Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.05.2017, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 06.05.2017, Qupperneq 8
MenntaMál „Tækniskólinn er ekki einkavæddur, heldur er hann einka­ rekinn,“ segir Jón B. Stefánsson, skólastjóri Tækniskólans, um fyrir­ hugaða sameiningu skólans við Fjöl­ brautaskólann í Ármúla. Guðríður Arnardóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, sagði í Fréttablaðinu í gær að ef sameining skólanna yrði að veruleika myndi það fela í sér einkavæðingu Ármúla­ skólans. Jón bendir á að samþykktir Tækniskólans séu í anda sjálfs­ eignarstofnana. „Hluthafar í skól­ anum geta aldrei tekið krónu í arð út úr skólanum,“ segir Jón. Þá bætir hann við að ef ríkið kjósi að hætta með þjónustusamning við Tækni­ skólann, þá segi menntamálaráðu­ neytið samningnum upp. Sex mán­ uðum seinna gangi stjórnendur skólans burt og allar eignir skólans standi eftir hjá skólanum. „Við erum að reka starfsemi skólans fyrir ríkið,“ segir hann. Jón segir að ráðuneytið hafi byrjað að tala við skólana um sameiningu seinni hlutann í febrúar. Með sam­ einingu myndi nást stærðarhag­ kvæmni sem sé mjög mikilvæg í verknámsskólum. Þá sé mikilvægt að bregðast við fyrirsjáanlegri fækk­ un í árgöngum og fækkun vegna styttingar náms til stúdentsprófs. Jón segir að hægt væri að ná fram töluverðri samlegð með sameiningu skólanna. Til dæmis séu báðir skól­ arnir með töluvert bóknám, Fjöl­ braut í Ármúla sé sterk í fjarnámi og Tækniskólinn hafi verið bæði með fjarnám og endurmenntun. „Báðir skólarnir eru með sérdeildir. Þeir eru með nám fyrir fólk með hreyfi­ hömlun en við erum með einhverfu­ deild. Báðir skólarnir eru með tölu­ vert af nýbúum. Það passar vel saman,“ segir Jón. Þá séu báðir skólar með nám á fagháskólastigi. Aðrir hlutir passi síður saman, til dæmis sé Tækniskólinn með iðngreinar en Ármúlaskóli með heilbrigðisgreinar. Þetta myndi gefa sameinuðum skóla fjölbreytni og nemendunum ný tækifæri. Nemendur Tækniskólans eru í dag um 2.100 en yrðu um 3.000 eftir stækkun. En síðan er gert ráð fyrir fækkun nemenda og Jón gerir ráð fyrir að eftir 2020 yrði skólinn álíka stór og þegar hann var stærstur fyrir efnahagshrunið. Jón segist hafa fundað með starfs­ mönnum Ármúlaskóla í dag. Þar hafi hann gert starfsfólki grein fyrir því að öll réttindi starfsmanna sem ráðast til Tækniskólans yrðu óbreytt og flyttust yfir. „Það munu náttúrlega einhverjir hætta vegna biðlauna, eins og gerist og gengur. En þeir kennarar sem vilja vinnu verða allir ráðnir á sömu kjörum og með sömu réttindum. Eina tæknilega breyting­ in sem verður er sú að fólk fær launa­ seðilinn sinn frá öðrum aðila,“ segir hann. jonhakon@frettabladid.is Áformin feli ekki í sér einkavæðingu Ármúlaskóla Samtöl um sameiningu Tækniskólans og FÁ hófust seint í febrúar. Skólameistari Tækniskólans segir töluverða samlegð nást með sameiningu. Enginn kennari myndi missa vinnuna ef af sameiningu yrði. Hluthafar í skól- anum geta aldrei tekið krónu í arð út úr skólanum. Við erum að reka starfsemi skólans fyrir ríkið. Jón B. Stefánsson, skólastjóri Tækni- skólans HeilbrigðisMál Forsvarsmenn Sjúkrahússins á Akureyri hafa áhyggj­ ur af fjárframlögum til starfsemi spítalans samkvæmt fjármálaáætlun. Raunaukning peninga til spítalans er ekki nægileg til að tryggja þá auknu þjónustu sem spítalinn veitir. Hins vegar sé erfitt að mati spítalans að lesa í áætlunina til að átta sig á áhrifum hennar á rekstur spítalans. „Eins og þetta lítur út fyrir okkur þá er mjög erfitt að sjá hvernig fjár­ málaáætlun hefur áhrif á rekstur sjúkrahússins á Akureyri,“ segir Bjarni Jónasson, forstjóri SAK á Akureyri. „Það er afar erfitt að lesa út hvernig nákvæmlega þetta mun hafa áhrif, hversu mikið fer í tækjakaup og stofn­ kostnað eða í beinan rekstur.“ Þjónusta sjúkrahússins hefur auk­ ist mikið síðustu ár vegna samþjöpp­ unar heilbrigðisþjónustu á Norður­ landi, hækkaðs aldurs íbúa og aukins fjölda ferðamanna. Til að mynda voru um 5 prósent koma á bráðamóttöku á Akureyri ósjúkratryggðir einstakl­ ingar. „Hins vegar getum við séð að það fjármagn sem á að fara til spítalans sé ekki nægjanlegt að okkar mati. Ann­ ars er framsetning fjármálaáætlunar­ innar þannig að við bíðum bara fjár­ laga og í því plaggi munum við fá betri mynd af því hvernig rekstur okkar mun líta út,“ bætir Bjarni við. – sa Bíða eftir fjárlögum því erfitt sé að átta sig á áætlun Sjúkrahúsið á Akureyri. FréttAblAðið/Pjetur 6 . M a í 2 0 1 7 l a U g a r D a g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 0 6 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 1 3 6 s _ P 1 2 9 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C C F -8 B 8 0 1 C C F -8 A 4 4 1 C C F -8 9 0 8 1 C C F -8 7 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 3 6 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.