Fréttablaðið - 06.05.2017, Side 86
Fallegu
verkefnin
Hafsteinn Halldórsson sinn-
ir ýmsum skemmtilegum
verkefnum í frístundum
sínum. Þar má nefna upp-
setningu verkstæðis fyrir
einhverfan vin og niður-
grafningu trampólíns fyrir
félaga sem notar hjólastól.
Starri Freyr
Jónsson
starri@365.is
Það er sjaldan lognmolla í kringum Hafstein Hall-dórsson, annan eigenda
hönnunarfyrirtækisins Happie
furniture. Fyrir utan að sinna eigin
framleiðslu ásamt meðeigenda
sínum og eiginkonu, Guðrúnu
Öglu, er hann að reisa hús fyrir
fjölskylduna við Hafravatn, undir-
búa uppsetningu á tíu fermetra
verkstæði fyrir einhverfan vin sinn
auk þess sem hann er að undir-
búa það að grafa fyrir trampólíni,
sem er fyrir annan vin hans sem
er í hjólastól. „Ég er mjög ofvirkur
maður en það er líka gott að nýta
aldurinn, meðan maður hefur
kraftinn og þolinmóðan maka sem
þolir að ég sé vinnandi alla daga og
fari aldrei í frí.“
Hálfgerðir bræður
Uppsetning verkstæðisins og
niðurgröftur trampólínsins tengist
félögum hans, og hálfgerðum
bræðrum að eigin sögn, en þeir búa
á sambýlinu á Barðastöðum. „Ég
hef sjálfur unnið þarna í níu ár með
hléum og strákarnir þar eru hálf-
gerðir bræður mínir og góðir félag-
ar. Fyrir um þremur árum smíðaði
ég matjurtakassa í garðinn hjá þeim
en efnið, t.d. timbur, plast og mold,
fékk ég gefins frá Húsasmiðjunni.
Eftir að myndir af kössunum fóru
á Facebook setti fólk sig í samband
við mig og vildi kaupa eins kassa.
Því má segja að vinsældir þeirra
hafi byrjað eins og borðin okkar frá
Happie furniture, fólk sá myndir
á Facebook og hafði
samband. Mat-
jurtakassarnir
urðu svo vinsælir
að Íslenski sjávar-
klasinn lánaði okkur
risastórt rými úti á Granda
undir verkefnið auk þess
sem Húsasmiðjan hefur
styrkt okkur enn frekar.“
Tekur í sundur
Skúrinn, sem verður
9-10 fermetrar, er
ætlaður vini hans
Ástþóri. „Hann
verður í garð-
inum en Ástþór
elskar verkfæri.
Það er erfitt að
fara með hann í
Húsasmiðjum því
áður en þú veist
af er hann búinn
að taka næsta
verkfæri í sundur.
Aðalfjörið hjá honum er að skrúfa
allt í sundur enda er hann mjög
góður í því. Skúrinn verður fínasta
verkstæði fyrir hann og þangað
getur hann farið og sinnt þessu
áhugamáli sínu.“
Svo er það Pétur, sem er töffari í
hjólastól að sögn Hafsteins og býr
líka á Barðastöðum. „Við ætlum að
niðurgrafa trampólín fyrir hann
þannig að þá getur hann bara
losað beltið af stólnum og hent sér
beint út á trampólínið. Ég er búinn
að redda gröfukalli og allt er að
verða tilbúið. Það er auðvitað allt
brjálað að gera hjá okkur í Happie
furniture en fólk getur nú beðið í
1-2 aukadaga eftir borðum meðan
maður sinnir svona fallegum
verkefnum.“
Afaskór og föðurland
Sjálfum finnst Hafsteini best að
vinna í fötum með fullt af máln-
ingarslettum og nógu mörgum
vösum til að geyma hluti sem
tengjast smíðunum. „Fötin skiptu
mig miklu máli á yngri árum en í
dag er hugsað um praktík og þæg-
indi! Ég get ekki gert upp á milli
tveggja uppáhaldsflíka minna,
afaskónna og föðurlandsins enda
nánast alltaf í þessu.
Föðurlandið er í miklu uppá-
haldi hjá Hafsteini þar sem veðrið
skiptir ekki máli enda alltaf hægt
að vippa sér í stuttermabol yfir og
skoppa út í íslenska veðrið.
„Afaskóna gaf Einar mágur minn
mér en ef mig vantar nýja skrifa
ég nýjan óskalista fyrir hann á
jólunum. Fyrstu afaskóna fékk ég
„lánaða“ hjá pabba á sínum tíma.
Ég er ansi hræddur um að þeir hafi
ekki skilað sér til baka enda um
átta ár síðan ég fékk þá
lánaða.“
Næg verkefni
Á næstu vikum skilar fyrir-
tæki þeirra hjóna stærsta verkefni
sínu til þessa, sem er sæti og borð
fyrir um 150 manns á Hlemmi
matarhöll sem opnar í sumar.
Einnig koma þau að nýju bjór-
baðhúsi sem brugghúsið Kaldi
stefnir á að opna í sumar sem
er það fyrsta sinnar tegundar
á Norðurlöndum að sögn
Hafsteins. „Við erum einn-
ig að skila stóru hring-
borði fyrir veitingahúsið
Hraun eldhús í Ólafsvík
og erum með í framleiðslu
fimmtán misstórar hring-
borðsplötur fyrir veitingastað
sem verður opnaður á Hellis-
sandi í sumar. Þannig að það
er enginn skortur á verkefnum
þessa dagana.“
Hafsteinn Hall-
dórsson ásamt
dóttur sinni.
myNd/GVA
Ástþór verkfærameistari hjálpar til við að smíða fyrsta
matjurtakassann.
Pétur að dytta að garðinum sínum.
Í ta lska tónskáldið og píanóleikar inn
Ludovico E inaudi heldur tónleika í
E ldborgar sal Hörpu þann 17. jú l í .
E inaudi le ikur úr val verka af nýjustu plötu
s inni „Elements” auk f jö lda annar ra verka
frá hans magnaða fer l i .
17.07.17
Nýttu tæki færið og s jáðu þennan
stórkost lega píanista.
TRYGGÐU ÞÉR MIÐA NÚNA Á
TIX. IS, MIÐASÖLU HÖRPU EÐA Í
S ÍMA 528 5050
10 KyNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . m a í 2 0 1 7 L AU G A R dAG U R
0
6
-0
5
-2
0
1
7
0
4
:2
3
F
B
1
3
6
s
_
P
0
9
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
8
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
3
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
C
F
-D
A
8
0
1
C
C
F
-D
9
4
4
1
C
C
F
-D
8
0
8
1
C
C
F
-D
6
C
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
1
3
6
s
_
5
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K