Fréttablaðið - 06.05.2017, Page 48

Fréttablaðið - 06.05.2017, Page 48
Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Magnús Kjart- ansson stýrir söng Brokkkórs- ins í Seljakirkju í hinni árlegu kirkjureið hesta- fólks á höfuð- borgarsvæðinu. MYND/ANTON BRINK Brokkkórinn flytur lög við sér-staka guðsþjónustu þar sem hestamönnum er boðið að koma ríðandi til kirkju. Séra Valgeir Sigurðsson predikar. Hann er mikill hestamaður sjálfur og byrjaði á þessu í samvinnu við fleiri fyrir nokkrum árum. Nú er þetta orðið að hefð,“ segir Magnús Kjartans- son en árleg kirkjureið hestafólks á höfuðborgarsvæðinu fer fram á morgun. Riðið verður til Seljakirkju og segir Magnús, sem er hesta- maður sjálfur, þetta stórskemmti- lega uppákomu sem brjóti upp hversdaginn. „Ef hestamenn sjá kirkjur vita þeir að frá þeim liggja reiðgötur til allra bæja í sveitinni og við þekkj- um margar sögur frá því í gamla daga þegar fólk reið til kirkju. Þetta er gömul og skemmtileg hefð til að halda við og tækifæri til þess að gera eitthvað annað á hestbaki en ríða í hringi. Það halda allir kátir og glaðir til kirkju,“ segir Magnús. Eru hestamenn guðhrætt fólk upp til hópa? „Ja, allavega þennan dag,“ segir hann sposkur. Predik- unin fjalli iðulega um efni sem eru hugleikin hestamönnum. „Við lofum vorið og sumar- komuna í messunni og í predikun er lagt út af einhverju sem snertir hestamanninn. Reynt að finna þeirra viðkvæmustu strengi. Brokkkórinn leiðir almennan söng og flytur einnig þrjú lög, þar af er einn sálmur. Enda veitir ekki af fyrir hestafólk að kunna einn til tvo sálma og nokkrar bænir, það kemst stundum í þannig aðstæður að betra er að hafa almættið með sér. Eftir messu safnast fólk saman í kaffi og með því.“ Eru engir vasapelar á lofti? „Hingað til hefur ekki þurft að áminna neinn,“ segir Magnús og hlær. Fjögur ár eru síðan Magnús flutti sig úr borgarhasarnum í sveita- sæluna í Grímsnesi. Þar rjátla þau hjónin með hestana en lítinn annan búskap. „Við höfðum lengi verið með skika þarna og ræktað. Foreldrar konunnar minnar þar við hliðina en afi hennar var síðasti ábúandi á jörðinni. Ýmsir rótarangar tengja okkur því við þennan stað. Þetta er lögbýli en við erum þó ekki með neinn búskap. Setjum kannski niður nokkrar kartöflur og mörgum finnst skrítið að við séum ekki einu sinni með hænur. En við getum fengið egg hjá nágrönnum, til að eiga í ommilettu fyrir gesti,“ segir Magnús. Hann nái jarðtengingu í hestamennskunni og rólegheitin í sveitinni eigi vel við hann. „Það myndast heilmikið jarð- samband á hestbaki og gott að gleyma öllu öðru um tíma, nema gangi hestsins og einbeita sér að því að hanga á baki. Þá hafa bænir oft komið sér ágætlega. Ég kenni einnig tónmennt á Borg í Grímsnesi og finnst það dásamlegt,“ segir hann. Líklega yrði hann ekki almenni- legur bóndi. „Þegar flugfreyja og tónlistar- maður eiga í hlut er afar erfitt að mæta reglulega í verkin eða fylgja nokkurri rútínu. En okkur líður vel þarna, laus við borgarstressið.“ Gott að hafa almættið með sér Maggi Kjartans stýrir söng Brokkkórsins í guðsþjónustu hestamanna FERÐAÁÆTLUN 2016 FERÐAFÉLAG ÍSLANDS www.fi.is F E R Ð A Á Æ T LU N 2 0 1 6 F E R Ð A F É LA G ÍS LA N D S Morgungöngur Kl. 6 að morgni, alla daga vikunnar frá upphafsstað göngu. Fararstjórar: Páll Guðmundsson og Auður Kjartansdóttir. Fátt er betra en að byrja góðan dag með fjallgöngu og fylla lungun af fjallalofti fyrir verkefni dagsins. Ýmiss fróðleikur og skemmtun í hverri göngu, auk morgunleikfimi. Í tilefni af 90 ára afmæli FÍ verður skáld með í hverri morgungöngu Mánudagur: Helgafell ofan Hafnarfjarðar. Gangan hefst við Kaldársel. Þriðjudagur: Reykjaborg. Gangan hefst við bílastæði norðaustan við Hafravatn. Miðvikudagur: Haukadalsfjöll. Gangan hefst við neðan við Hrafnhóla. Fimmtudagur: Vífilsfell við Sandskeið. Gangan hefst við malarnámur við rætur fjallsins. Föstudagur: Úlfarsfell. Gangan hefst við bílastæði skógræktar við Vesturlandsveg. Skrifað undir samstarfssamning við heilsueflandi samfélag Mosfellsbæ. Göngurnar taka 2-3 klst. Gott er að vera í skjólgóðum fatnaði og gönguskóm og taka með sér göngustafi, nestisbita og drykk. Ferðafélags Íslands 8.–12. maí Skráðu þig inn – drífðu þig út – það er aldrei of seint FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | Sími 568 2533 | www.fi.is Þátttaka er ókeypis Allir velkomnir Á fjöll við fyrsta hana gal 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . M A Í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 6 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 1 3 6 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C C F -E E 4 0 1 C C F -E D 0 4 1 C C F -E B C 8 1 C C F -E A 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 3 6 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.