Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Síða 39

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Síða 39
TENGILIÐUR HJÚKRUNARSTÉTTARINNAR - TÍMARIT í 80 ÁR Á hátíðarfundi, sem haldin var 25. nóvember 2005 á Grand hóteli, auglýsti Margrét Guðmundsdóttir, sagnfræðingur eftir glötuðu tölublaði tímaritsins frá árinu 1926. Einn fundargesta átti þetta sjaldgæfa eintak. í útgáfusögu íslendinga því þá var hleypt af stokkunum þremur ritum sem áttu öll eftir aö berjast fyrir pólitískum réttindum kvenna. Fyrst skal nefna Ársrit Hins íslenska kvenfélags sem kom út í Reykjavík 1895-1899 undir ritstjórn Ólafíu Jóhannsdóttur. Framsókn var hins vegar mánaðarrit sem gefið var út á Seyðisfirði 1895-1899 en í Reykjavík 1899-1901. Kvennablað Bríetar Bjarnhéðinsdóttur varð langlífast en það kom út í höfuðstaðnum á árunum 1895-1919. Tveimur árum áður en Bríet neyddist til að hætta útgáfunni bættust tvö rit í flóru kvennablaða á íslandi. Annað, sem svaraði einkum þörfum húsmæðra, var Hlín. Ársrit Sambandsfélags norðlenskra kvenna sem kom út á Akureyri á árunum 1917-1961 undir ritstjórn Halldóru Bjarnadóttur. Hitt var mánaðarritið 19. júní sem var fyrst og fremst helgað baráttunni fyrir byggingu landspítala. Inga Lára Lárusdóttir ritstýrði tímaritinu sem kom út í Reykjavík á árunum 1917- 1929. Allar þessarfyrstu íslensku ritstýrur höfðu hlotið nokkra menntun sem var auðvitað ein helsta forsenda útgáfu- og ritstarfa. Árið 1925 voru aðeins 45 ár liðin frá því íslendingar voru skyldaðir með lögum til að kenna öllum börnum, bæði stúlkum og drengjum, að skrifa og reikna (Erla Hulda Halldórsdóttir og Guðrún Dís Jónatansdóttir, 1998). Fyrir þann tíma var svolítil lestrarkunnátta iðulega talin fullnægjandi fyrir telpur. Á þriðja áratug 20. aldar voru enn konur hér á landi sem aldrei höfðu lært að draga til stafs. Ein þeirra starfaði sem vökukona á Farsóttahúsinu í Reykjavík vorið 1922. Þegar sjálfur borgarstjórinn Knud Zimsen vildi fá hana til að undirrita yfirlýsingu kom í Ijós að vökukonan kunni ekki að skrifa nafnið sitt (Bs.R A3150). Félag íslenskra hjúkrunarkvenna hafði starfað í rúm fimm ár þegar félagskonur fóru að ræða um möguleikana á því að gefa út tímarit. Frumkvæðið hafði Guðný Jónsdóttir.skólahjúkrunarkonaíReykjavík, en hugmyndin féll í góðan jarðveg (Sigríður Eiríksdóttir, 1965). í félaginu voru þá 21 hjúkrunarkona og 12 aukafélagar eða nemar. í lok apríl 1925 var Guðnýju falið að ritstýra væntanlegu riti og velja sér tvo samstarfsmenn í ritnefnd. Hún kaus sér stjórnarkonur til halds og traust; þær Sigríði Eiríksdóttur, formann félagsins, og Kristjönu Guðmundsdóttur, ritara þess (FÍH AA/1, fgb. 1919-1929, fundir 12. mars og 24. apríl 1925). Fyrsta tölublaðið var fjölritað og kom út í júní 1925. Leiðari blaðsins, þar sem ritstjórnarstefnan var mótuð, var ekki höfundarmerktur en að sögn Sigríðar formanns hélt Guðný um pennann (Sigríður Eiríksdóttir, 1965). Tímaritið átti að vera tæki til að koma helstu baráttumálum félagsins á framfæri og vettvangur fyrir skoðanaskipti milli hjúkrunarkvenna um hugðarefni þeirra. Ritnefndin hafði einnig í hyggju að birta þýddar greinar úr erlendum tímaritum og flytja fréttir „af helstu merkisatburðum á sviði hjúkrunar." Ritið var fyrst og fremst ætlað hjúkrunarkonum en ritstjórinn gerði sér vonir um að einstaka „úrvals greinar" yrðu einnig birtar í dagblöðum. „Það verður ef til vill ekki oft fyrsta kastið," skrifar Guðný í leiðaranum, „það fer eftir því hve verðmætt það er sem við höfum að leggja fram." Ritstjórinn gerði sér bersýnilega ekki miklar vonir um ritleikni hjúkrunarkvenna en kvaðst stefna að því að málgagn stéttarinnar yrði prentað (Tímarit FÍH, 1925). Guðný Jónsdóttir hafði metnaðarfullar hugmyndir um tímarit félagsins og lagði fljótlega til að blaðið yrði ekki fjölritað heldur prentað. Stjórnarkonur ákváðu að leggja tillögu ritstjórans fyrir félagsfund. (FÍH AB/1, fgb. stjórnar 1922-1938, fundur 24. nóvember 1925). Guðný kynnti hugmyndina fyrir félagskonum í byrjun desember en fresta varð frekari umræðum og ákvörðun því liðið var á fundartímann. Henni var hins vegar. falið að sjá um útgáfu á næsta tölublaði (FÍH AA/1, fgb. 1919-1929, fundur 2. desember 1925). Ritstjórinn komst innan skamms að þeirri niðurstöðu að tímaritinu væri skorinn of þröngur stakkur. Hjúkrunarstéttin þyrfti að vera í lifandi sambandi við þjóðina, ekki eingöngu til að sinna nauðsynlegri fræðslu heldur til að efla skilníng íslendinga á málefnum stéttarinnar og afla félaginu tekna. Guðný vildi að félagið gæfi út tímarit fyrir almenning um heilsuverndarmál en ekki fagrit fyrir félagskonur. Hún taldi það ekki aðeins skyldu hjúkrunarkvenna að miðla þekkingu á þessu sviði heldur mikilvæga forsendu fyrir vexti og virðingu stéttarinnar. „Á trú almennings á það að við höfum einhverju að miðla byggist öll framtíð okkar mála," fullyrti ritstjórinn. í ársbyrjun 1926 gaf Guðný út nýtt tölublað án samráðs við samstarfskonur sínar eftir árekstra í ritnefndinni. Þar Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006 37

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.