Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.05.2017, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 06.05.2017, Qupperneq 26
Lífið er gott. Ég er í Kaup-mannahöfn svona aðeins að slaka á og njóta þess að vera til,“ segir leikar-inn Mads Mikkelsen sem nýverið lauk við tökur á kvikmyndinni Arctic sem er leik- stýrt af ungum leikstjóra að nafni Joe Penna, framleidd af bandarísku fyrirtækjunum Armory Films og Union Entertainment í samstarfi við íslenska fyrirtækið Pegasus. Það er líka eftirtektarvert að listrænir stjórnendur og starfsfólk myndar- innar var allt íslenskt utan aðstoðar- leikstjórans en tökur fóru allar fram á Íslandi. Mads Mikkelsen hefur á síðustu árum öðlast heimsfrægð fyrir leik sinn í kvikmyndum á borð við Bond-myndina Casino Royale, Rogue One Star Wars, dönsku verð- launamyndina Jagten og fjölmargar fleiri myndir ásamt bæði dönskum og bandarískum sjónvarpsseríum. Þrátt fyrir frægðina stendur hugur Mads Mikkelsen þó einkum til þess sem hann kallar rokk og ról verkefni og Arctic er fyrir honum eitt af þeim verkefnum, kannski einmitt vegna þess hversu krefjandi og erfitt það reyndist. Engin köllun Mads Mikkelsen er því hvíldinni feginn og hann segir að það sé gott að koma á heimaslóð í Kaupmanna- höfn þar sem hann er fæddur og uppalinn. Aðspurður um ástæður þess að hann hafi ákveðið að leggja leiklistina fyrir sig þá segir hann það í raun hafa ráðist af röð til- viljana. „Ég var í fimleikum þegar ég var krakki og var beðinn um að taka þátt í söngleik til þess að taka nokkur heljarstökk í bakgrunninum og var látinn dansa smá í leiðinni. Danshöfundurinn spurði mig hvort að ég væri ekki til í að læra að dansa og ég ákvað að slá til sem leiddi til þess svona í stuttu máli að ég var atvinnudansari í níu ár. Það var á þeim vettvangi sem ég fékk áhuga á leiklistinni.“ Úr dansinum lá leiðin í leiklistar- skólann í Árósum sem er annar af stóru leiklistarskólunum í Dan- mörku og Mads segir að árin þar hafi verið góður tími. „Þetta er fín borg en námsmenn njóta kannski sjaldan alveg borganna þar sem þeir læra vegna þess að þeir eiga aldrei pening,“ segir Mads og hlær við minninguna. „En eins og með námið þá hefur ferillinn alltaf verið bara eitthvað sem gerist. Ég fann aldrei fyrir einhvers konar köllun heldur var þetta meira þannig að eitt leiddi af öðru. Þannig var það t.d. að sumarið fyrir síðasta vetur- inn í skólanum lék ég í minni fyrstu kvikmynd sem var Pusher eftir Nicolas Winding Refn. Pusher var skotin þarna í sumarfríinu og þegar ég svo útskrifaðist vorið eftir þá var einmitt verið að frumsýna þá mynd. Ég var því einn þeirra heppnu sem þurftu ekki að fara af stað og banka upp á í leit að vinnu. Ég fékk strax vinnu í leikhúsi og var að auki boðið að vera með í nokkrum myndum þannig að þetta var eins þægilegt og það getur orðið.“ Danska byltingin Mads Mikkelsen er í hugum margra andlit dönsku kvikmyndabyltingar- innar sem hann segir að Danir hafi unnið mjög markvisst að því að byggja upp. „Velgengni okkar Dana í kvikmyndagerð byggist hvorki á til- viljun né heppni. Þær fjárfestingar sem þjóðin lagði í kvikmyndagerð á síðustu áratugum hafa reynst gríðarlega mikilvægar. Við megum auðvitað ekki gleyma að þetta hefur verið til staðar mun lengur en þessi uppsveifla í dönskum kvikmyndum. En málið er að þetta hefur verið gert með markvissum hætti, er enn til staðar af fullum krafti og er haldið stöðugu. Fyrir vikið eru danskar kvikmyndir gríðarlega sterkar á alþjóðlegum mörkuðum og þó að það sé munur á milli ára þá eru þetta einfaldlega mjög öflug við- skipti. Auðvitað hefur aðkoma ríkisins mikið að segja um þennan góða árangur en ég held að þetta hafi líka mikið að gera með kynslóðir. Sú kynslóð sem kom út úr leiklistar- og kvikmyndaskólunum á þessum tíma, um miðjan tíunda áratuginn, deildi ákveðinni ástríðu. Allir sem tilheyrðu þessari kynslóð áttu sam- eiginlega ást á kvikmyndum sem voru frá því á áttunda og snemma á níunda áratugunum. Við horfðum aftur og aftur á þessar myndir og spurðum okkur svo að því af hverju við hefðum aldrei gert neitt í líkingu við þetta. Við vorum í raun föst í einhverju fari. Það þýðir ekki að það hafi ekki verið gerðar góðar myndir í Danmörku eða að það hafi ekki verið nóg til af góðum leikurum. Alls ekki. En vandinn var að það var ekki tekin áhætta í danskri kvikmynda- gerð. Þessi kynslóð sem ég er að tala um breytti þessu. Hún tók áhættu. Við sem elskuðum myndir Martins Scorsese leituðumst við að byggja á því sem okkur fannst áhugavert í hans myndum. Þeir sem elskuðu Cassavetes unnu út frá því. Þetta leiddi til ákveðinnar bylt- ingar. Leiddi til þess að við náðum að komast upp úr hjólförunum og undan þeirri stöðnum sem hafði ríkt lengi og það er það sem ég á við með að þetta sé byggt á kynslóð. Við vorum fólk á sama aldri, með sömu orku og sömu hugmyndirnar um kvikmyndir. En það sem er mest um vert er að við vorum ekki að vinna með 72 ára gömlum leik- stjóra sem langaði til þess að segja eitthvað um sína æsku. Eitthvað sem hafði ekkert með okkur að gera.“ Mads leggur áherslu á að það sé mikilvægt fyrir þjóð á borð við Dani að eiga sína eigin öflugu kvik- Dásamlegt að geta bara búið til bíó Kvikmyndastjarnan Mads Mikkelsen lauk nýverið við tökur á Ís- landi á kvikmyndinni Arctic. Hann elskar hvernig Íslendingar vinna og þrátt fyrir velgengnina í Hollywood segir hann að það séu rokk og ról verkefni á borð við Arctic sem uppfylli drauma leikarans. Mads Mikkelsen í hlutverki sínu í kvikmyndinni Arctic sem var öll tekin hér fyrir skömmu við einkar krefjandi aðstæður. MynD/HElEn SloAn Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ↣ En það sEm Er mEst um vErt Er að við vorum Ekki að vinna mEð 72 ára gömlum lEikstjóra sEm langaði til þEss að sEgja Eitthvað um sína æsku. 6 . m a í 2 0 1 7 L a U G a R D a G U R26 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 0 6 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 1 3 6 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C C F -8 1 A 0 1 C C F -8 0 6 4 1 C C F -7 F 2 8 1 C C F -7 D E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 3 6 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.