Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Síða 30

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Síða 30
Elsa B. Friðfinnsdóttir, elsa@hjukrun.is VEL MANNAÐ VERNDAR LÍF Alþjóðasamtök hjúkrun- arfræðinga (ICN) gefa á hverju ári út tilmæli um hvaða áherslur hjúkrun- arfélög um heiminn allan skuli leggja á alþjóðadegi hjúkrunarfræðinga 12. maí. í ár mælist ICN til þess að hjúkrunarfræðingar fjalli um hjúkrunarmönnun og áhrif hennar á afdrif sjúklinga. Kjörorðið á ensku er „ safe staffing saves lives“ sem kannski má útleggja á ísl- ensku á þennan hátt: „Vel mannað verndar líf.“ Þetta er sannarlega verðugt og í raun margþætt umfjöllunarefni. Síðustu ár og jafnvel áratugi hefur sú þróun orðið hér á landi eins og víðast í hinum vestræna heimi að legutími sjúklingaá sjúkradeildum hefur styst, vandamál sjúklinganna eru alvarlegri og margþættari (bráðleikinn hefur aukist) og þetta kallar á meiri og sér- hæfðari mannafla við hjúkrunina. Fjölgun aldraðra hér á landi hefur einnig mikil áhrif á mannaflaþörfina því með hækkandi aldri eykst alla jafna þörf einstaklinganna fyrir sérhæfða heilbrigðisþjónustu. Fjöldi rannsókna þekktra vísindamanna hefur á undanförnum árum sýnt óyggjandi að fjöldi hjúkrunarfræðinga hefur úrslitaáhrif á afdrif skjólstæðinga hjúkrunar. Rannsóknirnar sýna að hætta á mistökum í starfi og jafnvel ótímabæru andláti sjúklings eykst í hlutfalli við fjölda sjúklinga á bráðadeildum sem hver hjúkrunarfræðingur ber ábyrgð á. Rannsóknir dr. Lindu Aiken og félaga hafa t.d. sýnt að hætta á ótímabæru dauðsfalli eykst um 7% hjá hverjum sjúklingi sem er umfram fjóra á hvern hjúkrunarfræðing. Félög hjúkrunarfræðinga víða um heim vinna nú að því að setja fram staðla eða viðmið um öryggi sjúklinga og öryggi hjúkrunarfræðinga, þ.e. á hve mörgum sjúklingum hver hjúkrunarfræðingur getur borið ábyrgð á hverjum tíma þannig að öryggis sjúklingsins sé gætt. Mörg lönd og einstök fylki Bandaríkjanna hafa nú þegar bundið slíkar viðmiðanir í lög. í Ástralíu er t.d miðað við að hver hjúkrunarfræðingur geti borið ábyrgð á hjúkrun fjögurra sjúklinga á bráðaskurð- og lyflækningadeildum. í Kaliforníu er kveðið á um það í lögum að á slíkum deildum skuli hlutfallið vera 5:1. Þar segja lögin að á barnadeildum skuli hlutfallið vera 4:1 og á geðdeildum 6:1, svo dæmi séu tekin. Hér á landi hafa ekki verið settir fram slíkir staðlar nema hvað varðar hjúkrunarmönnun á öldrunarstofnunum. Sá staðall var settur fram af starfshópi landlæknis en heilbrigðisráðherra hefur því miður ekki staðfest staðalinn né heldur hefur hann verið nýttur til áð ákvarða fjárveitingar til öldrunarstofnana. Síðastliðið ár hefur starfshópur á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga unnið að því að setja fram slíka viðmiðun um fjölda sjúklinga á hvern hjúkrunarfræðing hér á landi, á mismunandi deildum og í mismunandi þjónustu. Niðurstöður hópsins voru kynntar á félagsráðsfundi 17. febrúar sl. og verðar kynntar hið fyrsta hér í tímaritinu. Lengi vel var mönnun nær eingöngu mæld í fjölda hjúkrunarfræðinga en nú er einnig horft til þátta eins og vinnuálags, vinnuumhverfis, bráðleika, færni hjúkrunarfræðinganna, samsetningu vinnuaflsins o.fl. Niðurstöður rann- sóknanna gefa þó ótvírætt til kynna að næg og rétt samsett mönnun eykur öryggi sjúklinga, dregur úr aukaverkunum aðgerða og lækkar dánartíðni. Svo aftur sé vísað til Kaliforníu þá hefur hjúkrunarfélagið þar sett fram rökstudda fullyrðingu um að næg hjúkrunarmönnun leiði til verulegs sparnaðar: útgjöld einstaklinga, fjölskyldna og samfélagsins minnka en tekjur samfélagsins aukast aftur á móti því fleiri koma fyrr til baka út á vinnumarkaðinn og skila sköttum í ríkiskassann. Þessa fullyrðingu rökstyður hjúkrunarfélag Kaliforníu ekki síst með því að þar sem er næg mönnun þar 28 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.