Fréttablaðið - 06.05.2017, Síða 102

Fréttablaðið - 06.05.2017, Síða 102
Í nóvember 1989, líkt og alla aðra mánuði ársins, kom nýtt tölublað af Playboy í hillur brasilískra blaðaturna. Brasil-íska útgáfan af þessu kunnasta herrablaði heims er keimlík bandarísku fyrirmyndinni, þar sem myndir af klæðalitlum eða allsnökt- um konum eru í aðalhlutverki. Sá er þó munurinn að brasilísku útgef- endurnir leggja meira kapp á að fá myndir af þjóðkunnum konum, svo sem sjónvarpsstjörnum eða konum sem frægar eru fyrir söng, leiklist eða íþróttir. Forsíðustúlka hins fyrrnefnda nóv- emberblaðs var 24 ára gamall ritari frá Rio de Janeiro. Hún hét Rosenery Mello do Nascimento og fékk himin- háa greiðslu frá blaðinu eða nálega tíu milljónir íslenskra króna að núvirði. Ritstjórinn taldi peningunum þó vel varið, enda var Rosenery Mello um þessar mundir umtalaðasta kona Brasilíu – og um tíma sú hataðasta. Líkt og svo margt annað í brasilísku samfélagi tengdist það fótboltaleik. Leikurinn sem gerði Rosenery Mello að stórstjörnu og lagði grunninn að fyrirsætuferli hennar og síðar spjall- þáttafrægð uns hún lést langt fyrir aldur fram árið 2011, fór fram á Marac- ana-leikvanginum í Ríó þann 3. sept- ember 1989. Gestirnir voru landslið Síle sem öttu kappi við heimamenn í forkeppni heimsmeistaramótsins sem haldið var á Ítalíu ári síðar. Brösótt gengi Knattspyrnusaga Síle hafði verið hálf- gerð eyðimerkurganga allt frá því að landið var í gestgjafahlutverkinu á HM 1962 og hreppti þá bronsverð- launin öllum að óvörum. Upp frá því hafði liðinu ýmist mistekist að vinna leik í úrslitakeppni HM eða hrein- lega þurft að sitja heima á kostnað öflugri nágranna sinna, knattspyrnu- stórveldanna Brasilíu, Argentínu og Úrúgvæ. Fátt benti til að breyting yrði á þessu. Í forkeppninni fyrir mótið 1990 lentu Síle og Brasilía saman í þriggja liða riðli, þar sem einungis toppsætið gaf farmiða til Ítalíu. Bæði lið unnu viðureignir sínar gegn Venesúela vandræðalaust og leiknum í Santiago lauk með jafn tefli. Leik- menn Síle héldu því til Brasilíu vit- andi að ekkert annað en sigur kæmi til greina. Heimamenn voru í hefndarhug. Á Suður-Ameríkumótinu tveimur árum fyrr höfðu þeir fengið óvæntan 4:0 skell gegn Sílemönnum og áttu erfitt með að gleyma þeirri niðurlægingu. Markahrókurinn Careca frá ítalska liðinu Napólí kom Brasilíumönnum í 1:0 í byrjun seinni hálfleiks og gest- irnir áttu í vök að verjast. Áhorfendur kættust og áköfustu stuðningsmenn- irnir létu flugeldum og púðurkerl- ingum rigna inn á völlinn. Á 67. mínútu dundu ósköpin yfir. Einn flugeldurinn virtist hæfa Roberto Rojas, markvörð Síle, sem hneig þegar niður. Leikmenn síleska liðsins þyrptust að og því næst læknar og aðstoðarmenn. Rojas var borinn út af alblóðugur í andliti. Arg- entínski dómarinn þrábað þjálfara Síle um að senda sína menn aftur út á völlinn en fékk þvert nei. Ekki var annað í stöðunni en að blása leikinn af. Áhorfendur á Maracana voru sem steini lostnir. Allt í uppnámi Ekki þurfti mikið ímyndunarafl til að gera sér í hugarlund hvað gerast myndi næst. Alþjóðaknattspyrnu- hreyfingin lagði á þessum árum gríð- arlega áherslu á að uppræta skrílslæti áhorfenda á fótboltaleikjum og sýndi þar litla miskunn. Að öllum líkindum myndi viðureignin teljast Brasilíu- mönnum töpuð, 0:3. Það þýddi að Síle kæmist áfram en Brasilía missti af sæti í úrslitakeppni HM í fyrsta sinn í sögunni. Nú tók við leitin að söku- dólginum. Það tók ekki langa stund að komast að því hver bar ábyrgð á flugeldinum örlagaríka. Margir urðu þó undrandi þegar í ljós kom að syndaselurinn var ekki hin dæmigerða boltabulla, held- ur fyrrnefnd Rosenery Mello. Hún var þegar í stað handtekin af lögreglu, á meðan fjölmiðlar kepptust við að búa til æsileg viðurnefni á ungu konuna sem eyðilagði HM-draum þjóðar- innar. En strax daginn eftir tók málið nýja og óvænta stefnu. Blaðaljósmyndarar framkölluðu filmur sínar og rýndu í myndirnar af atvikinu. Þær leiddu í ljós að flugeldurinn eða blysið sem Rosenery Mello kastaði, hitti alls ekki markvörðinn, heldur lenti um það bil metra til hliðar við hann. Þótt Rojas kynni að hafa brugðið illilega þegar aðskotahluturinn féll til jarðar, gat það engan veginn skýrt alblóðugt andlit hans. Eitthvað annað hlaut að búa að baki. Maðkur í mysunni Næstu dagana kom sannleikurinn í ljós. Roberto Rojas sjálfur eða einhver liðsfélaga hans hlaut að hafa skorið í augabrún markvarðarins til að láta hann virðast stórslasaðan. Rann- sókn lækna leiddi sömuleiðis í ljós að sárin í andlitinu voru af völdum ein- hvers konar eggvopns en ekki vegna sprengingar eða bruna. Svindlarinn og fegurðardísin Saga til næsta bæjar Stefán Pálsson skrifar um bíræfið samsæri. Það tók FIFA rétt rúma viku að komast að niðurstöðu í málinu. Rojas markvörður var dæmdur í ævilangt bann frá knattspyrnu, Brasilíu var úrskurðaður 2:0 sigur í leiknum og Síle meinað að taka þátt í forkeppni HM 1994. Þá hlutu nokkrir í þjálfara- teymi liðsins vægari refsingar. Rosenery Mello gat varpað önd- inni léttar. Í stað þess að vera skúrkur þjóðarinnar varð hún að einhvers konar hetju og engin kæra var gefin út vegna flugeldakastsins. Í Síle var annað upp á teningnum. Þar var gerður aðsúgur að brasilíska sendi- ráðinu og margir vildu trúa sam- særiskenningum um að málið væri allt uppspuni frá rótum og runnið undan rifjum hins brasilíska forseta FIFA, Joaos Havelange. Fæstir lögðu trúnað á slíkar kenn- ingar til lengdar, heldur áttaði síleska þjóðin sig á því hvílíkt axar- skaft Rojas markvörður hafði gert. Roberto Rojas hafði raunar verið einhver dáðasti leikmaður lands- liðsins og gekk undir viðurnefninu „Kondórinn“, sem vísaði væntan- lega til þess hvað hann flygi tígu- lega milli stanganna eins og fugl. Fljótlega snerist viðurnefnið upp í andhverfu sína og til varð sögnin „condoro“, sem vísar til þess að gera sérlega hláleg og klunnaleg mistök. Orðið er enn í dag algengt meðal Sílebúa. Ekkert samviskubit En þótt Rojas hafi þannig með bráð- læti sínu auðgað tungumálið og kom- ist í orðabókina, var honum fljótlega fyrirgefið. Rojas hafði alla tíð verið vel liðinn og virtur, ekki hvað síst vegna óeigingjarns starfs síns í þágu fátækra og fyrir trúrækni og siðprýði. Snemma hófst því barátta fyrir að ævilanga keppnisbannið yrði stytt. Það náðist loks í gegn árið 2001, tólf árum eftir atburðina örlagaríku. Því miður var það of seint til að bjarga ferli markmannsins litríka. Rojas var orðinn 43 ára gamall og náði aðeins að leika einn opinberan knattspyrnu- leik til viðbótar, kveðjuleik sílesku landsliðshetjunnar Ivans Zamorano á troðfullum aðalleikvanginum í Santiago. Aðdáendur Roberto Rojas harma örlög hans. Þeir eru þess fullvissir að ef ekki væri fyrir keppnisbannið hefði Rojas orðið einhver besti og frægasti markvörður Suður-Ameríku og vakið áhuga evrópskra stórliða. Sjálfur hefur Rojas þó hvorki viljað velta sér upp úr því sem hefði getað orðið né sýnt sérstaka iðrun vegna svindlsins. Að hans sögn var það rökrétt ákvörðun að reyna að færa sér í nyt þegar blysið féll til jarðar rétt við hlið- ina á honum. Allir í Suður-Ameríku vissu að dómarar og yfirvöld fótbolta- mála væru sífellt að hygla stóru knatt- spyrnuþjóðum álfunnar. „Ef ég hefði verið brasilískur eða argentínskur, hefði engum komið til hugar að dæma mig í ævilangt bann,“ segir Rojas. Hann er nú tæplega sex- tugur að aldri og hefur um árabil þjáðst af lifrarbólgu. Ólíklegt má því teljast að hann snúi sér aftur að knatt- spyrnuþjálfun, en nafn hans mun lifa í sögubókum sem misheppnaðasti svindlari í gjörvallri sögu HM í fót- bolta. Bayonsteik -50% Það tók ekki langa Stund að komaSt að Því hver bar ábyrgð á flugeldinum örlagaríka. margir urðu Þó undrandi Þegar í ljóS kom að SyndaSelurinn var ekki hin dæmigerða bolta- bulla, heldur fyrrnefnd roSenery mello. 6 . m a í 2 0 1 7 L a U G a R D a G U R46 H e L G i n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 0 6 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 1 3 6 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C C F -8 1 A 0 1 C C F -8 0 6 4 1 C C F -7 F 2 8 1 C C F -7 D E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 3 6 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.