Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.03.2006, Síða 58
GlaxoSmithKline
lb NOVARTIS
Lyfjatexti með auglýsingu á innri forsiðu
Vagifem®
hver skeiðarstill inniheldur Estradiolum INN, hemihýdrat, samsvarandi Estradiolum INN 25 míkróg.17Ð-östradíól losnar smám saman úr skeiðarstílnum, sem er geröur úr vatnssæknum sellulósagrunni, þegar hann kemst
í snertingu viö raka. Abendingar: Lyfið er ætlaö til meðferðar á leggangaþrota vegna visnunar sem stafar af östrógenskorti. Meöan á meðferð stendur, einkum fyrstu 2 vikurnar, veröur frásog en er þó sáralitið og þéttni
östradíóls í plasma eftir fyrstu 2 vikurnar verður ekki hærri en eftir tiöahvörf og er því ekki mælt með þvi aö gefa prógesterón með. Skammtar og lyfjagjöf: Vagifem er sett hátt í fæðingarveg með stjöku. Upphafsskammtur:
Einn skeiöarstill daglega í tvær vikur. Viðhaldsskammtur: Einn skeiöarstill tvisvar sinnum i viku. Meöferð má hefja hvenær sem hentar. Frábendingar: Þekkt ofnæmi fyrir innihaldsefnum lyfsins. Virkt östrógenháö krabbamein.
Porfýría. Sérstök varnaðarorö og varúöarreglur: Enda þótt 17Ð-östradíól skammtur sé lágur og um staðbundna meðferð sé aö ræða getur almennt frásog þó oröið í litlum mæli, einkum á fyrstu 2 vikunum. Hafa skal í huga
aukna hættu á myndun krabbameins í legslímu eftir sýstemiska meðferð með östrógenum einum sér svo og hugsanlega hættu á myndun brjóstakrabbameins við langtimanotkun östrógena sýstemískt.Vagifem gefur smám
saman frá sér mjög lítið magn af 17Ð-östradíóli og hugsanleg örvun á legslimu og brjóstavef er í lágmarki. Meðan á meöferö stendur: Almennt skal ekki ávisa östrógeni lengur en eitt ár i senn án þess að gerð sé itarleg
læknisskoðun, þar meö talin kvensjúkdómaskoðun. Verði blæðingar meöan á meðferö stendur eöa skömmu eftir að meðferö er hætt, skal taka vefjasýni til rannsóknar eöa gera útskaf frá legi til að útiloka illkynja sjúkdóm
i legi. Milliverkanir við önnur lyf og aörar milliverkanir:Vegna þess hve skammtur östrógens er lágur og þeirri staöreynd aö aöeins örlítið af 17Ð-östradióli hefur fundist í plasma er ekki búist við neinum milliverkunum við
önnur lyf. Meðganga og brjóstagjöf: Notist ekki á meðgöngu. Engin reynsla liggur fyrir um meðferð hjá konum með börn á brjósti, en vitað er að östrógen skilar sér yfir i brjóstamjólk. Aukaverkanir: Fáar aukaverkanir hafa
komiö fram. Sjaldgæfar (< 1 °/o): Smáblæöingar frá fæöingarvegi, útferð úr fæöingarvegi, ofnæmi, húðútbrot. Ofskömmtun: Engin áhrif ofskömmtunar hafa veriö skráð. Geymsluþol: 3 ár. Geymist á þurrum stað, variö áhrifum
Ijóss. Geymist viö lægra hitastig en 25°C. Má ekki geyma i isskáp né þar sem börn ná til. Texti styttur - sjá nánar i Sérlyfjaskrá eða á www.lyfjastofnun.is . Pakkningar og verö i desember 2005: 15 þynnupakkaðar stjökur i
öskju kr. 2.044,-. Lyfið er lyfseöilskylt. Greiöslufyrirkomulag E. Umboös og dreifingaraðili: Vistor hf. Hörgatúni 2, 210 Garöabæ Novo Nordisk á íslandi.