Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 9

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 9
5) Eftirstöðvar stofnkostnaðar vegna nýrrar verk- smiðju og framleiðslulínu, nánar tiltekið kostnaður við staðarval, ýmsar umhverfisathuganir og mark- aðskönnun, reyndist ekki vera söluhæf verðmæti. 6) Skuldir eru nú flokkaðar með öðrum hætti en áður, þ.e. a) skuldir vegna skiptakostnaðar, b) veðkröfur og aðrar kröfur skv. skuldaröð og c) kröfur utan skuldaraðar. Ástæður mismunar geta legið í lög- fræði- og innheimtukostnaði, ýmsar skuldbindingar og ábyrgðir eru nú meðtaldar sem ekki er venja að telja með skv. góðri reikningsskilavenju t.d. upp- sagnartími húsaleigusamninga, auk þess sem afleið- ingar refsivaxta og rekstrarörðugleika hvers konar koma að jafnaði fyrst fram í þessum lið. FYRIRBOÐAR REKSTRARSTÖÐVUNAR. Hvernig má merkja að rekstrarforsendan er ekki lengur fyrir hendi eða öllu heldur hvaða vísbendingar gefa til kynna að til þessa muni koma? Svo fremi sem fyrirtækið er ekki komið í þrot, er ekki hægt að gefa viðhlýtandi svar við fyrri hluta spurningar- innar, því þar kemur til huglægt mat að hluta þar sem m.a. verður að taka mið af almennum efnahagsaðstæð- um. Hins vegar tengist þetta náið seinni hluta spurning- arinnar og má þar nefna nokkur atriði sem ég hef valið að skipta í þijá megin flokka. í fysta lagi vísbendingar um rekstrarstöðvun innan skamms tíma, í öðru lagi vís- bendingar um rekstrarstöðvun þegar til lengri tíma er litið og í þriðja lagi ýmis ytri skilyrði sem geta orsakað rekstrarstöðvun. Vísbendingar um að rekstrarstöðvun sé yfirvofandi inn- an skamms tíma eru allar augljósar og nægir að nefna eftirfarandi í því sambandi: - Vanskil og erfiðleikar með að standa í skilum. Hafa verður í huga að vanskil séu almenn og ekki síður hvaða skuldir eru í vanskilum. Pannig gefa vanskil á söluskatti, launagreiðslum og ýmsum launatengdum gjöldum skýrari vísbendingar um hvað sé í vændum, en vanskil á ýmsum öðrum skuldum. - Breytingar frá reikningsviðskiptum í staðgreiðsluvið- skipti gefa vísbendingu um þrotið lánstraust og vænt- anlega örðugleika á öflun aðfanga. - Lögfræðiinnheimtur, uppboðsbeiðnir og aðrar inn- heimtuaðgerðir tala það skýru máli að ekki þarf að fjölyrða um slíkt hér. Vísbendingar um að til rekstrarstöðvunar komi þegar til lengri tíma er litið eru ekki eins augljósar, en þeim mun áhugaverðari frá sjónarhóli stjórnenda og endur- skoðenda. Greinist þessar vísbendingar í tíma gefst stjórnendum nægur tími til nauðsynlegra aðgerða áður en í óefni er komið. Lítum á nokkur atriði sem að gagni gætu komið við þessa greiningu: - Taprekstur. í þessu sambandi þarf að taka tillit til hversu stórfelldur tapreksturinn er, athuga þróun síð- ustu þriggja til fimm ára, kanna hvað þurfi að breyt- ast í framtíðinni til að dæmið snúist við og meta hvort raunhæft sé að ætla að það gerist. - Eiginfjárhlutfall. Reynslan sýnir að fyrirtæki með lágt eiginfjárhlutfall eiga sér sjaldnast viðreisnar von vegna mikillar vaxtabyrði. Lágmarks eiginfjárhlutfall er misjafnt eftir atvinnugreinum, en hlutföll á bilinu 20-40% eru oft nefnd í þessu sambandi. Huga verður vel að útreikningi eiginfjárhlutfalls í hvetju tilviki, taka mið af vanmati eða ofmati eigna, skuldbindinga utan efnahags og eignum sem engum arði skila áður en ályktanir eru dregnar. - Veltufjárhlutfall-lausafjárhlutfall. Þrátt fyrir sterka eiginfjárstöðu getur lágt veltu- eða lausafjárhlutfall gefið vísbendingu um rekstrarstöðvun. Varast skal þó að draga of sterkar ályktanir af þessum kennitöl- um einum og sér. Ástæðan er sú, að nauðsynlegt hlutfall er mjög mismunandi milli atvinnugreina og innan þeirra. Ræðst þetta af eðli rekstrar, veltuhraða eigna, samsetningu skammtímaskulda og mögulegri lánsfjáröflun. Erlendar rannsóknir staðfesta, að þess- ar kennitölur eru ekki vel til þess fallnar að spá fyrir um rekstrarstöðvun og gjaldþrot, þótt gagnsemi þeirra sé ótvíræð í öðru samhengi. - Vaxtabyrði. Þessi vísbending tengist oftast eiginfjár- hlutfallinu og er einkum gagnlegt að skoða þessa tölu í samhengi við aðrar rekstrarstærðir, svo sem rekstr- artekjur. Hafa verður í huga samsetningu vaxtagjalda í þessu sambandi og varast að draga of almennar ályktanir af reiknuðum verðbótum og gengistapi, sem geta verið mjög sveiflukenndar einkum ef skemmri tímabil eru skoðuð. Almennt má segja að raunvextir, þ.e. vextir umfram verðbólgu sé sú stærð sem gagnlegust er til ályktana. - Uppruni fjármagns í rekstri í samhengi við aðrar fjár- magnsstærðir. Ein gagnlegasta talan að mínu áliti til að segja fyrir um rekstrarstöðvun þegar til lengri tíma er litið, er talan hreint veltufé frá rekstri í saman- burði við afborganir langtímaskulda á nokkrum næstu árum. Enn gagnlegri tala er e.t.v. sjóðsstreymi frá rekstri í samanburði við skuldir, en gallinn er sá að sjóðsstreymi fylgir sjaldan í ársreikningum ís- lenskra félaga og því er fyrrnefnda talan valin, en hana má ávallt finna í fjármagnsstreymi. Sérstök að- gát skal viðhöfð við notkun þessarar kennitölu, þegar langtímaskuldir eru afborgunarlausar fyrstu árin eða að skuldbreyting hefur átt sér stað á árinu. - Af öðrum atriðum sem huga verður vel að þegar rekstrarforsendan er metin má nefna: Fyrirhugaðar breytingar á yfirstjórn eða lykilstarfs- fólki félags. Varanlegir rekstrarfjármunir sem starfsemi félagsins byggir að verulegu leyti á eru komnir á síðasta snún- 9

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.