Fréttablaðið - 06.05.2017, Page 28

Fréttablaðið - 06.05.2017, Page 28
myndagerð. „Þetta er líka mikil­ vægt fyrir tungumálið, við vitum alveg að danska er ekki að fara að verða alheimstungumálið á morgun, en það er auðveldara að spegla sig í kvikmyndum á móðurmálinu. Alveg eins og það er auðveldara að tengja við það sem gerist í nærumhverfinu fremur en það sem gerist kannski í New York. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur að halda áfram að fram­ leiða kvikmyndir í Danmörku.“ Frá Buster Keaton til fábjána Mads segir að hvað hann varði per­ sónulega hafi ótrúlega margar kvik­ myndir haft áhrif á hann en án þess að hann gerði sér alltaf grein fyrir því á því augnabliki. „Það er oft eðli kvikmynda að seytla rólega inn í vit­ undina. En sem krakki var ég algjör­ lega heillaður af Bruce Lee og Buster Keaton. Þetta voru risarnir tveir í mínu lífi og það er dáldið skondið að hugsa til þess núna að í raun áttu þeir heilmargt sameiginlegt. Báðir eru með mikla og sterka nærveru á tjaldinu sem þeir nota óspart. Þeir nota einfaldan frásagnarmáta og voru báðir gríðarlega færir líkam­ lega og það er færni sem hefur alltaf heillað mig. Seinna á ævinni var það umfram allt Taxi Driver eftir Martin Scors­ ese sem gjörbreytti viðhorfi mínu til kvikmynda. Á þeim tímapunkti vorum við vön að sjá myndir um góðu og vondu kallana og svo gerðist eitthvað á milli þeirra. En í Taxi Driver horfði maður á þennan náunga sem var hreint út sagt algjör fábjáni en maður kunni samt vel við hann. Maður hataði hann og elskaði í sömu andrá. Ég man eftir því að koma út úr bíóinu eftir að hafa séð hana í fyrsta sinn og ég var alveg ringlaður. Það var búið að brjóta niður þennan svart­hvíta vegg – þessa góðu­vondu­kalla hugmynd og á því andartaki áttaði ég mig á því að kvikmyndir geta fengið mann til þess að efast um allt og hugsa hlut­ ina upp á nýtt. Taxi Driver er þannig mynd sem veitir engin svör heldur fær mann til þess að hugsa og þess vegna hefur það reynst mér frábær innblástur að leita í þá mynd aftur og aftur.“ Pusher var svo fyrsta kvikmyndin sem Mads Mikkelsen lék í og það er ekki laust við að þar gæti einmitt áhrifa frá Taxi Driver. „Algjörlega, en Pusher 2 var í raun skyldari Taxi Driver vegna þess að þar erum við að fylgja eftir sögu manns sem er algjör fábjáni en við finnum til með honum engu að síður. Það er persóna sem maður tengist tilfinn­ ingalega um leið og mann langar til þess að fokking drepa hann,“ segir Mads og hlær. „En óneitanlega var Pusher sú mynd sem breytti mestu fyrir minn feril og opnaði fyrir mér allar dyr en mér finnst framhaldið mun betri mynd. Hún er í raun mun snjallari og á óneitanlega mjög stór­ an sess í mínu kvikmyndahjarta. Þannig er það vissulega líka með Jagten, það er falleg mynd sem mér þykir vænt um og eins mynd Susanne Bier, Elsker dig for evigt, og það eru vissulega fleiri slíkar á mínum ferli. En fyrir mig sem leikara þá verð ég að nefna mynd sem ýtti mér út að ystu mörkum. Mynd sem var í raun eiginlega á mörkunum að vera lög­ leg á sínum tíma vegna þess að við vorum kynslóð sem vorum að vinna í mjög svo heimildarmyndalegum og raunverulegum stíl. Þetta var svarta kómedían De grønne slagt­ ere sem Anders Thomas Jen sen leik­ stýrði. Það var mynd sem jaðraði við að vera ákveðið sjálfsmorð en við gerðum hana samt og þar komumst við upp með að skapa persónur sem voru eiginlega leikhúspersónur. Ég alveg elskaði að komast upp með þetta og mér finnst þetta vera alveg brilljant mynd. Sprungur í brynjunni Leyndardómurinn á bak við kóm­ edíu er að það verður að taka hana mjög alvarlega. Þegar til að mynda persónurnar eru í uppnámi eða að brotna niður yfir einhverju, hversu fáránlegt sem það er, þá verður maður að virða það og vera hrein­ skilinn. Það er í þeirri einlægni sem allt verður klikkað og fyndið í raun og veru.“ Mads segir að fyrir honum megi í raun rekja þessa einlægni kómedí­ unnar aftur til snillinga á borð við Buster Keaton. „Hann var snillingur í þessu. Og það sem ég elska mest við myndirnar hans er að hann brosir í raun og veru en örsjaldan. En þegar hann brosir þá opnast himnarnir. Ég gerði mér auðvitað ekki grein fyrir þessu þegar ég var strákur en þetta er það sem heillar. Ég er aðdáandi þessarar færni. Maður á ekki að leika persónuna sem er alltaf glöð eða alltaf sorgmædd heldur þá sem er raunveruleg. Buster Keaton leikur alltaf manneskjuna sem heldur ein­ hverju fyrir sig, einhverju sem aðrir fá ekki að sjá en svo fara að myndast holur og sprungur í brynjunni og þar í gegn fáum við svo að sjá það sem skiptir máli. Þetta er sú leið sem hefur alltaf heillað mig. Elska þessar aðstæður Það var dásamlegt að klára þetta verkefni en það var líka dásamlegt að vinna það. Þú og þínir lesendur þekkið Ísland auðvitað betur en ég, þetta á að gerast á norðurpólnum, og þeir sem þekkja Ísland eitthvað vita að veðrið breytist gjörsamlega á klukkustundar fresti. Það leiddi til þess að við vorum lengi vel að eltast við veðrið og reyna að laga okkur að aðstæðunum. Vorum að stökkva á milli atriða eftir því hvernig veðrið breyttist og svo þegar við vorum til­ búin í að taka atriðið þá var komið eitthvað allt annað veður. Þannig að við vorum svona að reyna að berjast við þessar aðstæður – þetta síbreyti­ lega veður, þangað til að við bara gáfumst upp. Komumst að þeirri niðurstöðu að við þyrftum hreinlega bara að skjóta þessa mynd óháð því hvernig veðrið væri. Við bara látum þetta virka,“ segir Mads og hlær við tilhugsunina. „Þetta reyndist okkur miklu betur. Það var ekki til neins að eltast við þetta. En þetta er falleg mynd. Hjartnæm og sterk saga sem er í raun mjög svo óamerísk þó svo að hún sé amerísk og ég hlakka mikið til að sjá útkomuna.“ Mads hefur á orði að það sé líka talsvert frábrugðið því að vinna á Íslandi og víða annars staðar í heiminum. „Ég elska Ísland. Ég elska fólkið og landið. Ég elska hvernig Íslendingar vinna. Núna er ég búinn að vera þrisvar sinnum á Íslandi og ég verð alltaf jafn heillaður af því hvað fólkið gefur sig allt í það sem við erum að gera. Fólk bara brettir upp ermar og vinnur þau verk sem þarf að vinna með bros á vör. Það var gríðarlega erfitt að vinna að þessari mynd en ég hef aldrei áður séð svona margt fólk vinna af slíkum dugnaði en vera um leið jákvætt og glatt. Þetta er nákvæmlega það sem mynd eins og þessi þarf á að halda því ef þú ert með fimm verkalýðs­ félög og átta manns að kvarta undan öllu á hverjum degi þá er ekki hægt að búa til svona myndir. Ég er ekki að gefa skít í verkalýðsfélög með þessu en stundum er það algjörlega dásamlegt að geta bara búið til bíó.“ Mads segir að Arctic hafi verið krefjandi verkefni og að það hafi líka reynt á hann líkamlega enda dagarnir langir við erfiðar aðstæður. „En við skutum hana á tuttugu og tveimur dögum minnir mig og þegar maður veit að maður er að vinna í svona rokk og ról verkefni þá er maður líka meðvitaður um enda­ markið. Maður lætur bara vaða, leyfir sér ekki að hugsa um hversu erfitt þetta er og vonandi er maður svo búinn að þessu nokkrum vikum síðar. Kvikmyndir geta verið erfiðar á ólíkan máta. Stundum leikur maður í senu, er svo laus frá tökum í einn eða tvo daga á meðan það er verið að skjóta aðrar persónur og maður fer að hugsa um næstu senu svona í rólegheitunum. En í Arctic var ég að alla daga, hverja einustu mínútu frá morgni til kvölds og það komst ekkert annað að. Ég nýt þess að vera í þessum skriðþunga og hef þá trú að við þær aðstæður geti skapast eitt­ hvað alveg sérstakt. Mér finnst mjög heillandi að vinna í þessari orku og nýt þess til fulls.“ Þetta er draumurinn Mads Mikkelsen er gríðarlega eftir­ sóttur leikari en segist þó ekki hafa hugmynd um hvað hann ætlar að taka sér fyrir hendur næst. „Ég veit það ekki. Það er reyndar þannig með okkur sem vinnum við að gera kvikmyndir að við deilum þeirri tilfinningu að loknu verkefni að við fáum aldrei aftur neitt að gera. Það er eitthvað sem breytist aldr­ ei,“ segir Mads og hlær aðeins við tilhugsunina. „En það er líka á sinn hátt skelfilegt að vera fullbókaður næstu tvö árin. Þá er ég alltaf að hugsa: Hvað ef það kæmi nú eitt­ hvað annað sem er algjörlega stór­ kostlegt? Hvað þá? Þannig að þetta er tvíeggjað sverð. En ég hef lært að sætta mig við þetta að einhverju leyti og er að reyna að vera afslapp­ aður gagnvart þessu vegna þess að ég get engu breytt um þetta. Það koma tilboð og ef mér líkar ekki við þau þá segi ég nei. Ég er kominn á þann stað að ég vel ekki lengur verkefni vegna peninganna heldur vegna þess að það er eitthvað sem mér finnst spennandi og langar til þess að gera. Það er augljóslega lúxus vegna þess að stundum er maður bara búinn með peninginn en núna er ég í þeirri gæfuríku stöðu að geta sagt: Veistu hvað, ég er að taka mér langt frí,“ segir Mads og það leynir sér ekki að hann nýtur þess að vera í góðu fríi. „Þegar ég tek mér frí þá fer ég heim til fjölskyldunnar. Ég er giftur yndislegri konu og við eigum tvo stráka sem eru orðnir 25 og 19 ára. Við verjum miklum tíma saman, erum mikið í sporti og ég hjóla, spila tennis og það er svona mín leið að því að slaka á í lífinu. Ég hef alltaf verið líkamlega vel á mig kominn og ætli að fimleikamaðurinn sé ekki alltaf þarna einhvers staðar. En ég er svo sem orðinn 51 árs gamall og líkaminn jafnar sig ekki með sama hraða og áður. Vandinn er að ég er alltaf að gleyma aldrinum en líkaminn minnir mig svo á hann á kvöldin. Segir mér að þessir fjórir tímar af tennis hafi verið helst til mikið,“ segir Mads og hlær. „Hvað ferilinn varðar þá snýst draumurinn í raun um það sem ég var að gera á Íslandi. Þetta er þar sem þetta byrjaði. Þessi rokk og ról kvikmyndagerð sem mín kynslóð féll fyrir og við létum okkur dreyma um að verða hluti af einn daginn. Ég hef tekið þátt í nokkrum slíkum verkefnum en þau koma ekki til manns á hverjum degi. Langt frá því. Ef ég verð heppinn þá fæ ég að taka þátt í einu eða tveimur slíkum verk­ efnum til viðbótar. En þetta verk­ efni á Íslandi kom til mín og þetta er það sem okkur leikarana dreymir um. Að fara inn í verkefnið, gleyma aldrinum og halda að maður sé tví­ tugur og bara láta vaða. Ég held að þetta sé draumur allra leikara.“ Mads Mikkelsen hefur verið viðstaddur ófáa stórviðburðina en hugurinn er þó heima í Kaupmannahöfn hjá fjölskyldunni. NordicphotoS/gEtty ↣ NúNa er ég búiNN að vera þrisvar siNNum á ÍslaNdi og ég verð alltaf jafN heill- aður af þvÍ hvað fólkið gefur sig allt Í það sem við erum að gera. fólk bara brettir upp ermar og viNNur þau verk sem þarf að viNNa með bros á vör. vaNdiNN er að ég er alltaf að gleyma aldriNum eN lÍkamiNN miNNir mig svo á haNN á kvöldiN. segir mér að þessir fjórir tÍmar af teNNis hafi verið helst til mikið. 6 . m a í 2 0 1 7 L a U G a R D a G U R28 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 0 6 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 1 3 6 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C C F -9 5 6 0 1 C C F -9 4 2 4 1 C C F -9 2 E 8 1 C C F -9 1 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 3 6 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.