Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Page 52
Tafla 2. Helstu kostir og gallar námskeiösins?
Helstu kostir námskeiðsins: Fjöldi
Að geta unnið þegar manni hentar 12
Að öðlast aukna þekkingu og færni sem nýtist í starfi 11
Efni námskeiðsins er markvisst, hvetjandi og skemmtilegt 4
Opnar umræður á netinu við aðra hjúkrunarfræðinga
eru áhugaverðar 3
Netnámskeið er spennandi og skemmtileg nýbreytni 2
Að vera nettengd 1
Efni námskeiðsins nýtist við hjúkrun annarra sjúklingahópa 1
Helstu galiar námskeiðsins: Fjöldi
Of lítill tími gefst til að sinna því 12
Námskeiðið tekur of langan tíma 4
Námskeiðið tekur of stuttan tíma 2
Námskeiðið er viðbót við fulla vinnu 2
Það vantaði umræður um einstök atriði 2
Truflun við iestur námsefnis 1
Námsefni er stundum endurtekið 1
Of lítið kennt um meðferðarúrræði 1
Ástæður þess voru að þeirra sögn ekki hræðsla við tæknina
heldur vinnuálag og tímaskortur, eins og þekkist á hefðbundnum
námskeiðum. Ætla má að sömu ástæður séu fyrir brottfalli hjá
íslenskum hjúkrunarfræðingum.
Hjúkrunarfræðingarnir, sem tóku þátt, töldu allir að færni þeirra
til þess að annast konur með andlega vanlíðan eftir barnsburð
hefði aukist. En nýta þeir sér aukna færni og þekkingu til þess
að veita betri hjúkrun? Að sögn Atacks (2003) hafa engar
rannsóknir verið birtar sem sýna að netnámskeið leiði til
breytinga á starfsemi og betri hjúkrunar. í viðtölum, sem tekin
voru sex vikum eftir að hjúkrunarfræðingar luku netnámskeiði,
kom fram í rannsókn Atacks og Rankins (2002) að þeir töldu
sig starfa öðruvísi en fyrir námskeiðið en samt hefðu ýmsar
hindranir staðið í vegi fyrir því. Til dæmis væru stjórnendur
ekki með á nótunum og of fáir hjúkrunarfræðingar tileinkuðu
sér hina nýju starfshætti. Þessi atriði eiga eflaust ekki bara
við netnámskeið heldur einnig við hefðbundin námskeið, en
samanburður á þessum námsformum hefur sýnt að árangur
þeirra er sambærilegur (Billings, 1996; Debourgh, 2003).
Áhugavert er að langflestir þátttakenda myndu ráðleggja öðrum
hjúkrunarfræðingum að taka þetta námskeið en samt segjast
aðeins 30% þeirra myndu vilja taka sambærilegt netnámskeið
um annað efni. Rúmlega helmingur þátttakenda segist myndu
vilja taka sambland af netnámskeiði og hefðbundnu námskeiði
en slík námskeið geta verið æskileg fyrir nemendur sem ekki
hafa enn lært að fóta sig á veraldarvefnum (Kozlowski, 2002).
Þetta ætti að hafa í huga við skipulagningu námskeiða.
Helsti galli námskeiðsins að mati þátttakenda reyndist vera
hversu tímafrekt það er en 58% fannst vinnuálag vera of mikið.
Rannsóknir hafa sýnt að nám sé alltaf í öðru sæti þegar það er
stundað á vinnustað og að þjónusta við skjólstæðinginn hafi
ávallt forgang (Atack og Rankin, 2002). Þá hefur verið bent á
hversu erilsamt hjúkrunarstarfið sé, sá sem það stundar búi
við stöðugt áreiti þannig að nám á vinnutíma reynist torsótt
(Atack, 2003). Nemendur á þessu námskeiði eru þar eflaust
engin undantekning.
Fram kom að 17% þátttakenda fannst þeir fá lítinn eða engan
tæknilegan stuðning við námið en enginn taldi tæknileg
vandamál helsta galla námskeiðsins. Flestum gekk vel að læra
á WebCT umhverfið. Rannsóknir sýna að konur og karlar eiga
jafnauðvelt með tölvutækni í námskeiðum sem þessum en að
konur eru ólíklegri til þess að nýta sér þetta námsform (Adams,
2004). Þátttaka í netnámskeiði Atacks og Rankins (2002) hafði
áhrif á tölvufærni hjúkrunarfræðinganna og er sú einnig raunin
meðal tæplega 40% þátttakenda í þessari rannsókn. Þessi
niðurstaða er mikilvæg þar sem tölvufærni er farin að skipta
miklu máli í daglegu starfi.
Helsti kostur netnámskeiða er sá að hver og einn skipuleggur
hvenær hann „kemur og fer“, allt eftir tíma og getu (Billings og
Rowles, 2001). Þetta kunnu flestir hjúkrunarfræðingar að meta
þegar þeir töldu upp kosti netnámskeíðsins.
Áhugavert er að næstum öllum þátttakendum fannst þeir
læra af umræðunum á námskeiðinu. Þeir tjáðu sig um efni
fyrirlestranna og fléttuðu saman við reynslusögur sínar á
umræðuvefnum. Enginn kvartaði um skort á tengslum við
kennara en líklega er það vegna virkrar þátttöku þeirra í
umræðum.
Reynsla hjúkrunarfræðinga af netnámskeiðinu „Geðvernd eftir
barnsburð" var jákvæð. Samt verður að hafa í huga þá annmarka
sem þeir gerðu grein fyrir og nýta þá þekkingu í skipulagningu
fjarnáms fyrir þennan hóp. Þar ber hæst mismunandi viðhorf
þátttakenda til þessa námskeiðsforms, hversu tímafrekt það er
og hve erfitt er að stunda nám á vinnustað sínum. Þrátt fyrir að
reynslan af þessu námskeiði hafi verið frekar jákvæð hefur ekki
verið kannað hvort þekkingin, sem fékkst með því, helst við til
lengri tíma og skilar sér í betri líðan skjólstæðinga en gera þarf
rannsóknir á því.
Aftanmálsgrein
Rannsókn þessi var styrkt af B-hluta vísindasjóðs Félags
íslenskra hjúkrunarfræðinga. Höfundar þakka heilsugæslu-
hjúkrunarfræðingunum, sem tóku þátt í námskeiðinu og lögðu
á það mat, og Gyðu Björnsdóttur, MS, fyrir aðstoð við að
semja spurningalistann.
Heimildaskrá
Adams, A. M. (2004). Pedagogical underpinnings of computer-based learn-
ing. Journal of Advanced Nursing, 46(1), 5-12.
Andrusyszyn, M. A., Cragg, C. E., og Humbert, J. (2001). Nurse practitioner
preferences for distance education methods related to leaming style, course
content, and achievement. Joumal of Nursing Education, 40(4), 163-170.
Atack, L. (2003). Becoming a web-based learner: Registered nurses’ exper-
iences. Journal ofAdvanced Nursing, 44(3), 289-297.
50
Tímarit hjúkrunarfræðinga - 1. tbl. 82. árg. 2006