Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Page 31
haldist hjúkrunarfræðingar frekar í starfi,
starfsmannaveltan verði harla lítil og
litlum fjármunum þurfi að eyða í að laða
að hjúkrunarfræðinga og þjálfa þá.
Evrópusamtök hjúkrunarfræðinga
(EFN) samþykktu fyrir um tveimur
árum yfirlýsingu um öryggi sjúklinga. í
yfirlýsingunni er lögð áhersla á að til að
tryggja öryggi sjúklinga þurfi að skapa
ákveðin vinnubrögð þar sem allir aðilar
kerfisins séu ætíð meðvitaðir um hvar,
hvenær og hvernig mistök eða atvik eiga
sér stað. Til að skapa slíka vinnubrögð
þurfa sjúklingar, aðstandendur þeirra,
heilbrigðisstarfsmenn og stjórnendur að
vinna saman að þekkingarsköpun og
starfsháttum er miða að því að koma í
veg fyrir mistök og óheppileg atvik.
Lögð er áhersla á: upplýsingasöfnun og
rannsóknir; miðlun upplýsinga milli landa;
að reka áróður fyrir lagasetningu er lýtur
að öryggi sjúklinga; að litið sé svo á að
ábyrgðin á mistökum og/eða óheppilegum
atvikum sé kerfislæg, að stjórnendur
stofnana og ráðuneyta axli ábyrgð; að
öryggi sjúklinga sé grundvallaratriþi í
allri gæðastýringu og í allri umönnun
og meðferð sjúklinga; að lyfjaumbúðir
verði bættar og staðlaðar; að umfjöllun
um öryggi sjúklínga sé lykilatriði í námi
heilbrigðisstétta; og að heilbrigðisstéttir
starfi saman að þekkingarsköpun,
rannsóknum og úrbótum á þessu sviði.
Hjúkrunarfræðingar hafa lengi (og kannski
alla tíð) vitað að „vel mannað verndar líf“,
að hjúkrunarfræðingar eru þungamiðjan
í umönnun og velferð skjólstæðinganna.
Umræður um allan heim, á þessum
hátíðisdegi hjúkrunarfræðinga sem
12. maí er, vekja hins vegar einstaka
athygli á mikilvægi þekkingar og starfa
hjúkrunarfræðinga.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga mun
ekki aðeins ræða mannauð í hjúkrun og
öryggi sjúklinga 12. maí heldur mun starf
félagsins allt árið 2006 helgast af þessu
mikilvæga efni.
Elsa B. Friðfinnsdóttir,
eisa@hjukrun.is
m
z:
D
>
CD
Hagstofan og villandi upplýsingar XI
um heilbrigðiskostnað
eftir Ólaf Ólafsson
í frétt frá Hagstofu íslands (fréttir í nóv.
2003) kemur eftirfarandi fram: „Vert
er að geta þess að samanburður á
útgjöldum íslands til heilbrigðismála
við önnur aðildarríki OECD er erfiður,
þar sem aðildarríkin styðjast sum
við ólíka staðla og uppgjörsaðferðir.
Útgjöld til heilbrigðismála hafa verið
gerð eftir þjóðhagsreikningastöðlum á
Hagstofu íslands, en í ársbyrjun 2004
var tekin sú ákvörðun á Hagstofunni
að innleiða nýtt flokkunarkerfi
OECD/System, þ.e. SHA kerfi.“ Um
þetta var deilt fyrir tveimur árum.
Hagstofan taldi tölur OECD réttar
en undirritaður hélt því fram að
tölur frá íslandi um kostnað væru
ekki sambærilegar við OECD-tölur,
aðallega vegna þess að kostnaður
við hjúkrunarheimili á íslandi félli að
verulegu leyti undir heilbrigðismál
en í allflestum OECD-löndum undir
félagsmál. Til stuðnings þessu vitnaði
undirritaður í álit tveggja hagfræðinga
frá OECD 1994 (Notes on Data
Comparability in Health Expenditure
and Finance Data OECD, Data 2003,
Paris) en þar kom fram að vegna
flokkunar hjúkrunarmála á íslandi
undir heilbrigðiskostnað hækkaði
kostnaðurinn um allt að 0,9% sem
greiðsluhlutfall heilbrigðisútgjalda af
vergri landsframleiðslu í samanburði
nr
T|
við önnur OECD-lönd. Gott er
að Hagstofan hefur leiðrétt fyrri
skoðanir stofnunarinnar. Samkvæmt
framansögðu ætti kostnaður íslands
vegna heilbrigðisþjónustu að vera
um 9,5% af vergri landsframleiðslu
en það er svipað og kostnaður
Dana en ekki 10,4% eins og talið
er í OECD-tölum 2003. Ef haft er
í huga að íslendingar eru tæplega
300.000 en eru sjálfbjarga með
örfáum undantekningum varðandi
heilbrigðisþjónustu þá er vart hægt að
tala um sóun fjármuna eins og heyra
má hjá sumum stjórnmálamönnum á
stundum.
Engin 300.000 manna þjóð hefur
afrekað slíkt. Verst er að fjárlaganefnd
Alþingis kynnir sér ekki málið.
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006
2S