Fréttablaðið - 18.05.2017, Síða 20
Frá degi til dags
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson
magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Halldór
Þorbjörn
Þórðarson
thorbjorn@frettabladid.is
Þáttaskil verða í kjara- og réttindamálum opinberra starfsmanna um næstu mánaðamót þegar nýskipan A-deilda Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins og Brúar
lífeyrissjóðs tekur gildi. Þeim sem hefja störf hjá hinu
opinbera eftir 1. júní nk. verða búin sömu lífeyrisréttindi
og gilda á almennum vinnumarkaði, þ.e. með aldurs-
tengdri ávinnslu réttinda sem miðast við að lífeyristaka
hefjist við 67 ára aldur. Núverandi sjóðfélagar munu
eftir sem áður geta hætt störfum 65 ára og er tryggð jöfn
ávinnsla réttinda með svokölluðum lífeyrisauka.
Hið nýja lífeyriskerfi mun hafa mest áhrif á kjör og
stöðu nýrra opinberra starfsmanna og kallar á kjara-
bætur þeim til handa. Háskólamenntaðir koma seinna en
aðrir út á vinnumarkaðinn og missa því af mikilvægum
„ávinnsluárum“ í nýju lífeyriskerfi. Vinna starfshóps um
jöfnun launa á milli almenna og opinbera markaðarins
er nýhafin og ljóst er að kjörin þurfa að breytast hratt og
örugglega til hins betra ef ríki og sveitarfélög ætla ekki að
verða undir í samkeppni um hæft háskólamenntað starfs-
fólk. Fyrstu skrefin þarf að taka í næstu kjarasamningum
aðildarfélaga BHM við ríkið.
Fleira veldur því að kjör og vinnuaðstæður háskólafólks
eru í deiglunni. Æ fleiri eru sjálfstætt starfandi
og/eða gegna hlutastörfum. Oft er um tímabundnar og
ótryggar ráðningar að ræða. Sú tíð þegar stéttir háskóla-
menntaðra embættismanna gátu gengið að öruggum
störfum hjá hinu opinbera vísum að loknu námi er löngu
liðin. Samkeppni um góð störf er hörð en samræmt lífeyr-
iskerfi á að auka hreyfanleika fólks á milli vinnumarkaða.
Framfarir á sviði upplýsingatækni, t.d. á sviði gervi-
greindar, munu valda miklum breytingum á starfsum-
hverfi háskólamenntaðra á næstu áratugum. Til að tryggja
samkeppnishæfi þjóðarinnar þarf að bæta aðgengi að
fjölbreyttri menntun á framhalds- og háskólastigi í hæsta
gæðaflokki. BHM skorar á ríkisstjórnina að láta af fjársvelti
háskólastigsins og kallar eftir samstarfi við stjórnvöld,
menntastofnanir og atvinnulífið um greiningu á fram-
tíðarþörfum á vinnumarkaði og áhrifum tækniframfara á
vinnumarkaðinn og störf háskólafólks.
Samræmd lífeyrisréttindi
kalla á kjarabætur
Þórunn Svein-
bjarnardóttir
formaður BHM
Háskóla-
menntaðir
koma seinna
en aðrir út
á vinnu-
markaðinn og
missa því af
mikilvægum
„ávinnslu-
árum“ í nýju
lífeyriskerfi.
Nýjir vinir
bætast í hópinn
Fæst í FK, Byko, A4, Lyfju, Elko,
íslandspóst og um land allt.
Safnaðu þeim
öllum
Dægurperlan Old Man af plötunni Harvest er óður Neil Young til öldungsins sem hann réð til að sjá um búgarð sem hann keypti í Kaliforníu árið 1970. Boðskapur lagsins er sá að gamli maðurinn hafi sömu væntingar, þarfir og þrár og ungi maðurinn. Þannig séu
þeir í raun og veru eins.
Rétt eins og öldungurinn þarf ungi maðurinn einhvern
sem elskar hann og tekur utan um hann. Boðskapur lags-
ins er fallegur en stundum þegar við berum saman þarfir
og væntingar eldri kynslóða við okkar eigin gleymist
stundum að þarfir þeirra sem eldri eru snúast ekki um
umönnun, þjónustu og væntumþykju. Fólk sem er komið
af léttasta skeiði hefur jafn ólíkar og sérgreindar þarfir
og þeir sem yngri eru. Þetta fólk þráir ekkert heitar en að
finna að eftirspurn sé eftir hæfileikum þess. Að það hafi
sinn stað í samfélaginu áfram. Að það finni fyrir tilgangi.
Stundum er sagt að aldur sé afstæður. Að einhverju
leyti er það rétt enda spyr ástin ekki um aldur og hæfileik-
ar ekki heldur. Hins vegar eru ýmis réttindi beintengd við
aldur. Þannig geta menn fengið bílpróf sautján ára, lög-
ráða verða menn átján ára en þá ræður einstaklingurinn
bæði fé sínu og sjálfum sér. Samhliða þessu öðlast maður
kosningarétt. Þá getur enginn boðið sig fram til forseta
lýðveldisins nema að hafa náð 35 ára aldri samkvæmt
stjórnarskránni. Nokkuð útbreidd samstaða er um þessi
aldursmörk í íslensku samfélagi. Talið er nauðsynlegt að
menn hafi öðlast ákveðinn þroska til að geta ráðstafað
hagsmunum sínum og nægilega sterka dómgreind til að
geta ráðstafað atkvæði í samræmi við lýðræðislegan rétt.
Þá er nauðsynlegt að forseti Íslands búi yfir einhverri
lágmarksreynslu sem manneskja og í atvinnulífi áður en
hann tekur við embætti.
Efri aldursmörkin eru umdeildari. Á manneskjan að
hefja töku lífeyris á tilteknu tímamarki eða þegar hún
sjálf treystir sér til? Hæstaréttardómarar vinna ekki
lengur en til sjötugs. Þeir geta látið af embætti þegar þeir
hafa náð 65 ára aldri án launaskerðingar. Erlendis er fólki
treyst fyrir ábyrgðarstöðum mun lengur enda eru 70 ár
enginn aldur.
Reglulega heyrast fregnir af fólki sem var í fullu fjöri en
var skyldað til að hefja töku lífeyris sökum aldurs. Hér má
nefna kennara sem eru skikkaðir á eftirlaun þegar þeir
verða 70 ára. Hér er oft um að ræða fólk sem hélt í lífs-
þróttinn og lífsgleðina vegna vinnunnar. Það var vinnan
og ástríðan fyrir henni sem hélt þessu fólki gangandi.
Hver er réttlæting þess að skylda fólk í slíkum aðstæðum
til að hefja töku lífeyris af því að það er orðið sjötugt? Af
hverju að skylda fólk, sem vill og getur unnið, til að láta af
störfum?
Vegna hækkandi lífaldurs þjóðarinnar og skorts á
vinnuafli samhliða því er enn frekari ástæða til að gera
fólki, sem enn hefur þrótt og kraft til vinna, mögulegt
að vinna eins lengi og það sjálft kýs og treystir sér til.
Að skylda fólk á eftirlaun og dæma það þannig úr leik í
atvinnulífinu þjónar engum tilgangi og er óskynsamlegt í
efnahagslegu tilliti.
Gömul og
spræk
Hver er
réttlæting
þess að
skylda fólk í
slíkum
aðstæðum til
að hefja töku
lífeyris af því
að það er
orðið sjötugt?
Svipugöngin
Það fór ekki fram hjá neinum
þegar Ólafur Ólafsson kom á
fund stjórnskipunar- og eftir-
litsnefndar Alþingis í gær til að
skýra mál sitt varðandi kaupin
á Búnaðarbankanum. Nefndar-
menn höfðu tækifæri til að spyrja
Ólaf spjörunum úr, dagskrárlið
sem Ólafur kallaði svipugöng,
en það varð fljótt ljóst hvaða
þingmenn mættu til fundarins vel
undirbúnir. Leikrænir tilburðir
voru einnig skammt undan þegar
Jón Þór Ólafsson, þingmaður
Pírata, rétti fjölmiðlamönnum
þykka möppu með gögnunum
frá Ólafi svo blaðamenn gætu
„loksins“ krufið málið til mergjar.
Það var kannski eina skiptið sem
Ólafur hafði í raun yfirhöndina á
fundinum þegar hann benti Jóni
Þór vinsamlega á að fjölmiðla-
menn hefðu nú þegar fengið allan
aðgang að gögnunum. Raunar
eru gögnin svo gömul að þau hafa
meira og minna legið fyrir í áratug.
Leiðrétting
Á þessum vettvangi var í gær sagt
að Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
hefði þurft frá að hverfa úr borgar-
stjórnarflokki Sjálfstæðisflokks-
ins á kjörtímabilinu. Hið rétta er
að eftir prófkjör flokksins árið
2013, þar sem Þorbjörg hafnaði
í fjórða sæti, ákvað hún að taka
ekki sæti á lista flokksins. Það
varð svo til þess að Áslaug Frið-
riksdóttir færðist upp um sæti.
Leiðréttist þetta hér með.
snaeros@frettabladid.is
1 8 . m a í 2 0 1 7 F I m m T U D a G U R20 s k o ð U n ∙ F R É T T a B L a ð I ð
SKOÐUN
1
8
-0
5
-2
0
1
7
0
5
:0
0
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
E
2
-1
1
F
8
1
C
E
2
-1
0
B
C
1
C
E
2
-0
F
8
0
1
C
E
2
-0
E
4
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
7
2
s
_
1
7
_
5
_
2
0
1
7
C
M
Y
K