Fréttablaðið - 06.05.2017, Síða 86

Fréttablaðið - 06.05.2017, Síða 86
Fallegu verkefnin Hafsteinn Halldórsson sinn- ir ýmsum skemmtilegum verkefnum í frístundum sínum. Þar má nefna upp- setningu verkstæðis fyrir einhverfan vin og niður- grafningu trampólíns fyrir félaga sem notar hjólastól. Starri Freyr Jónsson starri@365.is Það er sjaldan lognmolla í kringum Hafstein Hall-dórsson, annan eigenda hönnunarfyrirtækisins Happie furniture. Fyrir utan að sinna eigin framleiðslu ásamt meðeigenda sínum og eiginkonu, Guðrúnu Öglu, er hann að reisa hús fyrir fjölskylduna við Hafravatn, undir- búa uppsetningu á tíu fermetra verkstæði fyrir einhverfan vin sinn auk þess sem hann er að undir- búa það að grafa fyrir trampólíni, sem er fyrir annan vin hans sem er í hjólastól. „Ég er mjög ofvirkur maður en það er líka gott að nýta aldurinn, meðan maður hefur kraftinn og þolinmóðan maka sem þolir að ég sé vinnandi alla daga og fari aldrei í frí.“ Hálfgerðir bræður Uppsetning verkstæðisins og niðurgröftur trampólínsins tengist félögum hans, og hálfgerðum bræðrum að eigin sögn, en þeir búa á sambýlinu á Barðastöðum. „Ég hef sjálfur unnið þarna í níu ár með hléum og strákarnir þar eru hálf- gerðir bræður mínir og góðir félag- ar. Fyrir um þremur árum smíðaði ég matjurtakassa í garðinn hjá þeim en efnið, t.d. timbur, plast og mold, fékk ég gefins frá Húsasmiðjunni. Eftir að myndir af kössunum fóru á Facebook setti fólk sig í samband við mig og vildi kaupa eins kassa. Því má segja að vinsældir þeirra hafi byrjað eins og borðin okkar frá Happie furniture, fólk sá myndir á Facebook og hafði samband. Mat- jurtakassarnir urðu svo vinsælir að Íslenski sjávar- klasinn lánaði okkur risastórt rými úti á Granda undir verkefnið auk þess sem Húsasmiðjan hefur styrkt okkur enn frekar.“ Tekur í sundur Skúrinn, sem verður 9-10 fermetrar, er ætlaður vini hans Ástþóri. „Hann verður í garð- inum en Ástþór elskar verkfæri. Það er erfitt að fara með hann í Húsasmiðjum því áður en þú veist af er hann búinn að taka næsta verkfæri í sundur. Aðalfjörið hjá honum er að skrúfa allt í sundur enda er hann mjög góður í því. Skúrinn verður fínasta verkstæði fyrir hann og þangað getur hann farið og sinnt þessu áhugamáli sínu.“ Svo er það Pétur, sem er töffari í hjólastól að sögn Hafsteins og býr líka á Barðastöðum. „Við ætlum að niðurgrafa trampólín fyrir hann þannig að þá getur hann bara losað beltið af stólnum og hent sér beint út á trampólínið. Ég er búinn að redda gröfukalli og allt er að verða tilbúið. Það er auðvitað allt brjálað að gera hjá okkur í Happie furniture en fólk getur nú beðið í 1-2 aukadaga eftir borðum meðan maður sinnir svona fallegum verkefnum.“ Afaskór og föðurland Sjálfum finnst Hafsteini best að vinna í fötum með fullt af máln- ingarslettum og nógu mörgum vösum til að geyma hluti sem tengjast smíðunum. „Fötin skiptu mig miklu máli á yngri árum en í dag er hugsað um praktík og þæg- indi! Ég get ekki gert upp á milli tveggja uppáhaldsflíka minna, afaskónna og föðurlandsins enda nánast alltaf í þessu. Föðurlandið er í miklu uppá- haldi hjá Hafsteini þar sem veðrið skiptir ekki máli enda alltaf hægt að vippa sér í stuttermabol yfir og skoppa út í íslenska veðrið. „Afaskóna gaf Einar mágur minn mér en ef mig vantar nýja skrifa ég nýjan óskalista fyrir hann á jólunum. Fyrstu afaskóna fékk ég „lánaða“ hjá pabba á sínum tíma. Ég er ansi hræddur um að þeir hafi ekki skilað sér til baka enda um átta ár síðan ég fékk þá lánaða.“ Næg verkefni Á næstu vikum skilar fyrir- tæki þeirra hjóna stærsta verkefni sínu til þessa, sem er sæti og borð fyrir um 150 manns á Hlemmi matarhöll sem opnar í sumar. Einnig koma þau að nýju bjór- baðhúsi sem brugghúsið Kaldi stefnir á að opna í sumar sem er það fyrsta sinnar tegundar á Norðurlöndum að sögn Hafsteins. „Við erum einn- ig að skila stóru hring- borði fyrir veitingahúsið Hraun eldhús í Ólafsvík og erum með í framleiðslu fimmtán misstórar hring- borðsplötur fyrir veitingastað sem verður opnaður á Hellis- sandi í sumar. Þannig að það er enginn skortur á verkefnum þessa dagana.“ Hafsteinn Hall- dórsson ásamt dóttur sinni. myNd/GVA Ástþór verkfærameistari hjálpar til við að smíða fyrsta matjurtakassann.  Pétur að dytta að garðinum sínum.  Í ta lska tónskáldið og píanóleikar inn Ludovico E inaudi heldur tónleika í E ldborgar sal Hörpu þann 17. jú l í . E inaudi le ikur úr val verka af nýjustu plötu s inni „Elements” auk f jö lda annar ra verka frá hans magnaða fer l i . 17.07.17 Nýttu tæki færið og s jáðu þennan stórkost lega píanista. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA NÚNA Á TIX. IS, MIÐASÖLU HÖRPU EÐA Í S ÍMA 528 5050 10 KyNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . m a í 2 0 1 7 L AU G A R dAG U R 0 6 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 1 3 6 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C C F -D A 8 0 1 C C F -D 9 4 4 1 C C F -D 8 0 8 1 C C F -D 6 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 3 6 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.