Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 21

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Blaðsíða 21
skoðenda sé æskilegt og framkvæmanlegt að breyta efnahagslegu og réttarfarslegu umhverfi í fyrirtækjar- ekstri á íslandi með hliðsjón af reynslu liðinna ára í meðferð vandamálafyrirtækja. Ég mun ljúka erindi mínu með því að ræða um þessi tvö atriði. Refsiábyrgð og skaðabótaábyrgð eru ósköp ljót orð og leiðinleg og ekki er veruleikinn skemmtilegri sem stundum stendur á bak við þau. íslenskir endurskoð- endur hafa ekki orðið mikið varir við þann kalda veru- leika hingað til en eins og við vitum er reyndin heldur betur önnur í ýmsum öðrum nálægum löndum. Ymis teikn eru á lofti um að endurskoðendur hér á landi þurfi á komandi árum að gefa þessum kalda veruleika meiri gaum en hingað til. Rammi þessarar ráðstefnu leyfir ekki að staðnæmst sé lengi við þær refsi- eða ábyrgðarkröfur sem beinst geta gegn endurskoðendum vegna starfa þeirra en ég ætla að nefna nokkra meginpunkta varðandi þessi ábyrgðarhugtök og setja þau stuttlega í samhengi við það meginviðfangsefni sem við erum að fjalla um í dag, þ.e störf fyrir fyrirtæki sem standa frammi fyrir um- talsverðum rekstrar- og fjárhagsvanda. Til að refsiábyrgð verði beitt verður að vera um að ræða brot á lögum og jafnframt verður að vera fyrir hendi lagaákvæði sem heimilar tiltekna refsingu vegna brotsins. Um refsiábyrgð getur verið að ræða enda þótt enginn hafi orðið fyrir fjárhagslegum skaða vegna brotsins. Skaðabótaábyrgð verður hins vegar að sjálf- sögðu ekki beitt nema um fjárhagslegan skaða sé að ræða og skaðabótaábyrgð getur fallið á enda þótt ekki sé um lögbrot að ræða en þá byggir skaðabótaábyrgðin á almennri réttarfarslegri reglu sem er á þá leið að sá aðili sem veldur öðrum skaða af yfirlögðu ráði eða stór- kostlegu gáleysi, og með saknæmum hætti, skal bæta þann skaða sem orðið hefur. Við skulum láta þetta nægja um lögfræðilegar fræðikenningar en eftirfarandi mynd sýnir hvernig refsiábyrgð og skaðabótaábyrgð geta fallið saman í vissum tilvikum en eru þó oftar að- skilin fyrirbrigði. (sjá meðf. mynd) Ég held að ekki þurfi djúpt innsæi til að komast að þeirri niðurstöðu að mun meiri líkur séu á að fram komi kröfur á hendur endurskoðanda um refsingu eða skaðabætur þegar hann vinnur fyrir fyrirtæki sem kom- ið er í rekstrarlegar kröggur heldur en þegar unnið er fyrir traust og vel rekið fyrirtæki. Lítum á skaðabótaá- byrgðina í þessu samhengi. Þegar fyrirtæki er komið í umtalsverðan rekstrar- vanda er sú áhætta orðin áþreifanleg að áhættufjáreig- endur tapi því fé sem þeir hafa lagt til fyrirtækisins og jafnframt er komin upp óvissa um það hvort lánsfjáreig- endur komist hjá töpum. Við slíkar aðstæður liggur því fjárhagslegur skaði margra aðila í loftinu og þróun mála alls staðar f heiminum er sú að sá sem verður fyrir skaða spyr oftar en áður þeirrar spurningar hvort ekki sé unnt að finna eihvern sökudólg eða sökudólga sem beri ábyrgð á skaðanum og beri þar af leiðandi skaða- bótaábyrgð. Auðvitað viðurkennum við það sjónarmið að endur- skoðendur þurfa á heilbrigðu aðhaldi að halda eins og aðrar starfsstéttir í þjóðfélaginu en við erum engu að síður ánægðir með að ekki skuli enn hafa reynt á skaða- bótaábyrgð endurskoðenda hérlendis. Erlendis, og þá fyrst og fremst í Bandaríkjunum, eru skaðabótakröfur á hendur endurskoðendum, læknum og öðrum slíkum komnar út í algerar öfgar sem kunnugt er. Eins og áður er sagt geta endurskoðendur keypt vátryggingu vegna skaðabótakrafna sem á þá kunna að falla. Sjálfsagt er stutt í að endurskoðendur verði almennt komnir með slíka tryggingu hérlendis enda eru teikn á lofti um að hinn íslenski veruleiki sé að breytast á þessu sviði. Vá- tryggingar eru þó ekki nægileg lausn á þessum málum og meðal þess sem gera þarf til úrbóta eru breytingar á því efnahagslega og réttarfarslega umhverfi sem við bú- um við eins og ég minnist á hér á eftir. Mál mitt er orðið það langt að ég mun ekki víkja sér- staklega að þeim lagaákvæðum hérlendis sem gætu gef- ið tilefni til að refsiábyrgð væri beitt gagnvart endur- skoðanda sem unnið hefur að verkefni fyrir fyrirtæki sem er í rekstrarvanda. Slík umfjöllun væri efni fyrir heila sumarráðstefnu en nefna má að í Danmörku er nýkomin út bók þar sem gerð er almenn grein fyrir refsiábyrgð endurskoðenda þar í landi. Ég vil aðeins leyfa mér að minna á ákvæði laga um löggilta endur- skoðendur þess efnis að þeir hafi réttindi og skyldur op- inberra sýslunarmanna. Ef tími verður til hér í dag mundi formaður félagsins kannski gefa stutta umsögn um hvað þetta sakleysislega ákvæði getur þýtt eitt sér varðandi refsiábyrgð endurskoðenda. 8. Efnahagslegt og réttarfarslegt umhverfi í rekstri fyrirtækja hérlendis. Breytingar sem stefna þarf að frá sjónarhóli endurskoðanda. Ég er þá kominn að lokaorðum þessara hugleiðinga en þau munu fjalla um það efnahagslega og réttarfars- 21

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.