Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Page 27

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Page 27
STÖÐUGT ALGENGARA AÐ KRABBAMEINSSJÚKLINGAR DEYI HEIMA Á íslandi er mikilvægt að heimahlynning standi einnig þeim til boða sem hafa fengið hjartaáfall. Það fólk vill ekki síður en þeir sem hafa greinst með krabbamein dvelja heima eins lengi og unnt er ef fjölskyldan er einnig því hlynnt. Joanne Wells talar við þá sem sinna heimahlynningu og líknarmeðferð á íslandi, á málþingi sem fram fór í haust í húsakynnum ÍSMED á Lynghálsi. þeirra geti haft áhrif á verkjalyfjameðferð í tengslum við krabbamein. Hún fjallaði einnig stuttlega um hlutverk sjúklingafræðslu í meðferð krabbameinsverkja. Samkvæmt hennar niðurstöðum reyndust viðhorf, sem geta hamlað meðferð krabbameinsverkja, vera algeng meðal íslensks almennings og voru sterkari en í sambærilegum erlendum rannsóknum. Viðhorfahindranir af þessu tagi voru minni hjá langskólagengnum, hjá einstaklingum með menntun á heilbrigðissviði og hjá einstaklingum sem höfðu sjálfir reynslu af krabbameini. Félagsráðgjafarnir Hrefna Ólafsdóttir og Nanna K. Sigurðardóttir tóku mið af allri fjölskyldunni í umfjöllun sinni um þema rannsóknarinnar, þ.e. krabbamein og líknandi meðferð. Hrefna lagði áherslu á það hvað það getur haft mikil áhrif á alla fjölskylduna þegar einhver innan hennar greinist með krabbamein og einnig að í flestum tilfellum er fjölskyldan frumumönnunaraðili þegar sjúkdómurinn er langt genginn eða þegar komið er að líknandi meðferð. Lagði hún áherslu á það að fjölskyldur takast á við ýmis áföll og erfiðleika og við hvert nýtt áfall hafa eldri áföll tilhneigingu til að gera vart við sig og við ævilok hvers ættingja þarf fjölskyldan oft að takast á við ýmislegt frá fyrri tíð auk þess að kljást við það sem er að gerast einmitt þá. Fái fjölskyldan ekki tækifæri til að eiga samræður um það sem einstaklingarnir innan hennar hafa þörf fyrir að tala um geta skapast hindranir í tengslum við umönnun þess sem ber krabbameinið. Nanna K. Sigurðardóttir félagsráðgjafi beindi athygli okkar að börnum og ungl- ingum og þeirra þörfum í tengslum við krabbamein og líknandi meðferð einhvers innan fjölskyldu þeirra. Hún benti á að þessi hópur hefði fengið litla athygli innan heilbrigðiskerfisins sem aðstandendur krabbameinsveikra. Hún benti á að þátttaka og hlutdeild í lífi fjölskyldunnar væri réttur barna sem bæri að virða. Rannsóknir benda til að þeim börnum vegnar betur á allan hátt þar sem einlægar samræður við þau hafa átt sér stað frá upphafi til enda sjúkdómsferilsins. Opin umræða skapar traust og gefur börnum þau boð að þau njóti virðingar, bæði foreldra og heilbrigðisstarfsfólks, sem virkir þátttakendur eins og þau eiga rétt á. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006 25

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.