Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Síða 13
ÖFLUGT DOKTORSNÁM í HJÚKRUNARFRÆÐI OG LJÓSMÓÐURFRÆÐI -ÖLLUM TIL HEILLA
Ársíundur Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði við Háskóla Islands og
Landspítala-háskólasjúkrahús var haldinn 26. janúar sl. Herdís Sveinsdóttir,
formaður stjórnar, setti fundinn og kynnti skýrslu stjórnar. Rannsóknastofnun í
hjúkrunarfræði var stofnuð með reglugerð í janúar 1997 og vinnur samkvæmt
reglum um stofnunina frá 22. september 2004.
sett fram. Samkvæmt ályktun Vísinda- og
tækniráðs frá 19. desember sl. er áhersla
lögð á eflingu doktorsnáms á íslandi, þar
með talið í heilbrigðisvísindagreinum. Hún
sagði 160 íslendinga skráða í doktorsnám
hér á landi og 120 erlendis. Sagði hún frá
því að unnið væri að rammalögum um
háskóla þar sem settar verða fram skýrar
reglur um doktorsnám og gæði þess.
Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarforstjóri
Landspítala-háskólasjúkrahúss ræddi
um gildi þess að hafa doktorsmenntaða
hjúkrunarfræðinga við störf á heilbrigðis-
stofnunum. Hún sagði þá sem væru með
doktorsmenntun hafa til að bera næmi og
innsæi til að leita nýrra lausna varðandi
hjúkrun og jafnframt tækju þeir virkan þátt
í ákvarðanatöku varðandi ýmis mál, þeir
væru virkir í þverfaglegu samstarfi, ættu
frumkvæði að umræðum um hjúkrun,
héldu ýmis námskeið, aðstoðuðu við skrif
til birtingar, veittu stuðning við kannanir og
rannsóknir. Með framhaldsmenntun, þar
með doktorsmenntun, næðist færni í að
samþætta fræði og klíník og þróa þannig
og bæta hjúkrun sjúklinga. Mjög mikilvægt
væri því að fá framhaldsmenntaða
sérfræðinga í hjúkrun til starfa við
Landspítala-háskólasjúkrahús.
Kristín Björnsdóttir, formaður rannsókna-
námsnefndar við hjúkrunarfræðideild
Háskóla íslands, fjallaði um doktorsnámið
við hjúkrunarfræðideild HÍ. Fyrsti nem-
andinn hlaut inngöngu í námið 14. des-
ember 2004 og eru nú tveir nemendur
skráðir í doktorsnám við deildina.
Hún sagði frá uppbyggingu námsins
sem er 90 einingar en inntökuskilyrði
eru meistaranám. Hún vakti athygli á
því að doktorsnám eflir rannsóknir á
viðkomandi fræðasviði, rannsóknaþáttur
deildar verður umfangsmeiri og gefur
aukna möguleika á samstarfi milli
háskóladeilda og starfsvettvangs þar
sem nemendur tengja starf sitt og nám.
Doktorsnemendur sækja sér einnig
þekkingu til útlanda og slíkt getur haft
jákvæð áhrif á alþjóðlegt samstarf um
rannsóknir. Til að doktorsnámið blómstri
taldi Kristín að bæta þyrfti fjárhagslegar
forsendur, auka þverfagleg námskeið
og skapa doktorsnemum betri aðstöðu
innan deildarinnar.
Þá sagði Herdís Sveinsdóttir frá
stofnun Rannsóknasjóðs Ingibjargar R.
Magnúsdóttur sem ætlað er að styðja við
doktorsnemendur í hjúkrunarfræðideild
Háskóla íslands. Nýverið gaf Ingibjörg
Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði eina
milljón króna til stofnunar sjóðsins og í
kjölfarið ákvað stjórn stofnunarinnar að
leggja einnig eina milljón króna til sjóðsins.
Unnið er að eflingu sjóðsins með fjölgun
stofnfélaga. Ingibjörg sagði við þetta
tækifæri að hjúkrunarfræði væri ung grein
á meiði háskólans og að þeirri grein þyrfti
að hlúa vel að. Efla þyrfti rannsóknir
meðal kennara og fleiri hjúkrunarfræðinga
sem vinna að rannóknum. Til að vinna
slíkt rannsóknarstarf þyrfti fjármuni. Hún
sagðist fagna stofnun rannsóknasjóðsins
og það væri von sín að hann myndi vaxa
og eflast og á honum sannaðist að „mjór
er mikils vísir".
Heilbrigðisráðherrra hefur ákveðið að
styrkja sjóðinn og á fundinum lagði
Magnús Friðrik Guðrúnarson, 12 ára
frændi Ingibjargar, fram 100 þúsund
króna styrk til að efla rannsóknir.
Guðrún Árnadóttir, hjúkrunarfræðingur,
gaf Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði
innbundið Tímarit hjúkrunarfræðinga frá
upphafi og fram til 1992. Þeim var öllum
þakkað og færðir blómvendir. Fundarstjóri
var Helga Bragadóttir.
Valgerður Katrín Jónsdóttir.
vatgerdur@hjukrun.is
Tímarit hjúkrunarfræöinga - 1. tbl. 82. árg. 2006
11