Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Qupperneq 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Qupperneq 42
Dr. Páll Biering, lektor í geðhjúkrun við HÍ og verkefnisstjóri á geðsviði LSH, pb@hi.is Linda Kristmundsóttir, deildarstjóri á geðsviði LSH Helga Jörgensdóttir, deildarstjóri á geðsviði LSH Þorsteinn Jónsson, meistaranemi í hjúkrun við Hl’ REYNSLA FORELDRA AF ÞVÍ AÐ EIGA BÖRN Á LEGUDEILDUM BARNA- OG UNGLINGAGEÐDEILDAR Útdráttur Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna reynslu foreldra af því að eiga börn á legudeildum barna- og unglingageðdeildar Landspítala-hjáskólasjúkrahúss og bæta við þann þekkingargrunn sem gæti stuðlað að bættri þjónustu deildanna. Aðferðafræði rannsóknarinnar er túlkandi fyrirbærafræði og stuðst er við fræðilega (theoretíska) úrtaksgerð. Tekin voru viðtöl við fimmtán foreldra. Við greiningu rannsóknargagnanna komu fram eftirfarandi stef sem lýsa reynslu foreldranna:. (1) Stefið mannleg tengsl lýsir mikilvægi alúðlegs viðmóts starfsfólks í garð foreldra þegar þeir fara í gegnum þessa erfiðu reynslu. (2) Stefið leiðsögumenn endurspeglar þörf foreldranna fyrir að geta reitt sig á ákveðinn starfsmann eða meðferðaraðila um leiðsögn á því erfiða ferðalagi sem hefst þegar barn eða unglingur leggst inn á geðdeild. (3) Sérfræðingsvaldið lýsir þeirri reynslu þegarforeldrum finnst fagfólk í krafti sérfræðiþekkingar sinnar taka af þeim ráðin. (4) Greiningarfæribandið og takmörkuð þjónusta lýsir því hvernig stofnunin getur greint vandamál og meðhöndlað í einhverjum mæli en er ekki jafnfær um að sinna fjölbreyttum þörfum skjólstæðinganna. í túlkun niðurstaðna eru settar fram tillögur um bætta geðheilbrigðisþjónustu við börn, unglinga og fjölskyldur þeirra. Einnig er leitast við að setja niðurstöðurnar í fræðilegt samhengi. Lykilorð: Barna- og unglinga geðhjúkrun, sjúklingaánægja, fjölskylduhjúkrun, geðheilbrigðisþjónusta, börn, unglingar, foreldrar Abstract The study explored experiences of parents whose children received inpatient care at the Child and Adolescent Psychiatric Ward of the lcelandic University and State Hospital. Its purpose was to develop knowledge that can be used to improve care. The research method was hermeneutical phenomenology. Research data was gathered by interviewing fifteen parents. The Following themes, which illuminate the parents’ experience, emerged from the interpretation of the data. (1) Human touch; which demonstrates how important it is that staff relate to parents in a caring and responsive manner. (2) Guidance; describes the parents’ need to be able to rely on a designated case manager to guide them through their difficult journey. (3) Authoritarian professionals; reflects situation when parents experience that health care professionals, in power of their expertise, exclude them from decision making regarding the welfare of their children (4) Finally, the diagnoses assembly-line and limited services refers theme refers to the way in which the psychiatric institution is able to produce diagnoses and assessments, but has limited means to treat the problems labeled and described by the diagnoses and assessments. In the interpretation of these themes proposals are made of how to improve psychiatric care for children and their families and the findings of the study are put in a theoretical perspective. Keywords: Child and adolescent psychiatric nursing, patient satisfaction, family nursing, mental health services, child, adolescent, parents Reynsla foreldra af því að eiga börn á legudeildum barna- og unglingageðdeildar Hugtakið sjúklingaánægja (patient satisfaction) vísar til þess hvernig sjúklingar meta þá heilbrigðisþjónustu sem sjúkrastofnanir veita. Hugtakið nær bæði yfir ánægju og óánægju sjúklinga og vegna aukinna áhrifa notenda heilbrigðisþjónustunnar hefur það öðlast viðurkenndan sess sem mikilvægur gæðavísir í hjúkrun. Það fræðilega starf, sem unnið hefur verið til að skýra hugtakið, hefur að mestu leyti byggst á rannsóknum á hand- og lyflækningadeildum en lítill gaumur hefur verið gefinn að sjúklingaánægju geðsjúklinga og aðstandenda þeirra. Á það hefur þó verið bent að það sé jafnvel enn brýnna að taka tillit til sjónarmiða notenda geð- heilbrigðisþjónustunnar en annarra notenda heilbrigðiskerfisins sökum þess að bág félagsleg staða geðsjúklinga geti hamlað þeim að berjast fyrir bættri þjónustu (Noble o.fl., 2001). Mikilvægi þess að hlusta á rödd sjúklinga og aðstandenda á þann hátt, sem leitast er við í þessari rannsókn, verður enn augljósara þegar haft er í huga að rannsóknir benda til þess að mat notenda á geðheilbrigðisþjónustunni sé oft annað en mat fagfólksins sem veitir hana (Shipley o.fl., 2000; Wallace o.fl., 1999). Þetta kom skýrt fram í spurníngalistakönnun sem gerð var árið 2002 á viðhorfum foreldra barna sem legið höfðu á legudeildum barna- og unglingageðdeildar (Þáll Biering o.fl., 2003). Gagna í könnuninni var aflað með símaviðtölum en margir viðmælendur höfðu mikla þörf fyrir að greina frá reynslu sinni - reynslu sem spurningar spurningalistans náðu ekki til. Tilgangur þessarar rannsóknar er því tvíþættur. í fyrsta lagi að kanna reynslu foreldra af því að eiga börn á legudeildum barna- og unglingageðdeildar (BUGL) og meta hvaða þætti foreldrarnir 40 Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.