Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.05.2017, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 18.05.2017, Qupperneq 16
Í 7. grein reglugerðar nr. 185/2016 um Orkusjóð eru tilgreindar heimildir sjóðsins til að veita sérstaka styrki: A) Styrkir til verkefna sem stuðla að samdrætti í olíunotkun til húshitunar eða rafmagnsframleiðslu utan veitna. B) Styrkir til verkefna sem leiði til lægri kostnaðar við óniðurgreidda rafkyndingu húsnæðis eða mannvirkja í eigu sveitarfélaga. C) Styrkir til verkefna sem leiða til orkusparnaðar. Ráðgjafarnefnd Orkusjóðs hefur ákveðið að styrkveitingar Orkusjóðs á árinu 2017 verði til verkefna samkvæmt A) lið ofangreindra heimilda. Eingöngu er um fjárfestingarstyrki að ræða þ.e. styrki til kaupa á tækjum og búnaði. Styrkur nemur 50% af kaupverði, þó að hámarki 2,5 m.kr. Við mat á umsóknum verður sérstaklega horft til: • Að fyrir liggi raunhæf áætlun um olíusparnað. • Áætlaðs olíusparnaðar í hlutfalli við kostnað. • Að verkefnið sé vel undirbúið og að fyrir liggi ítarleg verk- og kostnaðaráætlun. Umsóknarfrestur er til 20. júní 2017 Skrifleg staðfesting á afgreiðslu umsókna mun berast umsækjendum eigi síðar en 20. ágúst 2017 Orkustofnun fylgir stefnu stjórnvalda um rafræna stjórnsýslu og skal senda rafrænar umsóknir af vef Orkustofnunar www.os.is Nánari upplýsingar hjá Orkusjóði, Rangárvöllum við Hlíðarfjallsveg, 603 Akureyri í síma 569 6083 – Netgang Orkusjóðs er jbj@os.is - Orkusjóður á www.os.is ORKUSJÓÐURORKUSTOFNUN ORKUSJÓÐUR Orkusjóður auglýsir sérstaka styrki 2017 Bandaríkin Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ekki  verið jafn óvinsæll  frá því hann tók við embætti og hann er nú. Þetta sýnir meðaltal skoðanakannana sem FiveThirtyEight hefur tekið saman. Mælist Trump með 39,7 prósenta stuðning nú. Til samanburðar mældist Barack Obama með 60,7 prósenta stuðning, George W. Bush 54,4 prósent, Bill Clinton 47,9 prósent, George H.W. Bush 56,1 prósent og Ronald Reagan 68 prósent þegar þeir höfðu gegnt forsetaembættinu jafn lengi og Trump hefur nú gert. Frétt Washington Post frá því á mánudag, sem snerist um að Donald Trump hefði sagt utanrík­ isráðherra Rússa, Sergei Lavrov, og sendiherra Rússa í Bandaríkjunum, Sergei Kisl yak, frá leynilegum upp­ lýsingum á fundi þeirra í síðustu viku þykir líkleg til þess að draga úr stuðningi við forsetann. Það gerir frétt New York Times um að Trump hafi farið fram á það við James Comey, þá yfir­ mann alríkislögreglunnar, að stöðva rannsókn á tengslum Rússlands við Michael Flynn, fyrrverandi öryggis­ ráðgjafa Trumps, sem rekinn var úr starfi, og einnig ákvörðun Trumps um að reka Comey úr starfi. Frásögn New York Times stang­ ast mögulega á við vitnisburð Andrews McCabe, starfandi yfir­ manns Alríkislögreglunnar, er hann kom fyrir þingnefnd í síðustu viku. Sagði hann þá að enginn hafi reynt að trufla rannsókn FBI á tengslum rússneskra yfirvalda við liðsmenn Bandaríkjaforseta. Ekki er útilokað að McCabe hafi ekki vitað af fundi Trumps og Comey. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, kom Trump til varnar í gær. Sagði forsetinn að kollegi hans hefði ekki greint frá leynilegum upplýsingum. „Ef ríkisstjórn Bandaríkjanna telur það nauðsynlegt erum við reiðubú­ in til að verða henni úti um upptöku okkar af fundinum,“ sagði Pútín. Heimildarmenn CNN segja hins vegar að Trump hafi sagt eftirfar­ andi á fundinum: „Ég fæ svo stór­ kostlegar upplýsingar. Fólk segir mér stórkostlegar upplýsingar á hverjum degi.“ Í kjölfarið á Trump að hafa greint frá upplýsingunum sem tengdust Ísrael og Íslamska ríkinu. Talsmenn forsetans neituðu frá­ sögn Washington Post í upphafi en sögðu síðar að það væri „algjörlega við hæfi“ að Trump deildi slíkum upplýsingum. „Ég held að forsetinn þurfi síst af öllu á stuðningi Pútíns að halda einmitt núna. Það er hins vegar undarlegt að Rússar séu að taka upp fundi með forsetanum,“ sagði Adam Schiff, fulltrúi Demókrata í upplýsingamálanefnd fulltrúa­ deildar þingsins, í viðtali á CNN í gær. thorgnyr@frettabladid.is Martraðarbyrjun hjá Donald Trump Forseti Bandaríkjanna er óvinsælli en fyrirrennarar hans voru eftir jafn langt starf. Tvö hneykslismál skekja nú ríkisstjórn Trumps. Hann á að hafa beðið yfirmann FBI um að stöðva rannsókn á þjóðaröryggisráðgjafa og deilt leynilegum upplýsingum með Rússum. Möguleiki á ákæru Þegar Bill Clinton var forseti Banda­ ríkjanna samþykkti fulltrúadeild þingsins að ákæra (e. impeach) hann, meðal annars fyrir að hindra framgang réttlætisins. Hafa margir andstæðingar Donalds Trump farið fram á að slíkt hið sama verði gert í tilfelli Trumps í ljósi ásakana um að hann hafi beðið yfirmann FBI um að stöðva rannsókn á fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa sínum. Þá hækkuðu líkur á því undanfarna daga ef marka má veðbanka. Óvíst er hvort slík ákæra næði í gegnum þingið. Til þess að fulltrúa­ deildin ákæri Trump þarf einfaldur meirihluti hennar að samþykkja það. Repúblikanar, flokksbræður Trumps, eru hins vegar í meirihluta í fulltrúadeildinni. Hafa verður þó í huga að ekki eru allir þingmenn Repúblikana eindregnir stuðnings­ menn forsetans. Ef fulltrúadeildin ákærir forseta þarf öldungadeildin hins vegar að sakfella til þess að forseti sé rekinn úr embætti. Til þess þarf 67 atkvæði. Afar ólíklegt er að núverandi öldungadeild myndi sakfella Trump en þar sitja 52 Re­ públikanar, 46 Demókratar og tveir óháðir. Því þyrftu að minnsta kosti 19 Repúblikanar að kjósa gegn for­ seta sínum. Kosið er um 33 öldungadeildar­ þingsæti á næsta ári. Hins vegar er einungis kosið um átta sæti sem Repúblikanar verma nú. Jafnvel þótt Demókratar héldu öllum sínum sætum og tækju átta af Repúblik­ önum þyrftu enn 11 Repúblikanar að kjósa gegn forsetanum. Bretland Líklegt er að Tim Farron, leiðtogi flokks Frjálslyndra demó­ krata í Bretlandi, og fyrirrennari hans, Nick Clegg, missi sæti sín á breska þinginu í kosningum í júní. Frá þessu greindi Business Insider í gær. Eru skipuleggjendur k o s n i n g a b a r á t t u Íhaldsflokksins, flokks forsætisráðherrans Ther­ esu May, vongóðir um að meðbyr í kjördæmi Farr­ ons sem og að minnk­ andi stuðningur við Frjálslynda demó­ krata geti tryggt Í h a l d s f l o k k n u m sæti hans og þar með komið miklu höggi á flokkinn. Greina heimildar­ menn Business Insid­ er innan úr Íhalds­ flokknum frá því að mikið fjármagn sé lagt í kosningabaráttu í kjördæmi Farr­ ons, Westmorland and Lonsdale, og unnið sé eftir svonefndri „take­out­ Tim“ áætlun. Þá segjast innanbúðarmenn úr Verkamannaflokknum vongóðir um að þeim takist að hreppa sæti Cleggs í kjördæminu Sheffield Hallam. Samkvæmt meðaltali skoðana­ kannana sem Financial Times tekur saman mælist Íhaldsflokkurinn með 48 prósenta stuðn­ ing, Verkamanna­ flokkurinn með 31 prósent og Frjáls­ ly n d i r d e m ó ­ kratar með níu prósent. – þea Íhaldsmenn ógna leiðtoga Frjálslyndra demókrata Tim Farron, leið- togi Frjálslyndra demókrata. NordicphoTos/AFp Bandaríkin Chelsea Manning, upp­ ljóstrari og fyrrverandi hermaður, var látin laus úr fangelsi í gær. Deildi hún mynd á Twitter þar sem sjá mátti „fyrstu skrefin inn í frelsið“. Í stuttri yfirlýsingu sem Manning sendi frá sér í gær sagðist hún nú einbeita sér að framtíðinni. Hún væri mun mikilvægari en fortíðin. Manning sat inni undanfarin níu ár fyrir að leka hundruðum þúsunda leyniskjala Bandaríkjahers til Wiki­ Leaks. Var hún upphaflega dæmd í 35 ára fangelsi en Barack Obama fyrirskipaði að hún skyldi látin laus undir lok forsetatíðar sinnar. „Eftir spennuþrungna fjögurra mánaða bið er stundin loksins runnin upp. Hvað sem bíður mín núna er mun mikilvægara en for­ tíðin. Ég er að reyna að átta mig aðeins á hlutunum akkúrat núna. Það er spennandi, vandræðalegt, skemmtilegt og nýtt fyrir mér,“ segir í yfirlýsingu Manning. – þea Chelsea Manning fagnar frelsi eftir sjö ára fangelsi Eftir spennu- þrungna fjögurra mánaða bið er stundin loksins runnin upp. Chelsea Manning, uppljóstrari 1 8 . m a í 2 0 1 7 F i m m t U d a G U r16 F r é t t i r ∙ F r é t t a B l a ð i ð 1 8 -0 5 -2 0 1 7 0 5 :0 0 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 C E 2 -2 A A 8 1 C E 2 -2 9 6 C 1 C E 2 -2 8 3 0 1 C E 2 -2 6 F 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 5 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.