Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 16

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 16
SVEINN JÓNSSON, LÖGGILTUR ENDURSKOÐANDI Erindi á sumarráðstefnu 1.-3. júlí 1988. ÞJÓNUSTA ENDURSKOÐENDA VIÐ FYRIRTÆKI í REKSTRARVANDA STAÐA ENDURSKOÐENDA OG ÁBYRGÐ VIÐ ÞESSAR AÐSTÆÐUR. 1. Nokkur inngangsorð í sögulegu samhengi. í öllum frjálsum þjóðfélögum hefur verið sett löggjöf um löggilta endurskoðendur. í okkar lögum frá 1976 segir að tilgangur þeirra sé að tryggja að til sé í landinu stétt manna sem hafi þekkingu til að gefa hlutlaust og áreiðanlegt álit á reikningsskilum til notkunar í við- skiptum. Með hliðsjón af takmarkaðri eftirspurn eftir raunverulegri endurskoðunarþjónustu hér á landi er þeirri spurningu þó oft varpað fram hvort íslenskt við- skiptalíf og þjóðfélagið í heild hafi í reynd umtalsverða þörf fyrir sérhæfða, og oft nokkuð dýra, endurskoð- unarþjónustu. En hver er ástæða þess að ég vek máls á þessu í upphafi erindis sem á að fjalla um þjónustu end- urskoðenda við fyrirtæki í rekstrarvanda? Ástæða þess að ég byrja erindi mitt á þessum nótum er einfaldlega sú að ég tel að þörfin fyrir óháða og kunnáttusamlega skoðun reikningsskila sé sjaldan ljós- ari en þegar í hlut eiga fyrirtæki í rekstrarlegum og fjár- hagslegum vanda. Eigendur, lánveitendur, starfsmenn og aðrir lesendur reikningsskila þurfa að sjálfsögðu allt- af að geta treyst því að þau gefi glögga mynd af fram- þróun og stöðu mála hjá viðkomandi fyrirtæki en ef al- varleg vandamál koma upp í rekstrinum er enn mikil- vægara en ella að reikningsskilin gefi raunhæfa mynd af veruleikanum. Ég hygg að það þurfi ekki langa sögulega rannsókn á aðdraganda að setningu laga eða breytingu á lögum um löggilta endurskoðendur í ýmsum löndum til að komast að þeirri niðurstöðu að slík löggjöf hafi víða fyrst orðið til.eða á henni orðið veigamiklar breytingar, á tímum almennra erfiðleika í efnahagslífinu þegar fjöldi fyrir- tækja lenti í erfiðleikum og varð gjaldþrota eða við þær aðstæður að upp komst skyndilega um stórfelld vanda- mál í rekstri einstakra stórra fyrirtækja. Sem dæmi um þetta má nefna aðdraganda að setn- ingu fyrstu laga um löggilta endurskoðendur í Dan- mörku. Á árinu 1905 voru sett þar í landi lög um nauða- samninga án gjaldþrotaskipta og sem hluti af þeirri lög- gjöf voru lögfest ákvæði um svonefna „autoriserede regnskabskyndige tillidsmænd". Þetta varð kveikjan að setningu almennrar löggjafar um löggilta endurskoð- endur í Danmörku og sú kveikja kom sem sagt í sam- bandi við löggjöf um nauðasamninga. Þetta finnst mér nokkuð athyglisvert en sagan er ekki öll sögð með þessu. Enda þótt hugmyndin um tilurð stéttar sérmenntaðra endurskoðenda fengi byr í seglin í Danmörku í fram- haldi af lagasetningunni um nauðasamninga á árinu 1905 lagðist þáverandi dómsmálaráðherra, og fyrrum íslandsmálaráðherra, að nafni Alberti gegn því að sett yrðu almenn lög um löggilta endurskoðendur. En á ár- inu 1908 komst upp um stórfelldan fjárdrátt þessa bless- aða ráðherra hjá fyrirtækjum sem hann stjórnaði sam- hliða setu í ráðherrastóli. Samtals nam fjárdrátturinn 15 milljónum danskra króna á þáverandi verðlagi sem var jafnvirði 1/6 af ríkisútgjöldum Dana á árinu 1908, eða jafnmikið og kostaði að byggja Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn eða jafnvirði árslauna 20.000 lögreglu- manna. Ekki þarf að efa að þau fyrirtæki sem þar áttu hlut að máli komust með skyndilegum hætti í hóp þeirra fyrirtækja sem þá voru fyrir á gjörgæsludeild í Danmörku. Með hliðsjón af þeirri fjárhæð sem ég nefndi má ljóst vera að sum þeirra fyrirtækja sem höfðu orðið fyrir barðinu á Alberti hafa dáið á fyrsta sólar- 16

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.