Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 17
hringnum á gjörgæsludeildinni. Meðal þessara fyrir-
tækja var stór peningastofnun, Sparisjóður sjálenskra
bænda. Við þessar aðstæður létu þingmenn i Dan-
mörku sannfærast um að þörf væri fyrir sérmenntaða
stétt endurskoðenda þar í landi.
Sem kunnugt er voru fyrstu lög um löggilta endur-
skoðendur hér á landi sett á árinu 1926. Ég hef ekki
gefið mér tíma til að rekja framgang þess máls með því
að lesa Alþingistíðindi frá þessum árum en þótt ég fari
ofurlítið út fyrir meginefni þessa erindis vil ég leyfa mér
að lesa hér fyrstu málsgrein í athugsemdum með laga-
frumvarpinu um löggilta endurskoðendur sem sam-
þykkt var 1926. Pessi málsgrein hljóðar svo.
„Frumvarp um löggilta endurskoðendur hefur oft
verið borið fram á Alþingi og oftar en einu sinni verið
samþykkt í neðri deild. A þingi 1925 var það enn flutt
og var þá samþykkt í neðri deild en varð ekki útrætt í
efri deild sökum tímaskorts. Það þykir því rétt að flytja
það enn á ný þar sem því virðist ekki verða neitað að
lög um þetta efni séu nauðsynleg. Það hlýtur öllum að
vera ljóst að þar sem svo stórir bæir eru og nú er sum-
staðar orðið hér á landi hlýtur að vera þörf fyrir menn
sem gera endurskoðun að aðalstarfi sínu enda ber þess
raun vitni hér í bæ og ef til vill víðar. Pað er og afar
eðlilegt að til þessara manna leiti þeir sem þurfa að fá
endurskoðun framkvæmda. Af þessu er það bert að
nokkur skylda hvíli á því opinbera um það að við þetta
starf fáist ekki aðrir en þeir sem trúandi er til, bæði
vegna þekkingar og mannkosta, að rækja það sæmi-
lega“.
Svo mörg eru þessi athyglisverðu og um sumt
skemmtilegu orð. Ég ímynda mér að nokkuð fljótlega
eftir Albertimálið og fyrstu löggjöf um löggilta endur-
skoðendur í Danmörku hafi þótt hlýða að setja lög um
þetta efni hér á landi. Málið fékk hins vegar hægan
framgang eins og fram kom í þeim orðum sem ég var að
lesa og væri fróðlegt að athuga hvort endanleg af-
greiðsla þess stóð með einhverjum hætti í sambandi við
vandamál í rekstri fyrirtækja hérlendis á fyrstu þremur
áratugum þessarar aldar, þar á meðal hvort eitthvert
samband var við þær sviptingar í bankamálum sem áttu
sér stað á þessum árum.
En þótt sögulegur fróðleikur sé skemmtilegur ætla ég
nú að snúa mér til nútímans og þess veruleika sem mæt-
ir endurskoðendum hér á landi í dag þegar þeir vinna
fyrir fyrirtæki sem komin eru í umtalsverðan rekstrar-
legan og fjárhagslegan vanda.
2. Hvaða störf vinna endurskoðendur fyrir fyrir-
tæki í rekstrarvanda?
Ég sagði áðan að ég teldi að þörfin fyrir óháða og
kunnáttusama skoðun reikningsskila væri sjaldan ljósari
en þegar í hlut eiga fyrirtæki í rekstrarvanda. Nefna má
fjölmörg dæmi þess að endurskoðendur koma hvað
skýrast fram í sviðsljós þjóðfélagsins við slíkar aðstæð-
ur. Við eðlilegar þjóðfélagsaðstæður ætti þó ekki nema
lítill hluti af tíma endurskoðenda að fara í það að sitja
við sjúkrabeð fyrirtækja sem eru í rekstrarvanda af
ýmsu tægi. Menntun endurskoðenda, og ýmsar vinnu-
reglur sem þeir hafa sett sér, miðast því að sjálfsögðu
fyrst og fremst við að viðskiptaaðilar þeirra séu fyrir-
tæki sem ekki eru haldin bráðum fjárhagslegum eða
rekstrarlegum sjúkdómum. En þegar rekstrarlegir sjúk-
dómar berja að dyrum hvaða þjónusta er það sem end-
urskoðendur geta veitt sjúkum fyrirtækjum? Ráða end-
urskoðendur ef til vill yfir sérstökum lyfjum eða sér-
stökum uppskurðartækjum til að grípa til í slíkum
tilvikum?
Ég held að við getum verið sammála um að svarið
við síðari spurningunni er í meginatriðum neikvætt.
Endurskoðendur fara yfirleitt ekki í sérstakan meðala-
skáp eða sérstaka verkfæratösku þegar þeir þurfa að
sinna lasburða fyrirtæki. Sú þjónusta sem endurskoð-
endur bjóða er í eðli sínum mjög svipuð hvort sem í
hlut eiga heilbrigð eða sjúk fyrirtæki en nokkur mis-
munur getur hins vegar verið á nánari útfærslu þjónust-
unnar í þessum tveimur tilvikum. Ég nefni þó þá und-
antekningu í þessu sambandi að útfararþjónustu þarf
ekki að veita heilbrigðum viðskiptaaðilum en störf fyrir
lasburða fyrirtæki geta endað með því að endur-
skoðandinn verður að taka fram guðsorðabókina og
sorgarklæðin og fylgja fyrirtækinu síðasta spölinn.
Það fer ekki á milli mála að hefðbundin uppgjörs-
vinna er fyrirferðarmesti þátturinn í þjónustu endur-
skoðenda við fyrirtæki sem eru í rekstrarvanda. Eins og
í öðrum tilvikum getur hér ýmist verið um endurskoðuð
eða óendurskoðuð uppgjör að ræða. Sá áherslu- eða út-
færslumunur sem mér sýnist alloft gæta í þessu efni þeg-
ar fyrirtæki er komið á hættustig í rekstri felst í því að
óskir eigenda og/eða lánveitenda og /eða opinberra að-
ila hníga gjarnan í þá átt að meiri vinna sé lögð í upp-
gjörið en þegar allt lék í lyndi hjá fyrirtækinu. Þetta
getur hreinlega komið fram í því að einhver þessara að-
ila óskar nú eftir því að uppgjörið sé endurskoðað þótt
svo hafi ekki verið á liðnum árum. Einnig getur þetta
verið þannig að óskir koma fram um ítarlegar athuganir
að tilteknum atriðum í rekstri og efnahag enda þótt
ekki sé stefnt að því að um fullendurskoðað uppgjör
verði að ræða.
Þegar endurskoðandi situr við sjúkrabeð fyrirtækis
má ætla að ýmis konar áætlanavinna, fyrst og fremst
rekstrar- og greiðsluáætlanir, komi næst á eftir upp-
gjörsvinnu að því er varðar umfang veittrar þjónustu.
Vissulega getur bókhaldsaðstoð verið töluverð í slíkum
tilvikum en ég sé ekki ástæðu til að fjalla frekar um
hana hér. í mínu starfi hef ég ekki fengist ýkja mikið
við áætlanagerð en einna umfangsmesta starf mitt á
þessu sviði vann ég fyrir fyrirtæki sem var í miklum
rekstrarvanda og varð raunar gjaldþrota nokkrum mán-
uðum eftir að áætlanirnar lágu fyrir. Vissulega er áætl-
17