Fréttablaðið - 22.04.2017, Side 72

Fréttablaðið - 22.04.2017, Side 72
Að ákveðnum tíma liðnum, þegar súrefni er ekki lengur til staðar í haugnum, byrja örverur að mynda hauggas. Haug- gasið er að stórum hluta metan sem er mjög orkuríkt, en einnig áhrifarík gróðurhúsalofttegund. Með því að hreinsa hauggasið og aðskilja metan frá koltvísýringi má nýta það sem eldsneyti á öku- tæki í venjulegum bensínvélum. Þannig er bæði dregið úr notkun á jarðefnaeldsneyti og umhverfis- áhrifum frá urðunarstaðnum. Árið 2016 var metan fyrsta eldsneytið hérlendis til að hljóta Svansvottun og er nú eina umhverfisvottaða eldsneytið á Íslandi. Aukin framleiðsla metans í gas- og jarðgerðarstöð Í lok ársins 2018 er stefnt að því að hefja starfsemi í fyrstu gas- og jarðgerðarstöðinni á Íslandi, hjá SORPU í Álfsnesi. Metanvinnsla SORPU mun þá aukast til muna og heildarframleiðslan duga til að knýja um 7-8.000 bíla. Í dag eru um 1.400 metanbifreiðar af öllum stærðum og gerðum í umferðinni, bæði frá fyrirtækjum og heimilum. Metanbifreiðar eru umhverfis- vænn kostur og eru ódýrari í innkaupum og í rekstri en sam- bærilegir bílar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Þær eru oftast tvíorkubílar og geta því ekið á bensíni ef langt er í næstu metan- stöð. Auknu framboði metans fylgja tækifæri og geta sveitarfélög og fyrirtæki aukið sjálfbærni í rekstri og dregið verulega úr sótspori sínu með því að nýta metan á ökutæki. METAN umhverfisvottað eldsneyti úr ruslinu þínu Hver íbúi á höfuðborgarsvæðinu hendir um 145 kg af úrgangi í orkutunnuna á ári. Þar af eru um 70 prósent lífræn niðurbrjótanleg efni. Úrgangurinn er urðaður hjá SORPU í Álfsnesi. Ávinningur af notkun metans sem eldsneytis l Sótspor eins bensínbíls er meira en 100 sambærilegra ökutækja sem ganga fyrir metani. l Sótmengun er nánast engin frá metanbílum. l Notkun metans frá því framleiðsla hófst árið 2000 hefur dregið um- talsvert úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, eða um 343.000 tonn af CO2. Magnið samsvarar árlegum útblæstri álversins í Straumsvík. l Með því að nýta metanið á ökutæki er verið að nýta innlent vistvænt eldsneyti. Þannig sparast gjaldeyrir sem nýta má til betri hluta. l Engin vörugjöld eru á ökutækjum sem ganga fyrir metani. Fyrir vikið eru smærri metanökutæki oftast mun ódýrari en sambærileg bensínknúin ökutæki. l Metanið kostar í dag 147 kr./Nm3. Í orku svarar það til þess að lítrinn af bensíni myndi kosta 131 kr. Verðið á metaninu er óháð verðsveiflum á eldsneyti erlendis. Metan mætti einnig vinna úr skólpi. Hér sést breskur strætisvagn sem knúinn er metani frá skólphreinsistöð. l Metan er eðlisléttara en and- rúmsloft og stígur því hratt upp, sleppi það út. l Það er erfiðara að kveikja í metani en bensíni. l Við bruna metans myndast aðeins koltvísýringur og vatn. 6 KYNNINGARBLAÐ 2 2 . a P R Í l 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 2 2 -0 4 -2 0 1 7 0 4 :1 4 F B 1 0 4 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C B 2 -1 5 7 8 1 C B 2 -1 4 3 C 1 C B 2 -1 3 0 0 1 C B 2 -1 1 C 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 1 0 4 s _ 2 1 _ 4 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.