Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 37

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 37
tion “ í atvinnulífinu. Með áritun endurskoðenda á reikninga gefur hann niðurstöðu allra starfa sinna. Pess vegna er nauðsynlegt að hún sé skýr og Ijóst ekki aðeins okkur sjálfum heldur og þeim sem árit- unina lesa. Pess vegna er okkur nauðsyn að eignast reglur um áritanir, og þýðingu þeirra og skýringu á þeirri ábyrgð, sem við tökumst á hendur með notkun þeirra. Hér á eftir fara leiðbeinandi reglur um áritanir á end- urskoðuð reikningsskil, og um gerð óendurskoðaðra reikningsskila og áritanir endurskoðenda á þau, eins og þær voru samþykktar af félagsmönnum F.L.E. í janúar 1988. Leiðbeinandi reglur nr. 3. Leiðbeinandi reglur um áritanir á endurskoðuð reikningsskil 1. Skilgreining. Með áritun hér á eftir er átt við yfirlýsingu endur- skoðanda um reikningsskil. í áritun sinni lætur hann í ljós álit sitt á áreiðanleika þeirra upplýsinga sem reikn- ingsskil veita. Áritanir skulu vera með skýru orðalagi þannig að ekki sé hætta á að lesendur dragi mismun- andi ályktanir af þeim. 2. Umfang áritunar. Áritun endurskoðanda nær yfir eftirtalda þætti: 2.1. Rekstrar- og efnahagsreikning, sem skulu gerðir í samræmi við gildandi lagaákvæði og góða reikn- ingsskilavenju og samkvæmt því uppfylla kröfur um mat eigna og skulda, upplýsingar og sundurlið- anir. 2.2. Skýringar með rekstrar- og efnahagsreikningi. Sömu kröfur ber að gera til áreiðanleika upplýs- inga í skýringum og gerðar eru varðandi rekstrar- og efnahagsreikning. 2.3. Skýrslu stjórnar að því leyti sem hún er hluti reikningsskila. Nær áritunin til mats á fjárhagsleg- um upplýsingum um liðið tímabil, mikilvægra at- riða sem fram hafa komið eftir lok þess svo og annarra upplýsinga um fjárhagslega afkomu og stöðu er fram koma í skýrslu stjórnar. Aðrar upp- lýsingar, sem birtar eru með reikningsskilum, svo sem tölfræðilegar upplýsingar, fjárhagsáætlanir, línurit, ljósmyndir o.fl., ber að líta á sem viðbótar- upplýsingar sem falla ekki undir endurskoðun. Áritunin skal því bera með sér til hvaða hluta reikningsskilanna endurskoðunin nær eða nær ekki. 2.4. Samanburðartölur frá fyrra tímabili sem fram koma í reikningsskilum að því er snertir texta, fjárhæðir og samanburðarhæfni. 2.5. Fjármagnsstreymi, sjóðsstreymi eða annars konar yfirlit um eignabreytingar sem kunna að fylgja reikningsskilum. 3. Grundvallarreglur um gerð reikningsskila. 3.1. Reikningsskil skulu gerð í samræmi við lög og góða reikningsskilavenju. 3.2. Reikningsskilin eru byggð á þeirri forsendu að fé- lagið geti haldið áfram starfsemi nema annað sé sérstaklega tekið fram. 3.3. Gerð reikningsskila er byggð á sömu reiknings- skilaaðferðum og á síðasta tímabili nema annað sé sérstaklega tekið fram. 3.4. Eðlileg lotun skal viðhöfð við gerð reikningsskila. Með lotun er átt við að gjöldum sé jafnað á móti tekjum og að rekstrar- og efnahagsliðir, sem til- heyra reikningstímabilinu, komi fram í reiknings- skilunum. 3.5. Gert er ráð fyrir eðlilegri varkárni við gerð reikn- ingsskila. í því felst að tekjur séu ekki færðar nema í samræmi við lög og góða reikningsskila- venju, eignir séu ekki metnar til hærra verðs en áframhaldandi rekstur gefur tilefni til og allar skuldbindingar séu taldar með í reikningsskilun- um. 3.6. I reikningsskilum skal gera grein fyrir þeim að- ferðum sem beitt er við að mæla áhrif verðbólgu á afkomu og efnahag félags. 4. Efni áritunar. Áritun skal að minnsta kosti fela í sér eftirtalin atriði: 4.1. Að reikningsskil séu endurskoðuð. 4.2. Heiti þess aðila sem reikningsskil hafi að geyma. 4.3. Hvað hin endurskoðuðu reikningsskil hafi að geyma. 4.4. Almenna umsögn um framkvæmd endurskoðunar. 4.5. Hugsanlega fyrirvara við reikningsskilin, eða ein- staka hluta þeirra, eða ástæður þess að álit er ekki látið í ljós. 4.6. Álit endurskoðanda á því hvort reikningsskil séu gerð í samræmi við ákvæði laga og samþykkta fé- lags og góða reikningsskilavenju og gefi glögga mynd af afkomu þess og efnahag. 4.7. Dagsetningu áritunar. 37

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.