Fréttablaðið - 06.05.2017, Side 106

Fréttablaðið - 06.05.2017, Side 106
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju vegna andláts og útfarar ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Ármanns Ármannssonar skipstjóra og útgerðarmanns. Lára Friðbertsdóttir og fjölskylda Elskulegur eiginmaður minn, Sigurður Hannes Oddsson rafmagnstæknifræðingur, Hringbraut 2a, lést á Landspítalanum 4. maí. Fyrir hönd aðstandenda, Hrafnhildur Lúthersdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Helgi Hálfdanarson Heiðarbrún 16, Hveragerði, lést á Sjúkrahúsinu á Selfossi mánudaginn 1. maí. Útför hans verður gerð frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 13. maí kl. 14.00. Jóna Einarsdóttir Inga Jónsdóttir Þorgils Baldursson Hálfdan Jónsson Astrid Wormdal barnabörn og barnabarnabörn. Okkar ástkæra móðir, amma og systir, Erna Svavarsdóttir frá Blönduósi, lést á hjúkrunarheimilinu Ísafold að kvöldi 29. apríl. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þóra Stefánsdóttir, Kolbrún Erna Ingadóttir, Bergvin Logi Ingason, Agnes Svavarsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Marinó Finnbogason frá Hóli í Bakkadal, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 2. maí síðastliðinn. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju föstudaginn 12. maí kl. 13. Jóna S. Guðmundsdóttir Alda Björk Marinósdóttir Trausti Hauksson Guðmundur Marinósson Guðbjörg Anna Magnúsdóttir Finnbogi Sigurður Marinósson Kerstin Marinósson Guðrún Björk Marinósdóttir Vigfús Eiríksson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, Gunnar Gunnarsson Vatnsstíg 15, lést laugardaginn 29. apríl. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju fimmtudaginn 11. maí klukkan 15.00. Chandrika Gunnarsson Ísarr Nikulás og Jóhanna Preethi Gunnarsbörn Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð okkur samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og útfarar okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, Guðrúnar Ágústu Lárusdóttur Vesturbergi 18, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fyrir einstakan stuðning, hlýju og fagmennsku. Marinus Schmitz Lárus S. Marinusson Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Sigurður Marinusson Irma Schortinghuis Viktoría Marinusdóttir Gísli Már Finnsson Einar Daði, Guðný Helga og Elías Hlynur Jurjen Sindri og Arnar Smári Viktor Smári og Lovísa Kristín Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kjartan Geir Karlsson skipstjóri, Súðavík, lést sunnudaginn 30. apríl. Jarðarför fer fram frá Súðavíkurkirkju laugardaginn 13. maí kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Skagfirsk fræði í nútíð og fortíð verður umfjöllunarefni mál-þings í Miðgarði í Varmahlíð á morgun. Það er haldið í tilefni 80 ára afmælis Sögufélags Skag- firðinga og 70 ára afmælis Héraðsskjala- safns Skagfirðinga. Guðni Th. Jóhannes- son forseti verður meðal gesta, og ætlar að flytja ávarp enda sagnfræðingur að mennt. „Sögufélaginu og Héraðsskjalasafn- inu hefur hvoru tveggja verið sinnt vel í gegnum tíðina og eru þar af leiðandi öflugar stofnanir,“ segir Hjalti Pálsson, formaður Sögufélagsins, þegar hann er beðinn um að líta um öxl. Segir hafa verið gefin út á bilinu 90 til 100 rit á þessum tíma og mikið og gott samstarf hafi verið milli sögufélagsins og safnsins. „Þetta eru öflugustu menningarstofnanir sveitarfélagsins á sína vísu,“ fullyrðir hann. Hjalti segir Sögufélag Skagfirðinga elsta héraðssögufélag landsins. Það hafi starfað óslitið síðan það var stofnað 1937 og gefið út yfir 90 rit um sögu Skagafjarðar. Félagsmenn séu nú um 750 talsins. Bæði Sögufélagið og Héraðsskjala- safnið standa í stórræðum á þessum tímamótum því þeirra umfangsmesta verkefni er í fullum gangi. Það er útgáfa Byggðasögu Skagafjarðar sem mun fylla tíu bindi í stóru broti. „Það verk hefur þegar verið tuttugu og eitt ár í fram- kvæmd af tuttugu og fimm sem áætluð voru,“ segir Hjalti og upplýsir að í haust komi áttunda bindið út. Í ritunum er farið yfir allar bújarðir í Skagafirði, sem eru yfir sex hundruð talsins. „Byggðasagan er hugsuð sem handbók og yfirlitsrit yfir allar jarðir í Skagafirði og hefur nú þegar komið að miklum notum, meðal annars við skipu- lagningu, til dæmis með tilliti til ferða- þjónustu,“ segir hann og er ekki í vafa um að útgáfan sé einstök á landsvísu. Afmælishaldið ber upp á lokadag Sæluviku Skagfirðinga 2017 sem er ein elsta menningarhátíð landsins að sögn Hjalta. „Saga hennar nær allt aftur til árs- ins 1874 þegar svonefndar sýslunefndar- vikur hófu göngu sína.“ gun@frettabladid.is Haldið upp á 150 ára afmæli í Skagafirðinum Hjalti Pálsson er formaður Sögufélags Skagfirðinga. Sögufélag Skagfirðinga fagnar 80 ára afmæli á morgun og Héraðsskjala- safnið sjötugsafmæli. Málþing verður í Miðgarði af þessu tilefni og mætir forsetinn meðal annarra. Auk ávarps forsetans verða eftirfarandi erindi og fyrir- lestrar á dagskránni: l Guðný Zoëga: Byggðasagan ofan jarðar og neðan – vitnisburður fornleifa- fræðinnar. l Harpa Björnsdóttir: Bóndi í klammeríi. Um fangavist Sölva Helgasonar í Dan- mörku. l Unnar Ingvarsson: Bærinn sem varð að þorpi. Sauðárkrókur í sókn og vörn um aldamótin 1900. l Viðar Hreinsson: Jón lærði í vísindavagninum. Samskipti Jóns lærða við Hóla- menn. l Auk þess munu Ásta Pálmadóttir, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Hjalti Pálsson, formaður Sögufélagsins, og Sólborg Una Pálsdóttir héraðs- skjalavörður taka til máls. l Sölvi Sveinsson stýrir málþinginu. Hin árlega kirkjureið hestafólks á öllum aldri af höfuðborgarsvæðinu verður á morgun til Seljakirkju. Lagt verður af stað úr hesthúsa- hverfunum klukkan 12.30. Messan hefst klukkan 14. Séra Valgeir Ástráðsson predikar og Brokkkórinn syngur undir stjórn Magn- úsar Kjartanssonar. Að messu lokinni verður kaffi í safnaðarheimilinu og meðan á þessari stund stendur verða hestarnir í gæslu. Riðið til kirkju 6 . m a í 2 0 1 7 L a U G a R D a G U R50 t í m a m ó t ∙ F R É t t a B L a ð i ð 0 6 -0 5 -2 0 1 7 0 4 :2 3 F B 1 3 6 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 1 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 3 0 K _ N Y .p 1 .p d f F B 1 3 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C C F -A 9 2 0 1 C C F -A 7 E 4 1 C C F -A 6 A 8 1 C C F -A 5 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 3 6 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.