Fréttablaðið - 06.05.2017, Síða 18

Fréttablaðið - 06.05.2017, Síða 18
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Varla er hægt að álasa stjórnmála- mönnum fyrir að standa við gefin loforð. Nóg eru þeir gagnrýndir fyrir hið gagnstæða. En eðlilegt er að velta fyrir sér hvaða for- sendur liggi að baki. Minn kæri. Ég er ekki í nokkrum vafa, ég er að missa vitið aftur. Við munum ekki komast í gegnum annað slíkt martraðartímabil. Og ég mun ekki ná mér í þetta sinn. Ég heyri raddir og ég get ekki einbeitt mér. Ég geri því það sem mér sýnist vera það besta í stöðunni. Þú hefur gert mig eins hamingju- sama og nokkur getur orðið. Þú hefur verið mér allt. Ég efast um að tvær manneskjur hafi fyrirfundist sem voru hamingjusamari en við áður en þessi hræðilegi sjúk- dómur kom til sögunnar. Ég get ekki barist lengur. Ég veit að ég er að eyðileggja líf þitt, án mín getur þú unnið … Ég hef misst allt nema trúna á gæsku þína. Ég get ekki haldið áfram að eyðileggja líf þitt. Ég held að engum hafi veist jafnmikil hamingja og okkur. V.“ Sjálfsvíg í glansbúningi Sjálfsvíg hafa verið töluvert til umræðu síðustu vikur í kjöl- far þess að efnisveitan Netflix frumsýndi sjónvarpsþættina 13 Reasons Why. Þættirnir fjalla um unglingsstúlku sem sviptir sig lífi en stúlkan skilur eftir sig þrettán kassettur þar sem hún rekur ástæður ákvörðunar sinnar. Fjöldi fólks og samtaka sem starfa að geðheilbrigðis- málum hefur gagnrýnt þættina. Eru þeir sagðir setja sjálfs- víg í glansbúning auk þess sem þeir séu hrópleg einföldun á flóknu máli. Þrír til fjórir Íslendingar Samkvæmt tölum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar eru sjálfsvíg ein algengasta dánarorsökin í heiminum í dag. Á ári hverju ráða rúmlega 800.000 einstaklingar sér bana. Sjálfsvígstíðni á Íslandi er hærri en víðast hvar í heiminum. Um 45 Íslendingar fyrirfara sér á hverju ári. Í þessum mán- uði munu þrír til fjórir Íslendingar stytta sér aldur. Sjálfsvíg er algengari dánarorsök en magakrabbamein, skorpulifur, ristilkrabbamein, brjóstakrabbamein og Alzheimer-sjúk- dómurinn. Þeir sem fremja sjálfsvíg eru oftar en ekki haldnir þunglyndi. Það má því segja að þunglyndi sé einn af banvænni sjúkdómum sem mannkynið glímir við. Veikindi viðskiptavædd Hvað sem segja má um sjónvarpsþættina 13 Reasons Why er eitt víst: Fjaðrafokið í kringum sýningu þeirra hefur orðið til þess að beina sjónum að aðkallandi mál- efni. Ein spurning stendur upp úr í umræðunni: Hvernig stendur á því að sjúkdómur sem ógnar lífi og limum fólks í svo stórum stíl skipar ekki hærri sess innan heil- brigðiskerfisins? Á Íslandi sitjum við nú uppi með ríkisstjórn sem virðist uppteknari af því að viðskiptavæða veikindi fólks og greiða af þeim arð en að efla heilbrigðiskerfið með nauðsynlegu fjármagni. Þótt ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hafi í stjórnarsáttmála sínum kveðist ætla að auka aðgengi að geðheilbrigðis- þjónustu er fátt sem gefur tilefni til bjartsýni. En það er ljós í myrkrinu. Bókstaflega. Í nótt fór fram ganga sem nefnist Úr myrkr inu í ljósið. Var hún haldin á vegum samtakanna Pieta Ísland til að minnast þeirra sem framið hafa sjálfsvíg. Gangan er liður í fjáröflun samtakanna en þau vinna að því að opna hér á landi svo kallað Pieta-hús að írskri fyrirmynd þar sem fólk í sjálfsvígshættu getur leitað sér faglegrar aðstoðar og fengið hana fyrirvaralaust. Veröldin betri án þeirra Þremur dögum fyrir frumsýningu 13 Reasons Why var þess minnst að 76 ár eru liðin frá því rithöfundurinn Virgina Woolf svipti sig lífi. Sjálfsvígsbréf Woolf sem hún skrifaði Leonard eiginmanni sínum og vitnað er í hér að ofan fangar hugarástand þess sem gefist hefur upp. Á hverjum degi berst fjöldi fólks við sömu til- finningar – vonleysi, kvíða, sektarkennd, örvæntingu og uppgjöf – sannfært um að veröldin væri betri án þess. En með skjótum viðbrögðum má leiða fólk frá brúninni. Þeir sem ekki komust í gönguna Úr myrkr inu í ljósið geta styrkt Pieta Ísland með því að leggja inn á reikning félagsins: 301-26-041041 – kennitala: 410416-0690. Einn banvænasti sjúkdómur samtímans Skipuleggjandi: Stofnunin Stiftung Gralsbotschaft www.gralsbodskapur.org • info@gralsbodskapur.org Sími: 842 2552 FYRIRLESTUR Á ENSKU Christopher Vasey Máttur hugsana Samkvæmt Gralsboðskapnum Miðvikudaginn 10. maí kl. 20:00 Norræna húsinu Sturlugötu 5 101 Reykjavík Aðgangseyrir: 500 kr. Lesinn útdráttur úr Gralsboðskapnum á íslensku GRALSBOÐSKAPURINN erindi og umræður á ensku Fimmtudaginn 11. maí kl. 20:00 Norræna húsinu Sturlugötu 5 101 Reykjavík Kynning á andlega ritinu ”Í ljósi sannleikans, Gralsboðskapurinn” og höfundi þess, Abd-ru-shinAðgangur ókeypis Meirihluti borgarráðs ætlar að lækka leikskólagjöld um tvö hundruð milljónir á ári. Um er að ræða síðbúnar efndir á fyrirheitum sem gefin voru þegar núverandi borgarstjórnarmeiri- hluti tók við. Varla er hægt að álasa stjórnmálamönnum fyrir að standa við gefin loforð. Nóg eru þeir gagnrýndir fyrir hið gagnstæða. En eðlilegt er að velta fyrir sér hvaða for- sendur liggi að baki. Auðvitað er ákvörðun sem þessi líkleg til vinsælda. Hvaða foreldri vill ekki greiða lægri leikskólagjöld? Hins vegar virðist vera nokkurn veginn einhugur um það að aðstæður í leikskólum landsins mættu vera betri. Taka má undir með Sjálfstæðismönnum í borgar- ráði sem létu bóka að viðhaldi skóla og skólalóða væri ábótavant, aðstæður starfsmanna ófullnægjandi og fjár- veitingar til fæðiskaupa takmarkaðar. Við þetta má svo bæta að laun leikskólakennara eru auðvitað skammar- lega lág. Því mætti halda því fram að óábyrgt sé hjá meirihlut- anum að skerða þá fjármuni sem leikskólar borgarinnar hafa úr að spila. Leikskólakennarar vinna erfitt og mikilvægt starf. Þeir eiga að fá umbun í samræmi við það. Öllum er kappsmál að bjóða börnunum það besta, sjá til þess að þau nærist vel og að leikskóladvölin sé gagnleg og sem ánægjulegust. Allt kostar þetta peninga og tekjuskerðing leik- skólanna kallar á enn frekari sparnað. Það er erfitt að spara þar sem skórinn kreppir fyrir. Fljótlega kemur að sársaukamörkum. Fyrsta krafan á að vera sú að umbúnaður barna og starfsfólks sé fullnægjandi. Því næst ber að líta til þess hversu mikla peninga þurfi til að reka starfsemina með fullnægjandi hætti. Það er óábyrgt og ávísun á vandræði að lækka fjárframlögin án þess að hugsa áhrifin á leik- skólastarfið til enda. Flestir foreldrar sem eiga börn á leikskólaaldri styðja vafalaust sjálfsagðar kröfur leikskólakennara um mann- sæmandi laun og aðbúnað. Í því er fólginn ákveðinn tvískinnungur, að vilja á sama tíma lækka gjöldin til muna eða gera kröfur um að þau verði jafnvel afnumin með öllu. Fljótt á litið virðast vera tveir möguleikar fyrir borgaryfirvöld til að beina auknu fé í leikskólana. Sú fyrri er að afnema fyrirhugaða lækkun skólagjalda og hækka þau jafnvel, sú síðari er að veita meiri peninga úr almennum sjóðum borgarinnar í leikskólastarfið. Með öðrum orðum, valið stendur milli þess að þeir greiði fyrir þjónustuna sem nota hana, eða að peningar séu færðir úr samneyslunni. Þurfa foreldrar ekki einfaldlega að horfast í augu við þá staðreynd að þjónustan er ekki ókeypis? Hófleg hækkun á leikskólagjöldum fyrir þá sem eru aflögufærir er auðfarnasta leiðin til að bæta hag leikskólanna og þeirra sem þar starfa. Hver á að borga? 6 . m a í 2 0 1 7 L a U G a R D a G U R18 s k o ð U n ∙ F R É T T a B L a ð i ð SKOÐUN 0 6 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 1 3 6 s _ P 1 3 4 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C C F -5 F 1 0 1 C C F -5 D D 4 1 C C F -5 C 9 8 1 C C F -5 B 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 3 6 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.