Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 19

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 19
4. Áritun á endurskoðuð reikningsskil fyrirtækja í rekstrarvanda. Ef þjónusta endurskoðandans felst í vinnu við reikn- ingsskil, hvort sem þau eru endurskoðuð eða óendur- skoðuð, er það áritun hans á reikningsskilin sem fyrst yrði litið til ef síðar ætti af einhverjum ástæðum að meta hvernig endurskoðandinn hefði rækt það starf sem hann tók að sér fyrir fyrirtækið. Við skulum því líta á það hvaða sjónarmið þurfa að ráða efni áritana þegar unnið er fyrir fyrirtæki sem eiga við umtalsverð vandamál að glíma. Fyrst skulum við íhuga áritanir á endurskoðuð reikningsskil. Eins og við vitum voru í byrjun þessa árs samþykktar í félagi okkar leiðbeinandi reglur um áritanir á endur- skoðuð reikningsskil. Þar sem þessar reglur eru al- mennar reglur um áritanir er ekki tekið þar sérstaklega á ýmsum útfærsluatriðum sem mæta endurskoðandan- um þegar að því kemur að semja áritun á reikningsskil fyrirtækis sem er í umtalsverðum rekstrarvanda. í þess- um almennu reglum er því einungis slegið föstu að ein af grundvallarreglunum við gerð reikningsskila sé að þau séu byggð á þeirri forsendu að viðkomandi fyrir- tæki geti haldið áfram starfsemi sinni nema annað sé sérstaklega tekið fram. Einnig er bent á að eitt þeirra atriða sem valdið geti fyrirvara í áritun sé óvissa um að félag geti haldið áfram rekstri. í sumum öðrum löndum munu hins vegar nú til sér- stakar leiðbeinandi reglur um áritanir á reikningsskil fyrirtækja, sem eiga mjög óvissa framtíð fyrir sér, og á árinu 1986 gaf endurskoðunarnefnd Alþjóðasambands endurskoðenda út leiðbeinandi reglur um þetta efni sem nefnast „going concern" og munuð þið hafa fengið þær reglur í hendur. Það sem annars vegar kemur til ákvörðunar endur- skoðanda í þessu sambandi er að sjálfsögðu það hvenær staða fyrirtækis telst slík að ástæða sé til að hafa „going concern" fyrirvara í áritun og sé ákveðið að árita með fyrirvara þarf svo hins vegar að gera sér grein fyrir þeim efnisatriðum sem taka þarf fram í árituninni. „Going concern“ viðfangsefnið eða vandamálið hefur um árabil verið til nokkurrar umræðu innan félags okk- ar en engu að síður held ég að töluvert vanti á að vinnureglur endurskoðenda hér á landi séu nægilega markvissar á þessu sviði, bæði varðandi það hvenær skuli árita með fyrirvara og varðandi efni fyrirvarans hverju sinni. Við erum kannski ofurlítið seinni til á þessu sviði en sum nágrannalandanna en víða mun þró- unin þó hafa verið hæg og má nefna að fyrsti „going concern" fyrirvarinn í Danmörku kom fram á árinu 1971 í áritun á ársreikning skipasmíðastöðvarinnar Bur- meister & Wain. í áðurnefndum alþjóðareglum um „going concern“ eru talin upp allmörg rekstrarleg og fjárhagsleg atriði sem endurskoðandinn þarf að gefa gaum til að átta sig á hvort umtalsverðra sjúkdómseinkenna sé farið að gæta hjá fyrirtæki sem hann endurskoðar. Séu slík ein- kenni fyrir hendi er í reglunum bent á þær endurskoð- unaraðgerðir sem leggja ber áherslu á til að komast að niðurstöðu um hvort unnt sé að árita reikningsskilin án fyrirvara. Það yrði of langt mál að fara nánar út í þessi atriði í inngangserindi sem þessu en þið hafið reglurnar og í umræðum síðar í dag væri ástæða til að skiptast á skoðunum um það hvort þær endurskoðunarlegu ábendingar sem fram koma í alþjóðareglunum eigi í öll- um atriðum við hér á landi. I alþjóðareglunum er síðan að finna fyrirmæli um þau efnisatriði sem skulu vera í áritun með fyrirvara ef end- urskoðandinn kemst að þeirri niðurstöðu, að loknum sérstökum endurskoðunaraðgerðum, að óvissa sé um að fyrirtækið geti haldið áfram starfsemi sinni. Reglun- um fylgir að lokum sýnishorn eða dæmi um slíka áritun. Það sem mér finnst kannski athyglisverðast af því sem reglurnar segja um efnisinnihald áritunar með fyr- irvara er að endurskoðandinn skuli ganga úr skugga um að í reikningsskilunum séu nægar upplýsingar um þau atriði sem valda óvissu um að fyrirtækið geti haldið áfram rekstri og komi slíkar upplýsingar ekki fram skuli setja sérstakan fyrirvara í áritunina af því tilefni. Mér vitanlega liggur ekki fyrir hvenær fyrsti „going concern" fyrirvarinn kom fram á reikningsskil hér á landi og ekki hefur verið kannað hve algengir slíkir fyr- irvarar eru hérlendis á seinni árum. Ég hef tilfinningu fyrir því, það er tilfinning en ekki vissa, að við höfum almennt verið seinir til að setja slíka fyrirvara í reikn- ingsskil af ýmsum ástæðum, meðal annars vegna þess sérstaka umhverfis sem íslensk fyrirtæki starfa í en um það fjalla ég í lokaorðum mínum hér á eftir. En þótt við kunnum almennt að hafa verið seinir til að beita „going concern" fyrirvörum er lióst að afstaöa okkar hefur verið að breytast í þessu efni Ég leyfi mér að nefna að persónuleg reynsla mín er sú að ég hef orð- ið meira á varðbergi varðandi þessi mál með hverju ári og, því miður, hef ég orðið að beita „going concern" fyrirvara í allnokkrum tilvikum upp á síðkastið. Varðandi mína persónulegu reynslu vil ég einnig nefna að margir minna viðskiptaaðila eru, við breyttar aðstæður á ég víst að nota þátíð og segja voru, í hópi innlánsstofnana og tryggingafélaga. Hjá slíkum fyrir- tækjum er mjög erfitt, eða óframkvæmanlegt, að beita „going concern" fyrirvara vegna þeirra afleiðinga sem slíkt hefði fyrir starfsemi þeirra. Bæði innlánsstofnanir og tryggingafélög eru á hinn bóginn undir ströngu opin- beru eftirliti sem meðal annars felur í sér að ef fjár- hagsstaða þeirra rýrnar að mun er skylt að grípa til ákveðinna aðgerða innan tiltekins tíma en að öðrum kosti verður að hætta rekstri. Þessar staðreyndir valda því að endurskoðandinn ætti ekki að lenda í þeirri stöðu að þurfa að beita „going concern" fyrirvara hjá innlánsstofnun eða tryggingafélagi, en komi slík staða upp engu að síður, er endurskoðandinn vissulega í 19

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.