Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 26

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 26
HVENÆR HEFUR ENDURSKOÐANDI FYRIRVARA f ÁRITUN SINNI? Ef ársreikningurinn er að einhverju leyti ekki í sam- ræmi við lög, samþykktir eða góða reikningsskilavenju getur endurskoðandi þess í áritun sinni. Áritun með fyrirvara gæti litið þannig út: Við höfum endurskoðað ársreikning X hf. fyrir ár- ið 19xx. Ársreikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnar, rekstrarreikning, efnahagsreikning, fjár- magnsstreymi og skýringar nr. 1-x. Við endurskoð- unina voru gerðar þœr kannanir á bókhaldi og bók- haldsgögnum, sem við töldum nauðsynlegar. Við endurskoðunina kom í Ijós að skuldabréf að nafnverði kr. xxxx er talið til eignar í ársreikningi á því verði. Miðað við greiðsluskilmála, vaxtakjör og tryggingar skuldabréfsins má gera ráð fyrir að mark- aðsverð þess sé samkvœmt fyrirliggjandi upplýsing- um um kr. xxxx. Skuldabréfin virðast því oftalin í ársreikningi um kr. xxxx. Að teknu tilliti til þess fyrirvara sem fram kemur að ofan er það álit okkar að ársreikningurinn sé í samrœmi við lög, félagssamþykktir og góða reikn- ingsskilavenju og gefi glögga mynd af rekstri félags- ins á árinu 19xx, efnahag þess 31. desember 19xx og breytingu á hreinu veltufé árið 19xx. Staður, dagsetning. (Neikvæð áritun) Við höfum endurskoðað ársreikning X hf. fyrir ár- ið 19xx. Ársreikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnar, rekstrarreikning, efnahagsreikning, fjár- magnsstreymi og skýringar nr. 1-x. Við endurskoð- unina voru gerðar þœr kannanir á bókhaldi og bók- haldsgögnum, sem við töldum nauðsynlegar. Við endurskoðunina kom í Ijós að í ársreikningn- um er ekki getið framkominnar skaðabótakröfu á fé- lagið. Miðað við fyrirliggjandi mat á kröfunni má telja að skuldir séu verulega vantaldar í ársreikningi og að óvíst sé hvort félagið geti haldið áfram eðlilegri starfsemi. Með tilvísun til athugasemdar okkar að ofan er það álit okkar að ársreikningurinn sé ekki gerður ( samrœmi við lög, félagssamþykktir og góða reikn- ingsskilavenju og gefi ekki glögga mynd af rekstri fé- lagsins á árinu 19xx, efnahag þess 31. desember 19xx og breytingu á hreinu veltufé árið 19xx. Staður, dagsetning. HVAÐ GERIR ENDUR- SKOÐANDINN FLEIRA? Löggiltur endurskoðandi starfar ekki eingöngu við beina endurskoðun eins og henni hefur verið lýst hér að framan. I mismiklum mæli starfar endurskoðandi við reikningsskilagerð og ráðgjöf samhliða endurskoðunar- vinnu. Stundum tvinnast þessir þættir saman. Sökum þessa er oft um það rætt innan stéttarinnar hvernig þessi ráðgjafarstarfsemi og endurskoðun samrýmast. Ráðgjafarverkefni sem endurskoðandanum er falið gæti haft áhrif á hlutleysi hans. Hins vegar öðlast endur- skoðandinn oft, vegna ráðgjafarstarfsemi sinnar, innsýn í ýmsa þætti rekstrar skjólstæðings síns sem síðar kemur að notum við endurskoðunina. Auðskilið er að stjórn- endur fyrirtækja vilja gjarnan nýta sér hæfni endurskoð- enda sinna og reynslu þeirra. Venjulega lúta ráðleggingar endurskoðandans að efni er varða endurskoðun og eftirlit - allt frá skipulagningu reikningshalds til öryggisatriða, er lúta að tölvukerfum. Þá veitir endurskoðandi oft ráðgjöf varðandi skatta- mál. Ennfremur aðstoðar hann við mat á fyrirtækjum og við eigendaskipti á fyrirtækjum. Þá kann ráðgjöf hans að lúta að vali á rekstrar- og/eða fyrirtækjaformi. Umfang og eðli ráðgjafarstarfsemi einstakra endur- skoðenda ræðst af áhugasviði og reynslu þeirra að hluta og að hluta af viðskiptavinum þeirra. Minni fyrirtækin, andstætt stærri fyrirtækjunum, hafa ekki aðgang að sérfræðiþekkingu innan eigin veggja. Þessi minni fyrirtæki snúa sér því gjarnan til endurskoð- enda sinna í leit að ráðgjöf. Skattamál, tölvuvæðing, fjármálastjórn og skyld efni eru gjarnan meðal sérhæfingar endurskoðenda. Verk- svið endurskoðenda vex í sífellu. Hinar ýmsu reglur, er aðilar atvinnulífsins verða að laga sig að, verða alltaf flóknari eftir því sem fram líður. Sama á við rekstur op- inberra stofnanna. Hið opinbera gerir meira og meira af því að ráða löggilta endurskoðendur í sína þjónustu. Bæði til að endurskoða fyrirtæki og stofnanir í eigu hins opinbera eða til að votta eitt og annað varðandi aðstoð hins opinbera við atvinnulífið. * * * Þegar írar biðja sér konu segja þeir venjulega: „Hvernig þætti þér að vera jörðuð við hliðina á fjölskyldu minni.“ Kennari við Viðskiptadeild Háskóla íslands lagði eftirfarandi spurningu fyrir nemendur sem voru að hefja nám á endurskoðunarkjörsviði: Hvað kemur ykkur til að álíta að þið verðið góðir endurskoðendur? Eitt af svörunum sem bárust hljóðaði þannig: Eg held að ég verði góður endurskoðandi af því að konan mín er ánægð með að vera húsmóðir. 26

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.