Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Page 15

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1988, Page 15
ber að hætta samningaviðræðum, því það gagnar ekki að halda áfram með slík verk nema aðilar séu búnir að gera það upp við sig að þeir ætli í slíka framkvæmd ef hún gefur betri niðurstöðu. Þegar möguleiki til endurskipulagningar og/eða sam- runa reynist ekki fyrir hendi og fyrirséð er að aðstæður muni ekki breytast í náinni framtíð, ber stjórnendum fyrirtækja að athuga hvort greiðslustöðvun, nauða- samningar eða jafnvel gjaldþrot sé raunhæfur kostur. Um það mun verða fjallað ítarlega í öðru erindi hér á eftir. Slík leið hlýtur þó að teljast nauðvörn og er ekki æskileg fyrr en aðrar leiðir hafa verið kannaðar til þrautar. Hins vegar vaknar sú spurning hvort ákvarð- anir um nauðasamninga eða gjaldþrot séu ekki í of mörgum tilfellum of seint teknar og að undanfarinn sé of langur því fjármunir hljóta alltaf að einhverju leyti að tapast við slíkar aðstæður og því meir sem ákvörðun dregst lengur. Þarna held ég að endurskoðendur geti haft talsverð áhrif. HLUTUR ENDURSKOÐENDA Að mínu mati er hlutverk endurskoðenda stórt í greiðslu- og fjárhagserfiðleikum fyrirtækja. Þeir eru eða eiga að vera í eðli sínu „krítiskir" hlutlausir ráðgjafar stjórna viðkomandi fyrirtækja. Er ég þá með í huga hina miklu ábyrgð sem stjórnir hlutafélaga bera sam- kvæmt ákvæðum hlutafélagalaga, en e.t.v. má segja að sú ábyrgð hafi ekki verið tekin nógu alvarlega hingað til. Endurskoðendur eiga á tímum erfiðleika í rekstri fyrirtækja að koma á framfæri við stjórn þeirra sem allra fyrst, faglegu mati sínu á stöðu fyrirtækisins sem stjórnin notar síðan við ákvörðun um hvert framhaldið verður. Ef til vill er of áhættusamt að áritun beri áhyggjur endurskoðanda, en bréf til stjórnar sem svara á á aðal- fundi væri réttari leið. Ráðstefna sem þessi, sem fjallar um slík viðkvæm mál er til góðs, ef innlegg þetta er einhvers virði í þá umræðu, þá er vel. Þakka gott hljóð. Útgefandi var að fara yfir handrit frá ungum rithöfundi. Umsögnin sem hann sendi rithöfundinum hljóðaði svo: Ef þú skyldir einhvern tíma lenda í eldsvoða, mundu þá að kasta því í eldinn. Endurskoðandi einn, sem er orðlagður vinnuhestur og kunnáttumaður á sviði reikningsskila og skattamála, var einu sinni spurður að því hvernig hann færi að því að halda sér svona vel við í faginu. Hann svaraði af bragði: Ég hef alltaf faglegt efni á skrifborðinu mínu og í hvert sinn sem einhver segir við mig í símann „bíddu augnablik" les ég mér til í faginu. Á einni vertíðinni þurfti endurskoðandi nokkur að sinna verkefnum úti á landsbyggðinni. Hann dvaldi nokkrar nætur á hóteli og þegar hann fór kvittaði hann fyrir uppihaldinu. Þegar reikningurinn frá hótelinu barst um- bjóðandanum uppgötvaðist í honum samlagningarskekkja. Næst þegar endurskoðandinn birtist á staðnum gat framkvæmdastjóri fyrirtækisins ekki á sér setið og sagði að sér þætti lélegt að fá í hendur svona reikning sem væri yfirfarinn af löggiltum endurskoðanda. Fagmaðurinn lét sér ekki bregða og svaraði: Eins og þú veist þá látum við aldrei í ljós álit á lélegum reikningsskilum. Þessi saga gerðist í enskumælandi landi. Nunnan var að undirbúa bekkinn fyrir ferminguna. Þið eigið að gera ná- kvæmlega eins og biskupinn segir ykkur, sagði hún. Þegar þið kijúpið og hann segir standið, þá standið þið upp. Fylgist vel með hans heilagleika og gerið nákvæmlega eins og hann segir. Athöfnin gekk vel þar til biskupinn sagði: Krjúpið og ég mun blessa ykkur. Allir krupu. Biskupinn lyfti höndum og mælti á latínu: „Sit nomen Dom- ini . . .“ og allir settust á gólfið. Margir þeirra sem opna hug sinn opinberlega ættu að hafa hann lokaðan vegna viðgerða. „Toledo Blade.“ Sá sem les ekki góðar bækur hefur ekkert fram yfir þann sem er ólæs. „Mark Twain.“ 15

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.