Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Page 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Page 41
TENGILIÐUR HJÚKRUNARSTÉTTARINNAR - TÍMARIT í 80 ÁR útgáfukostnaði. Fjölritað fagrit var að mati þeirra flestra betri kostur í byrjun. Guðný ritstjóri var skapríkur eldhugi og átti greinilega erfitt með að takast á við varfærni samstarfsmanna sinna. Ekkert varð af boðuðum málaferlum eins og allt virtist stefna í vorið 1926. Guðný hætti hjúkrunarstörfum skömmu síðar enda var hún nýgift og átti von á sínu fyrsta barni. Fullar sættir tókust með deiluaðilum þótt ekki sé Ijóst hvenær sáttargerðin var handsöluð en hitt er Ijóst að Guðný hóf vinnu við hjúkrun að nýju árið 1942 og gekk aftur í félagið. Signður Eiríksdóttir hrósaði sérstaklega hugkvæmni hennarog ritfærni og harmaði síðar hve fljótt Guðný hvarf úr ritstjórninni (Sigríður Eiríksdóttir, 1965). Tímarit félagsins var fjölritað allt fram til ársins 1936 en þá rættist loks draumsýn fyrsta ritstjórans sem vildi að blaðið væri prentað. Á vormánuðum 1927 fjárfesti Félag íslenskra hjúkrunarkvenna í Remington- ritvél sem kostaði 250 krónur. Til samanburðar má geta þess að sama ár var útgáfukostnaður vegna tímaritsins aðeins 144 krónur (FÍH FA/2, dagbók 1925-1934). Ritvélin hefur eflaust kallað á fastan áslátt, að minnsta kosti í samanburði við tölvuborðin í dag en hún kom í góðar þarfir við útgáfu tímaritsins. Sigríður Eiríksdóttir rifjaði síðar upp vinnuaðstæður ritnefndarinnar í upphafi: Blaðið var sett upp og vélritað heima hjá mér fyrstu árin. Var þá borðstofuborðið „kontorinn" þar sem allt flaut af blöðum og bókum þar til bunkað var upp á kvöldin, en þetta þótti heldur ósjarmerandi og óvenjulegt á þessum tíma (Tímarit Hjúkrunarfélags íslands, 1975). Allt fram á áttunda áratuginn var tímaritið aðallega unnið á heimilum nefndarkvenna (Tímarit hjúkrunarfélags íslands, 1989) sem breyttust að jafnaði ársfjórðungslega í ritstjórnarskrifstofur, eflaust með álíka bóka- og pappírsflóði og Sigríður lýsti svo skemmtilega. Á undangengnum 80 árum hafa ríflega 140 hjúkrunarkonur og hjúkrunarfræð- ingar verið í ritnefnd tímaritsins (Margrét Guðmundsdóttir. Saga hjúkrunar á íslandi). Fyrstu árin voru mikil og bein tengsl milli stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarkvenna og ritstjórnar. Sigríður Eiríksdóttir, formaður félagsins, var til að mynda í ritstjórn fyrstu sjö árin. Hún ákvað hins vegar að draga sig í hlé á kreppuárunum því hún taldi „heppilegra" að blaðið væri „óháð stjórninni", eins og hún sagði sjálf (FÍH AA/2, fgb. 1930- 1939, fundur 20. október 1932). Konur voru einráðar í nefndinni alla 20. öldina. Fyrsti karlmaðurinn var kjörinn í ritnefnd árið 2002 en þá sem varamaður (Ásgeir Valur Snorrason). Mannaskipti voru á stundum fremur tíð en ekki er Ijóst hvort meðvituð stefna eða óhóflegt vinnuálag hefur ráðið meiru þar um. Enn sem komið er hefur enginn varið jafnmörgum árum í þágu tímaritsins og Ingibjörg Árnadóttir. Hún var ráðin ritstjóri í janúar 1970 og starfaði nær óslitið fram í ársbyrjun 1990 (Tímarit hjúkrunarfélags íslands, 1989). Tímaritið var löngum borið uppi af sjálfboðavinnu hjúkrunarkvenna og hjúkrunarfræðinga. Árið 1970 var í fyrsta sinn ákveðið að greiða ritstjóra dálitla þóknun eða öllu heldur táknrænt framlag. Ári síðar var ritstjóri hins vegar ráðinn í hálfa stöðu og 1977 var starfshlutfall hans aukið upp í 75% og hefur lengst af verið það síðan („Ársskýrsla 1971“, 1972, og „Ársskýrsla 1977“, 1978). Tímaritið var ekki aðeins málgagn heldur mikilvægasti og raunar eini tengiliður milli hjúkrunarkvenna hér á landi á bernskuskeiði hjúkrunarstéttarinnar. Þar birtust greinar um hjúkrun, menntamál, kjarabaráttu, erlenda samvinnu, félags- mál, auglýsingar um lausar stöður og styrki til framhaldsnáms, fréttir um nýjungar í faginu, trúlofanir og giftingar félagskvenna svo fátt eitt sé talið. Ritið er þannig ómetanleg heimild um sögu og þróun hjúkrunar á íslandi síðastliðin 80 ár. Það er hins vegar ekki hægt að byggja á tímaritinu einu þegar sagan er annars vegar. Einstök tölublöð hafa verið vandfundin allt fram á þennan dag og annað efni hefur aldrei ratað á síður blaðsins. Tímaritið hefur stuðlað að því að raddir hjúkrunarkvenna og hjúkrunarfræðinga hafa fengið að hljóma á síðum blaðsins í 80 ár. Hjúkrunarstéttin hefur vissulega aðgang að mun fleiri og öflugri miðlum fyrir hugmyndir sínar en á þriðja áratug liðinnar aldar. Ritið er engu að síður áhrifarík leið til vandaðra skoðanaskipta og einn mikilvægasti tengiliður milli hjúkrunarfræðinga sem fyrr. MargrétGuðmundsdóttirersagnfræðingur og vinnur nú við að rita sögu hjúkrunar á íslandi. Heimildaskrá: Ársskýrsla Hjúkrunarfélags íslands 1971 (1972). Timarit Hjúkrunarfélags islands 48(3) 102-114. Ársskýrsla Hjúkrunarfélags íslands 1977 (1978). Hjúkrun. Tímarit Hjúkrunarfélags Islands 52(2) 21-36. Borgarskjalasafn Reykjavíkur (Bs.R). Aðfnr. 3150, Farsóttarhúsið. Erla Hulda Halldórsdóttir og Guðrún Dís Jónatansdóttir (rítstj.)(1998). Ártöl og áfangar í sögu íslenskra kvenna. Reykjavík: Kvennasögusafn fslands. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, skjalasafn (FÍH): AA/1 Fundargerðabók stjórnar-, aðal- og félagsfunda 1919 til 8. nóvember 1929. AA/2 Fundargerðabók aðal- og félagsfunda 9. janúar 1930 til 11. apríl 1939. AB/1 Fundargerðabók stjórnar 9. október 1922 til 13. desember 1938. B/1 1 Bréfaskipti 1922-1928. FA/2 Rekstrarreikningur 1921-1924 og dag- bók 1925-1934. Guðný Jónsdóttir (1926). Ágreíníngur. Tímarit Félags íslenskra hjúkrunarkvenna 2(2) 1-2. Hervör Hólmjárn (1981). Skrá yfir efni Tímarits Hjúkrunarfélags íslands 1922-1979. Reykjavík: Hjúkrunarfélag íslands. Hjúkrun. Tímarit Hjúkrunarfélags íslands. Jjóhanna] Fjriðriksdóttir] (1938). Félagsstarfsemi Ijósmæðra. Ljósmæðrablaðið 16(5) 49-53. Kristjana Guðmundsdóttir (1926). Tímamót. Tímarit Félags íslenskra hjúkrunarkvenna 2(1)1. Litið um öxl eftir 20 ára ritstjórnarstarf. Rætt við Ingibjörgu Árnadóttur (1989). Hjúkrun. Tímarit Hjúkrunarfélags íslands 65(4) 78-83. Magnús Ólafssson (1965). Læknablaðsannáll. Læknablaðið 50(1) 9-12. Margrét Guðmundsdóttir. Saga hjúkrunar á íslandi. Handrit. Sigríður Eiríksdóttir (1975). Tímarit Hjúkrunarfélags (slands 40 ára. Tímarit Hjúkrunarfélags islands 41(3) 62-65. SigríðurTh. Erlendsdóttir (1993). Veröld sem ég vil. Saga Kvenréttindafélags islands 1907- 1992. Reykjavík: Kvenréttindafélag íslands. Tímarit Hjúkrunarfélags (slands 50 ára. Stutt spjall við Sigríði Eiríksdóttur (1975). Tímarit Hjúkrunarfélags islands 51(2-3) 42-43. Timarit Félags íslenskra hjúkrunarkvenna. Timarit Hjúkrunarfélags íslands. Þjóðskjalasafn íslands (Þl): Sáttabók Reykjavíkur 1924-1928, VIII A/14, 20. apríl 1926). Þuríður Bárðardóttir (1939). Þættir úr starfssögu Ljósmæðrafélags íslands. Ljósmæðrablaðið 77(4)37-42. Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006 39

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.