Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Síða 40
gerir hún grein fyrir ofannefndum
hugmyndum og segir stéttarsystrum
sínum hressilega til syndanna, ekki síst
Sigríði Eiríksdóttur, formanni félagsins.
Samvinna þeirra Sigríðar var „ómöguleg"
að sögn ritstjórans sem bar sig illa
undan „óþolandi rekistefnu, afskiftasemi
og snuddi" formannsins. Guðný kvaðst
aldrei hafa orðið vör við mikinn félags-
legan þroska meðal félagskvenna en
sakaði þær um þröngsýni, hroka og
uppskafningshátt. Ritstjórinn lét ekki þar
við sitja heldur vændi Sigrfði formann um
hræsni og „oddborgaralegan" hégóma í
eftirsókn eftir „auðvirðilegum vegtyllum"
(Guðný Jónsdóttir, 1926).
Reiðilestur ritstjórans kom eins og
köld vatnsgusa yfir félagskonur. Stjórn
félagsins taldi blaðið ekki aðeins ólöglegt
heldur fullyrtu stjórnarkonur að Guðný
héldi þar ýmsum ósannindum á lofti.
Eftir nokkrar umræður var ákveðið að
vísa fyrsta ritstjóra tímaritsins úr Félagi
fslenskra hjúkrunarkvenna (FÍH AB/1,
fgb. stjórnar 1922-1938, fundur 7. janúar
1926). Þetta sögulega tölublað er hvorki
varðveitt á Landsbókasafni íslands né
hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga. Á
hátíðarfundi sem haldinn var 25. nóvember
síðastliðinn í tilefni af því að 80 ár voru
liðin frá þvf að tímarit félagsins hóf göngu
sína, var lýst eftir glataða eintakinu. Einn
fundargestur átti umrætt tölublaðið og
afhenti skömmu síðar hjúkrunarfræðideild
Háskóla íslands til eignar innbundið eintak
af tímaritinu allt til ársins 1992. Gjöfin
hefur reynst undirritaðri ómetanleg hjálp
við samningu greinarinnar.
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarkvenna
virðist hafa innkallað tölublaðið því tíma-
ritið var endurfjölritað án skammaræðu
Guðnýjar. Sigríður Eiríksdóttir bað Jónu
Guðmundsdóttur, yfirhjúkrunarkonu á ísa-
firði, að endursenda blaðið. Jóna brást
vel við þeirri beiðni og sagði:
það var nú ekki sent til mín, heldur
var það sent til Vilmundar [Jónssonar
yfirlæknis] og hann beðinn að koma
því til skila, honum finnst þetta afar
ósvífið af Guðnýju, og sama segi ég.
Ég skil ekkert í þessu smekkleysi hjá
manneskjunni. Það hryggir mig stórlega
að þetta skuli þurfa að ganga svona til,
því hvers getum við vænst af almenningi
þegar hver höndin er upp á móti annarri
í okkar litla félagsskap. Mér finnst að við
þurfum að setja alit inná að vinna traust
hjá fólki með verkum okkar og framkomu
(FÍH B/1 1, bréf Jónu Guðmundsdóttur,
dags. 5. febrúar 1926).
Viðbrögð Jónu varpa nokkru Ijósi á
viðhorf almennra félagskvenna en málið
vakti einnig athygli utan raða stéttarinnar. •
Steingrímur Matthíasson Jochumssonar,
héraðslæknir á Akureyri, minnist lítillega
á heftið í bréfi til Sigríðar Eiríksdóttur
formanns og segir:
Ég vil gjarnan gjörast áskrifandi að
tímariti félags yðar, en ég vil vona að
leiðararnir verði framvegis uppbyggilegri
en þessi ógeðslega gallspýja sem starfs-
systir yðar flekkaði pappírinn með í
síðasta tölublaði. (FÍH B/1 1, bréf Stein-
gríms Matthíassonar, dags. 3. febrúar
1926).
Steingrímur kunni að beita stílvopninu
eins og hann átti kyn til og sparaði ekki
lýsingarorðin.
Stjórnarkonur töldu að ritstjórinn væri
ábyrgur fyrir útgáfukostnaði blaðsins enda
væri það bæði „ólögmætt og ósamboðið
félaginu". Guðný neitaði að greiða og stefndi
Félagi íslenskra hjúkrunarkvenna (FÍH AB/1,
fgb. stjórnar 1922-1928, fundur 29. apn'l
1926). Eftir árangurslausar sáttatilraunir
var málinu vísað til dómstóla þann 20.
apríl 1926. (ÞÍ Sáttabók Reykjavíkur 1924-
1928, 20. apríl 1926). Níu dögum síðar
boðaði stjórn félagsins ritstjórann til fundar
ásamt þeim Christophine Bjarnhéðinsson
og Guðbjörgu Árnadóttur. Þar voru lagðar
fram tvær tillögur til að höggva á hnútinn.
í fyrsta lagi að Guðný greiddi fyrir útgáfu
blaðsins og málið félli þar með niður en
í öðru lagi að fundarkonur reiddu fram
útgáfukostnaðinn og ritstjórinn segði sig úr
félaginu. Guðný hafnaði báðum tillögunum,
kvaðst láta málið ganga fyrir dóm og gekk
síðan af fundi. Fundarkonur, sem eftirsátu,
töldu að þær væru „neyddar til að láta
málíð hafa sinn gang“ og vísa ritstjóranum
úr félaginu (FÍH AB/1, fgb. stjórnar 1922-
1938, fundur 29. apríl 1926).
í ársbyrjun 1926 tók ný ritnefnd til
starfa. Kristjana Guðmundsdóttir var
kjörin ritstjóri en samstarfskonur hennar
voru þær Sigríður formaður og Vilborg
Stefánsdóttir (FÍH AA/1, fgb. 1919-1929,
fundur 29. janúar 1926). Kristjana ávarpaði
félagskonur í fyrsta tölublaðinu sem hún
ritstýrði og sagði þá meðal annars:
Með þessu tölublaði byrjar nýr þáttur
í sögu tímaritsins okkar. Stutt er síðan
blaðið hóf göngu sína og ennþá er
það lítið og fátæklegt. En von mín
er sú, að við með tímanum munum
sigrast á örðugleikunum og getum látið
það koma í veglegra formi. Allt er
smátt í byrjun, en með þrautseigju og
þolinmæði ættum við að geta þokað
því áfram. Okkur á að þykja vænt um
blaðið okkar, það er boðberi okkar á
milli og ræðir öll þau málefni, sem eru
sameiginleg áhugamál okkar og okkur
varðar mestu. Þegar fram líða stundir
á blaðið að vera þannig úr garði gert,
að hver og ein hjúkrunarkona á að þrá
útkomu þess, ekki síst þær sem eru
út um land og úti um sveitir. Þær eiga
erfiðasta aðstöðu, - margar af þeim
oft einasta hjúkrunarkonan á margra
mílna svæði. Það eru þær sem þarfnast
uppörvunar til að missa ekki hugsjónir
sínar í sínu erfiða starfi. ... Ennþá erum
við svo fáar. Þess vegna er það svo
nauðsynlegt að við stöndum saman og
styðjum hver aðra. Þrátt fyrir það að
ýmsar torfærur kunni að verða á vegi
okkar, megum við ekki leggja árar í bát,
heldur rísa upp, draga fána hugsjóna
okkar að hún og halda áfram.
Við hjúkrunarkonur, sem höfum valið
okkur að lífsstarfi að líkna og liðsinna
sjúkum, ættum ekki að þurfa að kvarta
undan sundrung í félagsskap okkar,
heldur standa allar sem einn maður
(Kristjana Guðmundsdóttir, 1926).
Kristjana beindi síðustu orðum sínum
að Guðnýju Jónsdóttur þótt ritstjórinn
fyrrverandi væri hvergi nefndur á nafn.
Forystukonur hjúkrunarkvenna lögðu
áherslu á samstöðu og einingu innan
félagsins. Hjúkrunarstéttin var að vinna sér
fótfestu meðal þjóðarinnar og deilur fyrir
opnum tjöldum voru fordæmdar af forystu
félagsins. Stéttarsystur Guðnýjar mættu
metnaðarfullum hugmyndum hennar um
útgáfu á tímariti um heilsuverndarmál
fyrir almennig með gætni. Félagskonur
voru örfáar og stóðu ekki undir miklum
38
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006