Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 13

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 13
fjármagn til að fjármagna fjárfestingar og rekstur, því það var tiltölulega ódýrt. Þessi ástæða m.a. og margar aðrar urðu til þess að eigið fé rýrnaði í fyrirtækjum og ennfremur, að ekki var gætt að því að hlutfall eigin fjár af heildareignum væri nægilega mikið. Ekki er nokkur vafi í mínum huga, að á síðustu árum hefur orðið mikil viðhorfsbreyting hjá stjórnendum hvað þessi mál varðar, e.t.v. hafa stjórnendur neyðst til að horfast í augu við þær breytingar sem orðið hafa og huga æ meir að því að fara inn á nýjar brautir. Oft á tíðum eru þá ákvarðanir um að auka hlutafé afar erfið- ar vegna þess að meirihluti fyrirtækja eru stofnuð sem fjölskyldufyrirtæki og þess ekki óskað að utanaðkom- andi aðilar eignist hlutdeild í þeim. í annan stað hefur í stærri fyrirtækjum spurningin oft verið um völd og hlut- hafar þar ekki óskað eftir að valdahlutföllum yrði rask- að. Athygli vekur hins vegar að hlutafjáreign einstakl- inga hér á landi er síst minni en í þeim löndum sem við horfum nokkuð til þegar við ræðum um hlutabréfa- markaði, t.a.m. Bandaríkin og Bretland. Að vísu má vera að hlutabréfaeign einstaklinga hér á landi sé ekki í háum fjárhæðum og að stór hluti þessara hluthafa séu eignaraðilar að almenningshlutafélagi eins og Eim- skipafélagi íslands og Flugleiðum, að auki eru margir sem eiga hlut í fjölskyldufyrirtækjum. Ég nefni þetta hér vegna þess að ætla má að góður grunnur sé til stað- ar hjá íslendingum fyrir því að örva hlutabréfaeign þeirra. Áður en lengra er haldið tel ég rétt að nefna að hlutabréfakaup hafa oftar en ekki farið fram á milli fyr- irtækja, m.a. í þeim tilgangi að efla viðskiptasambönd eða til að öðlast völd fyrirtækja í millum. I annan stað verður að taka skýrt fram að stjórnendur mega ekki láta glepjast og telja að hlutafé sé fjármagn sem sé frítt eða öllu heldur fjármagn sem ekki gerir kröfur með sama hætti og lánsfjármagn. Þannig er því ekki farið og arðsemiskröfur verða að vera til staðar og ber stjórn- endum að líta á það með þeim hætti, það eina sem er öðruvísi en venjulegt lánsfjármagn, er að hér er um að ræða áhættufjármagn eða það sem mætti kalla víkjandi lán, þar sem eigendur eru reiðubúnir að fresta vaxta- greiðslu, í von um hærri ávöxtun síðar. Hugum nú aðeins að stöðunni í dag og í framtíðinni. Ekki er nokkur vafi á því, að viðhorf stjórnenda til þess fjármagns sem þeir vinna með hefur gjörbreyst nú á allra síðustu árum. Þar kemur að sjálfsögðu mjög margt til og ber fyrst að nefna hina eiginlegu raunvexti á inn- lendu fjármagni. Að auki hafa komið til nýir fjármögn- unarmöguleikar eins og fjármagnsleigur og greiðari að- gangur að erlendu fjármagni. Allir þessi þættir gera það að verkum að stjórnendur verða í dag að reyna að gera sér sem besta grein fyrir hver samsetning lánsfjár á að vera í fyrirtækjum sem þeir reka. Með þessu er átt við, að auk eigin fjár þarf að leggja mikla vinnu í samsetn- ingu lánsfjár, þar skipta að sjálfsögðu máli atriði eins og hlutfall langtímalána, hvert er veltufjárhlutfall, hver er greiðslutíminn, greiðslubyrðin nokkur ár fram í tímann o.s.frv. Stjórnendur hefðu miklu fyrr átt að gera sér grein fyrir hvernig vinna á að samsetningu langtíma- lána, það er, ef nota má það orð, að setja saman lána- körfu sína. Ótal mörg atriði koma þar til og nefni ég aðeins nokkur; hvernig er starfsemi fyrirtækisins sam- sett, hvernig myndast tekjur og kostnaður, í hvaða myntum, hve mikill hluti af fjárfestingunni fer eftir inn- lendu verðlagi og varðveitist þannig? Þarna eins og víða annars staðar á þessum miklu umbrotatímum verða menn að kynna sér og læra eða fá utanaðkomandi ráð- gjafa til leiðbeiningar. Þá tel ég einnig að það sé afar mikilvægt að stjórnendur reyni að gera sér nákvæma grein fyrir arðsemi fjárfestingarinnar, það er núvirði- reikna, athuga afkastavexti, gera upp við sig hve fljótt fjárfestingin á að borga sig og þar með, hvaða vexti hún getur borið. Þessir þættir eru aðeins önnur hliðin á peningunum, hin hliðin er hlutfall eigin fjár, sem verið er að vinna með. Án þess að fara mjög mörgum orðum um hlutafé í fyrirtækjum, hlýtur það að liggja í augum uppi að það er eitt mikilvægasta atriðið í fjármagnsuppbyggingu fyr- irtækja hér á landi, hröð þróun í virkum hlutabréfa- markaði, þar sem hægt er að ná í áhættufé. E.t.v. þurftu stjórnendur ekki að huga eins mikið að þessum þætti þegar raunvextir voru neikvæðir, en í dag þegar verið er að keppa við erlenda aðila er það einn af stærri liðum í samkeppnishæfni að hlutfall eigin fjár sem verið er að vinna með sé ekki lakara en það sem erlendir keppinautar hafa, að því gefnu að vextir af lánsfé séu sambærilegir, því frekar ef þeir eru hærri hér á landi. VALKOSTIR Að þessum orðum sögðum er rétt að snúa sér að val- kostum sem fyrirtæki hafa þegar þau eru í rekstrar- vandræðum. Rétt er að taka fram, að þeir valkostir sem fjallað verður um þ.e. í fyrsta lagi endurskipulagning, í öðru lagi samruni eða sameining og í þriðja lagi greiðsl- ustöðvun/nauðasamningar. Um þessa valkosti verður ekki fjallað með þeim hætti, að lausn liggi í því að bæta rekstrarskilyrði alment og hér verður ekki lagt mat á að það þurfi betri stjórnun við fyrirtæki. Hér verðum við að gefa okkur þessa þætti, því eflaust mætti fjalla í löngu máli um að skilyrði verði bætt og ekki síður að stjórnun fyrirtækja sé bætt. Sú aðgerð sem algengust er þegar fyrirtæki eru í rekstrarvanda er að fram fari skipulagsbreyting í fyrir- tækinu eða með öðrum orðum endurskipulagning. Þessi skipulagsbreyting getur verið í stjórnun fyrirtækis, í breytingum á afurðum og fjárhagsleg endurskipulagn- ing. Algengast er orðið í dag að kalla allar þessar breyt- ingar endurskipulagningu og virðist það orðið lykilorð. Það liggur í augum uppi að slíkar skipulagsbreytingar 13

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.