Fréttablaðið - 06.05.2017, Page 94

Fréttablaðið - 06.05.2017, Page 94
Eileandonan Castle Isle of Castle. MYNDIR/FANNEY SIZEMORE Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Fanney í Glen Coe dalnum. Fanney Sizemore feðaðist í sjö daga um Edinborg og skosku hálöndin. DeanVillage Ég er með algjöra ferðabakteríu og ligg yfir Dohop og skoða ódýr flug frá Íslandi. Ég tók þá ákvörðun að leyfa mér ekki mikið hérna heima og eyða auka- krónunum frekar í ferðalög,“ segir Fanney Sizemore, myndskreytir og leikmunahönnuður hjá Borgar- leikhúsinu. „Það er tiltölulega ódýrt að ferðast í augnablikinu, sérstaklega ef maður gerir sér far um að leita að ódýrum flugferðum og gista á hosteli eða ódýrum hótelum. Ég fór í vikuferð til Skotlands um páskana: flug, gisting í sjö nætur á hosteli og þriggja daga ferð um hálendið kostaði mig sam- tals 50 þúsund krónur! Ég nota yfirleitt Booking til þess að leita að gistingu,“ segir Fanney. Hún undirbúi ferðirnar vel og haldi vali á áfangastað opnu. „Mér er tiltölulega sama hvert ég fer, á eftir að sjá svo marga staði. Ég byrja oft á að fljúga til borgar og er þar í tvo til fjóra daga en finn síðan falleg þorp eða fer út í náttúruna,“ segir Fanney. Hún hafi litla þolin- mæði í afslöppun. „Það er eins og ég sé með koffín í æð þegar ég fer til útlanda, geng út um allt, skoða og fræðist eins mikið og ég get. Enda er fólk hissa á því hvað ég næ að gera mikið. En það er hægt að gera svo margt þegar maður hangir ekki á barnum, á ströndinni eða í versl- unum,“ segir hún sposk. „Ég leggst yfirleitt í rannsóknar- vinnu á netinu áður. Skoða ferða- blogg og gúgla áhugaverða staði og hvernig best og ódýrast er að komast þangað. Merki svo inn á kort í Google maps allt sem mig langar til þess að gera. Ég er meira að segja með nokkur merkt kort af stöðum sem sem mig langar að skoða í framtíðinni,“ segir Fanney. Hún ferðast yfirleitt ein og líkar það vel. „Það verður svo mikið úr tímanum þegar ekki þarf að taka tillit til neins annars. Ég gisti oft á hostelum og þar kynnist maður fólki. Einnig leita ég oft uppi lindy hop danskvöld hvert sem ég fer og það er góð leið til þess að hitta fólk. Ég var ein í Edinborg en ákvað að panta mér skipulagða hópferð með Macbackpackers um skosku hálöndin í þrjá daga. Fannst það hagkvæmasta leiðin þar sem mig langaði að skoða svo margt og treysti mér ekki til þess að keyra á vinstri vegarhelmingi. Þetta var alveg frábær ferð og ég lærði mikið um skoska menningu og sögu. Hópurinn kom við á Culloden-víg- vellinum, þar sem síðasta orrusta Englendinga og Jakobíta var háð, stoppaði við Loch Ness, en ekki sást þó til Nessie. Við ferðuðumst um Isle of Skye og fórum í tvær litlar fjallgöngur meðal annars upp að Old Man of Storr. Uppáhaldið mitt var líklega Glen Coe dalurinn.“ Ferðastu mikið innanlands? „Ég vildi að ég gæti það en það er dýrt. Ég er ekki á bíl og það er ódýrara fyrir mig að finna flug og eyða viku í útlöndum heldur en að ferðast með strætó eða rútu um Ísland og borða hér í viku. Hvað þá ef ég ætlaði að kaupa gistingu. Ég er að fara til Hull á lindy hop festi- val og fékk flug fram og til baka til London á 10 þúsund krónur. Það er ódýrara en strætó eða ódýrasta flugið frá Reykjavík til Egilsstaða.“ Vel hægt að ferðast ódýrt Fanney Sizemore eyðir hverri auka- krónu í ferðalög til útlanda. Undirbún- ingur sé lykillinn að ódýrri ferð. 6 KYNNINGARBLAÐ 6 . M A Í 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 6 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 1 3 6 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C C F -C 1 D 0 1 C C F -C 0 9 4 1 C C F -B F 5 8 1 C C F -B E 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 3 6 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.