Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Blaðsíða 15
VIÐTALIÐ Hulda Gunnlaugsdóttir tók við starfi forstjóra Aker- sjúkrahússins í Noregi í mars á síðasta ári. Hún er ein fjögurra kvenna sem stýra sjúkrahúsum í Noregi og eini hjúkrunarfræðingurinn. í stuttri heimsókn hingað til lands gaf hún sér tíma til að setjast niður með ritstjóra Tímarits hjúkrunarfræðinga til að ræða lífshlaupið í stórum dráttum. Hún lauk námi frá Hjúkrunarskóla íslands í september 1981. En hvers vegna valdi hún nám í hjúkrun? „Amma var hjúkrunarkona svo ég þekkti svolítið til starfsins," segir Hulda. „Ég held ég hafi valið námið bæði vegna þess hve það er hagnýtt, það veitti starfsmöguleika fyrir konur á öllum aldri og einnig var auðvelt að fá hlutastarf. Ég sá líka hvernig hjúkrunarkonurnar gátu sameinað starf og fjölskyldu. Hjúkrunarmenntunin var einnig góð grunnmenntun og með hana að undirstöðu opnast margardyr, hjúkrun getur verið undirstaða hvers sem er. Það er líka eitthvað sameiginlegt með fólki sem fer í hjúkrun eða læknisfræði, einhver mannúð eða sýn á manneskjuna, einhvers konar hugsjón. Ég er líka á þeirri skoðun að það að vinna með fólk og með fólki sé mest gefandi af öllu.“ Áhugi á stjórnunarstörfum vaknaði snemma Áhugi á stjórnun vaknaði snemma hjá Huldu. „Ég lauk námi í stjórnun frá Hjúkrunarskóla íslands 1986, það var í fyrsta og síðasta sinn sem slíkt námskeið var haldið, þetta var meðan Sigríður Jóhannsdóttir var skólastjóri, námið stóð í eitt og hálft ár, en svo var skólanum lokað. Það var deild hjúkrunarforstjóra sem átti frumkvæði að náminu, með því átti að gera hjúkrunarfræðinga að hæfari stjórnendum. Með mérvoru konur sem höfðu unnið stjórnunarstörf, eins og Bergljót Líndal o.fl. Við fórum tvær frá Akureyri, ég frá Kristnesi og Sonja Sveinsdóttir frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Við mættum miklum skilningi hjá yfirmönnum okkar, Bjarni Arthúrsson var þá framkvæmdastjóri á Kristnesi, síðar forstjóri Landakots og nú á skrifstofu Ríkisspítala, og Ólína Torfadóttir, hjúkrunarforstjóri á FA. Við Hulda og dóttirin Tinna vorum í skólanum þrjá daga vikunnar, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga, skiptumst á að fara sína vikuna hvor og skiptumst á glósum. Það voru greidd fyrir okkur flugfargjöld, skólagjöld og bókakostnaður." Hún bætir við að þegar hún líti til baka hafi þetta skipt miklu máli varðandi framhaldið því nú var vegurinn greiður til þess sem næst kom. Til Noregs fór hún 26 ára gömul, hafði þá unnið í eitt og hálft ár á gjörgæsludeild Borgarspítalans og verið hjúkrunarforstjóri á Kristnesi og tveggja vikna reynslu hafði hún af því að vera deildarstjóri. Hún var í fagdeild hjúkrunarstjórnenda og kynntist þar konum sem höfðu mikil áhrif á hana. „Þessar konur, sem ég var svo heppin að kynnast og voru í framvarðasveit í hjúkrunarstjórnun, svo sem Sigurlín á Borgarspítalanum, Guðrún Marteinsson á Landakoti og Rálína í heiiusgæslunni, hvöttu mig til að halda áfram að læra og ég gerði mér grein fyrir að ég þyrfti að hafa háskólapróf ef ég ætlaði að fá stöðu, það gæti komið að því að ég flytti frá Akureyri. Ég vildi ekki fara í BS-námið í háskólanum, hafði lokið grunnnámi og vildi fara í framhaldsmenntun. Við vorum tvær vinkonurnar og fundum svo framhaldsnám í Noregi í hjúkrunarvísindum, ég lagði áherslu á stjórnun og lauk cand. polyt. prófi 1989. Þetta próf er mitt á milli meistara- og doktorsprófs, en fyrir um einu og hálfu ári var öllu náminu breytt og nú Ijúka nemendur meistara- eða doktorsprófi." Hún segir að hún hafi á þessum árum verið léleg í dönsku, hafði haft lítinn áhuga að læra málið í skóla og það hafi komið henni í koll þegar út var komið. „Ég skildi næstum ekkert og þegar ég fékk nýjan kennara ákvað ég að fá vinnu við sumarafleysingar á barnaskurðdeildinni því ég varð að ná betri tökum á málinu. Það var ekki nóg að ná málinu fræðilega í skólanum, ég varð að geta talað við sjúklingana. Dagskurðdeild barna tók til starfa '85-'86, 10 árum áður en dag- skurðdeildir fullorðinna tóku til starfa. Mér var boðin hjúkrunarframkvæmda- stjórastaða þar '92 sem ég tók og gerði ráð fyrir að með þessa reynslu, prófið og starfsreynsluna myndi ég fá gott starf á íslandi." Sjúklingahótel leggja áherslu á heilbrigði Hún segist einnig hafa hugsað með sér að það væri gott fyrir íslenska heilbrigðiskerfið að fá áhrif frá Norðurlöndunum því flestir hjúkrunarfræðingar hafi farið í framhaldsnám til Bandaríkjanna og því gott að fá einnig áhrif frá heilbrigðiskerfum Norðurlandanna inn í íslenska kerfið. 1996 var Huldu svo boðin vinna við að sameina barna- og kvennadeild tveggja sjúkrahúsa, Aker og Ullevál, því það átti að byggja nýja barnadeild. Hlutverk hennar var að samræma störf verktaka, arkitekta og starfsfólks, vera milliliður þessara aðila, búa til nýtt skipurit fyrir starfsemina, undirbúa og flytja starfseminá. Þessi vinna fór fram á árunum '96-'97 og var nærri lokið þegar Hulda fór í Tímarit hjúkrunarfræöinga - 1. tbl. 82. árg. 2006 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.