Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 25

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 25
HVER ER ÁBYRGÐ ENDURSKOÐANDANS VARÐANDI ÁRSREIKNINGINN? I áritun sinni tjáir endurskoðandinn sig um hvort árs- reikningurinn sé gerður í samræmi við ákvæði laga og góða reikningsskilavenju. Endurskoðandinn ber ábyrgð á þeiri umsögn, sem felst í árituninni. Hann ber ekki ábyrgð á gerð sjálfs ársreikningsins. Að ársskýrslan sé gerð í samræmi við lög, reglur og góða reikningsskila- venju er á ábyrgð stjómar félagsins og framkvæmda- stjóra þess. BER ENDURSKOÐANDA AÐ UPPGÖTVA MISFERLI? Þegar fjárdráttur og skyld mál koma upp, er oft spurt: Af hverju uppgötvaði endurskoðandinn þetta ekki í tíma? Því er til að svara, að endurskoðandanum er ekki falið það afmarkaða verkefni að hindra og koma í veg fyrir misferli. Endurskoðandanum ber þó að meta áhættuna á misferli sem hafa kynnu áhrif á efnahag félagsins, afkomu og skylda hluti. Misferli kann að henda án þess að endurskoðandanum sé unnt að uppgötva slíkt. Endurskoðandinn beinir athygli sinni fyrst og fremst að öryggi þeirra upplýsinga, sem árs- skýrslan hefur að geyma. Endurskoðunin er oftar en ekki framkvæmd með úrtökum. Misferli kann að leyn- ast í þeim gögnum, sem slíkri endurskoðun er beitt við. Hins vegar er 100% úrtak ekki trygging þess, að mis- ferli uppgötvist. Hugsanlegt er t.d. að þau gögn, er að misferlinu lúta, séu ekki meðal fylgiskjala fyrirtækisins. Sérdeilis erfitt er að uppgötva misferli, sem framkvæmt er af fólki sem sjálft hefur ítök í hinu „innra eftirliti" í HVERJU FELST ÞAGNARSKYLDA ENDURSKOÐANDANS Endurskoðandinn er bundinn þagnarskyldu. Við broti á þagnarskyldu hans má lögsækja hann og krefja skaðabóta. Ennfremur fylgja slíku agabroti vítur og hugsanlega réttindamissir. Þagnarskyldan er algjör for- senda árangursríks endurskoðunarstarfs. Endur- skoðandinn er háður því að forráðamenn fyrirtækisins veiti upplýsingar af fúsum og fijálsum vilja. Til þess að svo megi vera þarf fullur trúnaður að ríkja milli endur- skoðandans annars vegar og stjórnenda fyrirtækisins og starfsmanna þess hins vegar. Þagnarskyldan gildir jafn- vel gagnvart einstökum hluthöfum, stjórnarmönnum, lánveitendum og starfsmönnum. I undantekningartil- vikum getur þagnarskylda þessi verið rofin af opinber- um stjórnvöldum. HVAÐA UPPLÝSINGASKYLDU HEFUR ENDURSKOÐ ANDINN ? Endurskoðanda er skylt að veita allar upplýsingar sem meirihluti hluthafafundar krefst, þ.e. ef þær upp- lýsingar skaða ekki félagið verulega. Upplýsingar sem skaða kynnu félagið má endurskoðandinn einungis láta frá sér, ef það reynist nauðsynlegt til að endurskoðand- inn geti fullnægt þeim upplýsingaskyldum sem á honum hvfla samkvæmt lögum. í áritun endurskoðandans er ætlast til að fram komi, ef tilefni er til, réttmæt gagn- rýni. Slík gagnrýni víkur ekki fyrir þagnarskyldunni. ÁRITUN ENDURSKOÐANDA MEÐ EÐA ÁN FYRIRVARA Endurskoðendur eru stundum gagnrýndir fyrir að áritun þeirra sé að jafnaði innihaldslaus og að þar sé aldrei að finna neinar aðfinnslur. Þessa skoðun má rekja til þekkingarskorts varðandi framkvæmd endur- skoðunar. Endurskoðunin sem slík er oftar en ekki fyr- irbyggjandi. Endurskoðun er framkvæmd reglulega í tímans rás. Gagnrýni er komið á framfæri við stjórn fé- lagsins og framkvæmdastjóra, munnlega eða skriflega. Þessi gagnrýni er ekki gerð opinber, nema hún sé mjög alvarlegs eðlis. Sé svo er hennar getið i áritun. Þó gagn- rýni fyrirfinnist engin í áritun endurskoðanda, þarf það ekki að þýða að engar aðfinnslur hafi verið gerðar. Hins vegar, hafi gagnrýni verið borin fram, þá hefur verið við henni brugðist á fullnægjandi hátt af stjórn- endum félagsins að mati endurskoðanda. HVERNIG LÍTUR ÁRITUN ÁN FYRIRVARA ÚT Hafi endurskoðandi komist að þeirri niðurstöðu með könnunum sínum, að ársreikningurinn sé gerður í sam- ræmi við lög, samþykktir og góða reikningsskilavenju og gefi glögga mynd af afkomu og stöðu fyrirtækisins, getur hann þess í áritun sinni. Áritun án fyrirvara gæti litið þannig út: Við höfwn endurskoðað ársreikning X hf. fyrir ár- ið 19xx. Ársreikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnar, rekstrarreikning, efnahagsreikning, fjár- magnsstreymi og skýringar nr. 1-x. Við endurskoð- unina voru gerðar þœr kannanir á bókhaldi og bók- haldsgögnum, sem við töldum nauðsynlegar. Það er álit okkar að ársreikningurinn sé í samrœmi við lög, félagssamþykktir og góða reikningsskila- venju og gefi glögga mynd af rekstri félagsins á árinu 19xx, efnahag þess 31. desember 19xx og breytingu á hreinu veltufé árið 19xx. Staður, dagsetning. 25

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.