæknadeild, en þessar deildir reka lestina í Háskóla íslands miðað við rannsóknarstig á hvern einstakling. Herdís benti á að við þennan útreikning er ekki tekið tillit til þess að þessar stéttir eru í klínísku hlutverki auk hins hefðbunda hlutverks háskólakennara. Hinn klíníski þáttur kennarahlutverksins er þó síst léttvægari en hinir þar sem hann lýtur að heilsu og velferð þjóðarinnar. Hún ságði enn fremur að smæð og dreifing rannsóknarverkefna væri einn helsti veikleiki hjúkrunarrannsókna sem þó endurspeglaði mikið frumkvöðlastarf á mörgum sviðum hjúkrunarfræðinnar og Ijósmóðurfræðinnar. Fram til þessa hafa hjúkrunarfræðingar sótt framhalds- menntun til útlanda en með tilkomu doktorsnáms við hjúkrunarfræðideildina gæti samstarf milli rannsakenda eflst. í október var ráðinn forstöðumaður Rann- sóknastofnunar f hjúkrunarfræði, Helga Bragadóttir. Með ráðningu forstöðumann gefast frekari möguleikar til samstarfs við innlendar og erlendar stofnanir, svo sem við Alþjóðaheilbrigðismálastofnun- ina, Joanne Briggs Institute í Ástralíu og háskólann í Minnesota. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, mennta- málaráðherra, ávarpaði fundinn. Hún sagði mikilvægt að leita leiða til að ungt fólk héldi áfram framhaldsnámi og því væru framlög til vísinda há hér á landi en alltaf mætti gera betur. Einn af áherslupunktum Vísinda- og tækniráðs - en í því sitja bæðí stjórnmálamenn og ýmsir forystumenn háskólasamfélagsins - er að efla háskólana sem rannsóknastofnanir og þá þurfa þeir að keppa um fjármagn til rannsókna. Nú um stundir hefur Háskóli íslands sterka stöðu en hann fær um 72% af þeirri upphæð sem úthlutað er úr samkeppnissjóðum. Ráðherra ítrekaði stefnu stjórnvalda í doktorsmenntun í landinu sem Vísinda- og tækniráð hefur 10 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.