Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.05.2017, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 06.05.2017, Qupperneq 42
Ferðaskrifstofan Gaman Ferðir sérhæfði sig í upphafi í fót-bolta-, tónleika- og hópferðum en hefur síðastliðin þrjú ár komið sterk inn á sólarlandamarkaðinn. Ingibjörg Elsa Eysteinsdóttir, for- stöðukona sólar- og sérferða, segir ljóst að landsmenn ætla sér í sólina í sumar. „Það lítur út fyrir að annar hver maður ætli í sólina í sumar. Það er mikið bókað hjá okkur og aukningin milli ára hefur farið langt fram úr væntingum,“ segir Ingi- björg. Ferðaskrifstofan býður upp á þó nokkra áfangastaði á Spáni en Tenerife er sá allra vinsælasti. „Tenerife er bara svo frábær áfanga- staður sem hægt er að ferðast til allan ársins hring.“ Ingibjörg segir mikla áherslu lagða á að bjóða vandaða og góða gististaði á Tenerife. „Sá allra vin- sælasti heitir Green Garden Resort & Suites. Þetta er fjögurra stjörnu íbúðahótel og er á lista yfir topp 25 bestu hótelin á Spáni í flokki fjöl- skylduhótela. Þetta er fjölskyldu- paradís Gaman Ferða. Síðustu daga höfum við verið að nota samfélags- miðilinn Snapchat (gamanferdir) þar sem að hann „Kalli okkar“ hefur verið að snappa og sýna hótelið. Það má nánast segja að það sé verið að slást um síðustu lausu íbúðirnar í sumar og fólk er að leggja inn pöntun fyrir næsta sumar, 2018, enda verður enginn svikinn af því að dvelja á Green Garden.“ Af öðrum sólaráfangastöðum Gaman Ferða nefnir Ingibjörg Lloret de Mar, Salou, Albir og Beni- dorm sem hún segir alla standa fyrir sínu. „Þar leggjum við líka sérstaka áherslu á að bjóða upp á góða íbúðagistingu og vönduð hótel. Í september og október ætlum við svo að beina fólki til Sitges en það er einstaklega fallegur og skemmtilegur strandbær sem er aðeins 30 km frá Barcelona- flugvelli. Það er tilvalið að lengja sumarið og taka langa helgi í Sitges sem stundum hefur verið nefnt Saint Tropez Spánar. Í Sitges er fjölbreytt menning og skemmtilegt næturlíf. Staðurinn er mikið sóttur af samkynhneigðum en öllum þykir afar gaman að koma þangað. Við erum með flotta gististaði og þar eru margir góðir veitingastaðir, kaffihús og klúbbar sem gaman er að prófa,“ segir Ingibjörg. Tónleikasumar Ingibjörg segir sannkallað tón- leikasumar fram undan hjá Gaman Ferðum. „Við erum að fara með tæp- lega tvö hundruð manns á Adele í London í júlí en auk þess erum við með ferðir á á Ed Sheeran í júní og á U2 í júlí.“ Ingibjörg segir boðið upp á VIP-miða sem tryggja góða stað- setningu og VIP „lounge“ fyrir og eftir tónleika sem sé afar vinsælt. Heilsu-, jóga- og brimbrettaferðir Heilsu- og jógaferðirnar eru líka vinsælar sem aldrei fyrr. „Við erum að fara í þá fyrstu til Albir um næstu helgi en förum svo í jógaferð til Tossa de Mar í júní. Báðar þessar ferðir seldust upp hjá okkur og því bjóðum við upp á sams konar ferðir aftur í haust. Svo erum við með tvær nýjar og spennandi heilsu- ferðir. Sú fyrri verður í september og ber yfirskriftina „ Vítamín fyrir veturinn“. Gurrý, framkvæmda- stjóri Reebok Fitness, og Auður Harpa, danskennari í Reebok, leiða hana. Farið verður til ítölsku Alpanna og lögð áhersla á hug- leiðslu og jóga. Þá bryddum við upp á þeirri nýjung að bjóða brim- brettaferð til Tenerife í nóvember. Þar erum við að tala um sjö daga ferð á fjögurra stjörnu lúxushóteli sem er aðeins fyrir fullorðna. Boðið verður upp á brimbrettakennslu á hverjum degi og jóga á morgnana auk þess sem farið verður á svo- kölluð „Stand up Paddle Board“. Aðspurð segir Ingibjörg nóvember háannatíma á Tenerife og að þar sé hægt að vera allan ársins hring. „Þar eru líka alveg geggjaðar öldur.“ Melia Villaitana – heimavöll- ur Gaman Ferða í Alicante Ingibjörg segir ekki heldur mega gleyma að minnast á golfferðirnar en haustferðirnar voru að koma í sölu og verða í boði í október. „Við erum á Melia Villaitana í Alicante, sem við köllum heimavöllinn Ingibjörg segir líta út fyrir að annar hver Íslendingur ætli í sólina í sumar. Vinsælasti gististaðurinn á Tenerife er Green Garden Resort & Suites og er nánast slegist um íbúðrinar. Hjá Gaman Ferðum er lögð rík áhersla á að bjóða vandaða og góða gististaði. Framhald af forsíðu ➛ okkar, en okkar maður, Jón Karls- son eða Nonni golf, er fararstjóri og golfkennari Gaman Ferða. Við höfum fengið frábærar viðtökur við golfferðunum okkar og það er klárt mál að þessar ferðir munu seljast upp,“ segir Ingibjörg. Gaman Ferðir hafa alltaf lagt mikla áherslu á fótboltaferðir. „Enski boltinn fer í sölu 14. júní og þá koma allar ferðirnar inn. Í sept- ember ætlum við svo með fulla vél til að styðja strákana okkar í undankeppni HM í Finnlandi. Þá geta menn slegið tvær flugur í einu höggi en sama dag leikur íslenska karlalandsliðið í körfubolta við Pólland í Helsinki og fylgir miði á þann leik með í kaupunum. Það verður því sannarlega mikil stemming í Finnlandi þessa helgi. Lúxussiglingar, mexíkóska Rívíeran og Karíbahaf „Í haust verðum við með tvær sannkallaðar lúxusferðir. Þetta eru skemmtisiglingar sem svíkja engan. Fyrri ferðin verður farin í september en siglt verður frá Los Angeles til Mexíkó. Seinni ferðin verður farin í lok október en þá verður siglt frá Miami um Karíba- haf.“ Að sögn Ingibjargar er um að ræða virkilega spennandi áfanga- staði og mjög gott verð. „Þá erum við með reynslumikla fararstjóra sem sjá til þess að upplifunin verði sem eftirminnilegust.“ Borðtennismót á föstudögum Gaman Ferðir eru til húsa að Bæjarhrauni 14 í Hafnarfirði. „Eins og nafnið gefur til kynna þá viljum við hafa gaman hjá okkur. Við erum með reynslumikið starfsfólk hjá okkur úr ferðageiranum og leggjum mikla áherslu á að veita faglega en umfram allt skemmti- lega þjónustu. Við kappkostum að svara viðskiptavinum okkar nánast á hvaða tíma sólahringsins sem er. Við notumst mikið við Facebook og hvetjum fólk til að senda okkur fyrirspurnir þangað. Það er nánast alltaf einhver á vaktinni til að svara,“ upplýsir Ingibjörg. Þó mikið sé að gera hjá Gaman Ferðum gefur starfsfólkið sér alltaf tíma á föstudögum til að spila borðtennis. „Þá höldum við borðtennismót þar sem allt er lagt undir og keppt er um titilinn borðtennismeistari vikunnar. Viðskiptavinir eru hjartanlega velkomnir að kíkja í heimsókn til okkar á föstudögum og spila við okkur. Ef þeir vinna fá þeir afslátt af ferð.“ Skrifstofan er opin milli níu og fimm virka daga. Allar nánari upp- lýsingar er að finna á gaman.is Góðgerlar sem styrkja meltinguna og vinna gegn fjölgun Candida sveppsins í meltingarvegi. Inniheldur: Góðgerlablöndu af 7 sýruþolnum gerlastrengjum, hvítlauk og grape seed extract. Öflug blanda góðgerla sem byggir upp þarmaflóruna og styrkir varnir líkamans. Inniheldur: Góðgerlablöndu af 14 sýruþolnum gerlastrengjum. Styrkir þvagrásina og virkar sem öflug vörn gegn þvagrásar- vandræðum. Inniheldur: Góðgerlablöndu af 2 sýruþolnum gerlastrengjum, trönuberjaþykkni og A-vítamín. Góðgerlar fyrir börn á öllum aldri. Eflir þarmaflóruna, án allra aukaefna og er bragðlaust. Inniheldur: Góðgerlablöndu af 7 sýruþolnum gerlastrengjum, Omega 3 og D3-vítamín. Hamingjan kemur innan frá. Bio-Kult góðgerlar styrkja meltinguna - Öflug melting og betra jafnvægi - Veldu það besta fyrir þína meltingu. Fæst í öllum apótekum, heilsuverslunum og heilsuhillum stórmarkaðanna. Nánari upplýsingar á www.icecare.is Bio-Kult Candéa Bio-Kult Original Bio-Kult Pro-Cyan Bio-Kult Infantis 2 KYNNINGARBLAÐ 6 . M A Í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 6 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 1 3 6 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C C F -B 3 0 0 1 C C F -B 1 C 4 1 C C F -B 0 8 8 1 C C F -A F 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 3 6 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.