Fréttablaðið - 06.05.2017, Side 2
Veður
Í dag er spáð hægum norðanvindi
og að dragi heldur fyrir sól norðan-
og austanlands og kólni þar. Áfram
ætti að vera sóríkt og hlýtt fyrir
sunnan og vestan. sjá síðu 58
Slys á Esjunni
Kalla þurfti út slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um hádegi í gær til að koma konu til aðstoðar. Sú datt og slasaðist í fjallgöngu á Esjunni. Sérhæfður
fjallabjörgunarhópur frá slökkvistöðinni í Mosfellsbæ og Tunguhálsi var sendur á staðinn. Greiðlega gekk að finna konuna, en hún var í símasam-
bandi við björgunarhópinn allan tímann, auk þess sem hún var ekki ein á ferð. Konan er slösuð, en ekki er vitað hversu alvarlega. Fréttablaðið/Eyþór
TAX
FREE
s í ð a s t i d ag u r tax f r e e
Vinalega
verslunarmiðstöðin
í miðbæ
Hafnarfjarðar!
sýning kl. 14:00
Eurovision Um hundrað manns
sóttu gleðskap íslensku Eurovis
ionsendinefndarinnar í Kænugarði,
höfuðborg Úkraínu, í gær. Meðal
annars létu sendinefndir Finna,
Ástrala og Moldóva sjá sig.
„Við erum að vonum ánægð
með mætinguna. Þarna kom fólk
úr öðrum sendinefndum, svolítið
af þulum. Við lögðum áherslu á að
reyna að ná þulunum sem eru með
okkur í undanriðli til að fá þá til að
tala svolítið fallega um okkur og fá
þá atkvæði frá þeim þjóðum,“ segir
Felix Bergsson, einn nefndarmanna,
léttur í bragði.
Felix segir stemninguna hafa
verið rosalega góða. „Ekki síst vegna
þess að Svala steig á stokk og söng
og gerði það alveg dásamlega. Það
kom einna helst á óvart að Vetrarsól
Gunnars Þórðarsonar fór svona vel
í þá sem voru á svæðinu. Fólk bara
táraðist.“
Þá segir hann að Svala Björgvins
dóttir, keppandi Íslands, hafi að
sjálfsögðu flutt lag sitt, Paper, bæði
á íslensku og á ensku.
Íslenska sendinefndin er í
keppnisskapi og ætlar að sjá til þess
að Svölu gangi sem allra best. „Við
erum bara á fullu að kynna hana
til að koma henni á framfæri og
koma laginu áfram. Þetta er enda
laus vinna. Þetta er í raun heilmikið
álag á listamanninum,“ segir Felix.
Til dæmis hafi Svala sungið fjögur
lög í boðinu og staðið svo í við
tölum og myndatökum í klukku
tíma. Hún fær hins vegar litla hvíld.
„Hún er rétt búin að skríða heim
á hótel núna til að hvíla sig í hálf
tíma. Svo förum við af stað í rútu,
nýmáluð og í nýju átfitti, til að fara
í moldóvska partíið þar sem hún
ætlar að performera,“ segir Felix.
Hann segir að margir geri sér ekki
grein fyrir því að keppendur eigi
það til að missa röddina eftir allan
undirbúninginn. „Það er ekki síst
vegna þess að þeir tala svo mikið.
Það er svo mikið áreiti, mikið af við
tölum og mikið af aðdáendum sem
þarf að sinna.“
Svala stígur á svið á þriðjudaginn
á fyrra undanúrslitakvöldinu. Aðal
keppnin fer síðan fram laugardags
kvöldið 13. maí, eftir rétta viku, og
íslenska þjóðin stendur af heilum
hug á bakvið íslenska keppandann.
Ábyrgð Felix og félaga í íslensku
sendinefndinni er því mikil.
„Við erum með stóran og góðan
hóp í kringum hana og þetta gengur
allt mjög vel,“ segir Felix.
Þeir Benedikt Bóas Hinriksson
og Stefán Árni Pálsson, blaðamenn
á fréttastofu 365, eru í Kænugarði.
Munu þeir standa fyrir ítarlegri
umfjöllun á Vísi, Stöð 2, Bylgjunni
og hér í Fréttablaðinu á næstu
dögum. thorgnyr@frettabladid.is
Íslendingar héldu uppi
stuðinu í Kænugarði
Um hundrað mættu í gleðskap Íslendinga í Kænugarði. Svölu Björgvinsdóttur
var einkar vel tekið. Felix Bergsson segir sendinefndina í keppnisskapi. Kapp-
samlega verði unnið að því að að Svölu gangi vel, en hún fái litla sem enga hvíld.
Svala á æfingu í Kænugarði. mynd/EuroviSion
Þetta er endalaus
vinna. Þetta er í
raun heilmikið álag
á listamann-
inum.
Felix Bergsson,
í sendinefnd
Íslands
slys Kajakræðarinn, sem leitað var
út af Þjórsárósum að kvöldi 29. apríl
síðastliðins og úrskurðaður var
látinn á sjúkrahúsi degi síðar, hét
Sigurður Birgir Baldvinsson.
Sigurður Birgir var fæddur þann
23. október árið 1973 og var til
heimilis að Hólmaseli í Flóahreppi.
Hann lætur eftir sig sambýliskonu
og þrjú börn, fjögurra ára gamla
dóttur og sautján og nítján ára syni.
Sigurður Birgir var í för með
öðrum kajakræðara frá Frakklandi
þegar slysið átti sér stað. Sá er við
ágætis heilsu.
Ræðararnir tveir lentu í vand
ræðum í briminu við ós Þjórsár.
Voru björgunarsveitir af Suður
landi og úr Vestmannaeyjum, auk
sérhæfðra björgunarsveitarmanna
af höfuðborgarsvæðinu, ræstar út til
að gera víðtæka leit að mönnunum
tveimur. – þea
Kajakræðarinn
nafngreindur
sjávarútvEgur Ein króna á hvern
hlut í HB Granda verður greidd í arð
vegna ársins 2016. Samtals nemur
fjárhæðin 1,8 milljörðum króna.
Arðurinn verður greiddur þann
31. maí næstkomandi. Þetta var sam
þykkt á aðalfundi HB Granda í gær.
Þau Anna G. Sverrisdóttir, Hall
dór Teitsson, Hanna Ásgeirsdóttir,
Kristján Loftsson og Rannveig Rist
voru kjörin í stjórn félagsins. Þá
var einnig samþykkt að þóknun
til stjórnarmanna vegna næsta árs
verði 264.000 krónur á mánuði og
að formaður fái tvöfaldan hlut.
Undanfarið hefur HB Grandi
verið mikið í umræðunni vegna
áforma um að hætta botnfisk
vinnslu á Akranesi. Eru þau áform
tilkomin þar sem útlit er fyrir tap af
vinnslu botnfisks.
Þá greindi Fréttablaðið frá því
á fimmtudag að HB Grandi hefði
ákveðið að ganga til samninga við
spænska skipasmíðamiðstöð um
smíði frystitogara. Samningsupp
hæðin liggur nærri fimm milljörð
um króna en togarinn er hannaður
af Rolls Royce í Noregi. – þea
Nærri tveir
milljarðar í arð
hjá Granda
Arðurinn verður greidd-
ur þann 31. maí næstkom-
andi. Þetta var samþykkt á
aðalfundi HB Granda í gær.
Úr vinnslu Hb Granda. Fréttablaðið/
StEFán
6 . m a í 2 0 1 7 l a u g a r D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
0
6
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:2
3
F
B
1
3
6
s
_
P
1
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
1
1
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
C
F
-5
0
4
0
1
C
C
F
-4
F
0
4
1
C
C
F
-4
D
C
8
1
C
C
F
-4
C
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
1
3
6
s
_
5
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K